„Hörgaeyri“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 10: Lína 10:


[[Flokkur:Höfnin]]
[[Flokkur:Höfnin]]
[[Flokkur:Vitar]]
[[Flokkur:Örnefni]]
[[Flokkur:Örnefni]]

Útgáfa síðunnar 25. júlí 2007 kl. 15:08

Hörgaeyrarviti.

Hörgaeyri er sandbanki sunnan í Heimakletti sem stendur út frá Stóru-löngu. Þegar Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason komu til Íslands frá Noregi árið 1000 að boða kristna trú höfðu þeir með sér efnivið og fyrirmæli frá Ólafi konungi Tryggvasyni um að reisa skyldi kirkju á fyrsta stað sem að þeir „skytu bryggjum á land“, en í Kristnisögu kemur fram að þeir hafi haft viðkomu í Dyrhólaey á leið sinni. Kirkjan var reist á Hörgaeyri, þar sem voru hörgar og blót stunduð áður. Kirkjan var svonefnd Stafkirkjan, og var tileinkuð heilögum Klementi, verndardýrlingi sæfara og sjósóknara.

„ok var lutað um hvárum megin vágsins standa skyldi, ok hlauzt fyrir norðan, þar váru áðr blót ok hörgar“.

Sjá einnig