Hörður Jónsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. ágúst 2007 kl. 09:13 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. ágúst 2007 kl. 09:13 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Hörður Snævar Jónsson var fæddur í Reykjavík 7. júní árið 1937. Hann lést 13. október 2001. Foreldrar Harðar voru Elínborg Guðjónsdóttir sem var búsett í Svíþjóð frá 1939 og Jón Björnsson, fv. loftskeytamaður frá Akureyri.

Aflakóngur 1983. Myndin er tekin á sjómannadaginn 5. júní 1983.

Hörður kvæntist Sjöfn Guðjónsdóttur árið 1959. Hún lést 1993. Börn þeirra eru Hrönn, Alda, Eyþór og Katrín. Síðari kona Harðar var Bára Jóney Guðmundsdóttir en hún á fjögur börn frá fyrra hjónabandi.

Árið 1962 hóf Hörður formennsku á Gylfa og síðan á Gulltoppi. Hörður var síðan í útgerð til ársins 1980, en réði sig til Hraðfrystistöðvarinnar, og var með eftirtalda báta, Suðurey, Heimaey, Álsey, Hellisey og Bjarnarey.

Hörður varð aflakóngur Vestmannaeyja tvisvar.



Heimildir