Hólshús

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Hólshús og Pálsbúð t.v.
Hólshús var oft kallað Kreml.
Hólshús að aftanverðu, lengst til vinstri á myndinni.

Húsið Hólshús við Bárustíg 9a var byggt árið 1955. Það voru sósíalistar (síðar Alþýðubandalagið) sem byggðu húsið. Í daglegu tali oft nefnt Kreml eftir höfuðstöðvum kommúnistaflokksins í Moskvu. Það skemmtilega er að orðið Kreml þýðir „húsið á hólnum“ þannig að merkingin er hárrétt þótt hún kynni að orka tvíræð.

Hólshús hefur hýst ýmsar verslanir og skrifstofur m.a. Eyjablóm, Foto, Listakot, Oddurinn, Gallerí Heimalist, Alþýðubandalagið, kosningaskrifstofur í syðri hluta og nú Listagallerí.

Starfsemi og íbúar


Heimildir

  • Bárustígur. Verkefni unnið af þátttakendum á námskeiðinu Húsin í götunni. Vestmannaeyjar, 2004.