Guðrún S. Scheving

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. október 2020 kl. 20:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. október 2020 kl. 20:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Guðrún Scheving á Guðrún S. Scheving)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Sigríður Scheving fæddist 14. september 1915. Hún lést hinn 11. nóvember 1998. Foreldrar hennar voru Sesselja Sigurðardóttir og Sigfús Scheving, skipstjóri og útvegsbóndi í Vestmannaeyjum. Guðrún átti einn bróður Vigfús Helga, sem fæddist 1914, en hann lést af slysförum aðeins tvítugur að aldri.

Frá hægri: Guðrún og Sigríður Auðunsdóttir.

Maki Guðrúnar var Karl Ó. J. Björnsson, bakarameistari, fæddur 1899, en hann lést 1954. Þau eignuðust sex börn: Helga Scheving, Björn Ívar, stúlkubarn sem fæddist 1946 og lést aðeins sólarhringsgömul, Sigurð Örn, Hrafn, og Sesselju Karitas. Fjölskyldan bjó lengst af í Víðidal og þar ráku þau hjónin bakarí.

Didda, eins og Guðrún var gjarnan kölluð, las mikið, mundi mikið af vísum og gat kyrjað heilu bragina á góðri stundu. Hún var vinnusöm, hannyrðir léku í höndunum á henni og liggja margir kostagripir eftir hana.


Heimildir

  • Morgunblaðið, 8. desember 1998. Minningargreinar um Guðrúnu Scheving.