Guðrún Margeirsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. febrúar 2018 kl. 16:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. febrúar 2018 kl. 16:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðrún Margeirsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Margeirsdóttir frá Hæli, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 25. ágúst 1929.
Foreldrar hennar voru Margeir Guðmundur Rögnvaldsson verkamaður, f. 10. júní 1898 í Hnífsdal, Ís., d. 20. nóvember 1930, og kona hans Anna Gíslína Gísladóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1898, d. 11. september 1984.

Faðir Guðrúnar lést, er hún var á öðru ári.
Hún ólst upp með móður sinni og Sigurði Sigurðssyni stjúpföður sínum, gekk í Kvöldskóla iðnaðarmanna 1943-1944, en lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands 1951.
Guðrún vann við Sjúkrahúsið í Eyjum 1951-1952, Kleppsspítalann á árin 1953.
Hún vann á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg 1953-1954, á fæðingadeild Landspítalans 1954-1957, á Kleppsspítalanum í tvo mánuði 1957.
Þá vann hún á Midway Hospital í St. Paul í Minnesota 1. desember 1957-15. nóvember 1963, á Landakotsspítala frá 20. apríl 1964-1968, síðan á Landspítalanum og lauk námi í svæfingahjúkrun 1970.
Guðrún var svæfingahjúkrunarkona á Lanspítala frá 1. júlí 1970, deildarstjóri frá 1976. Hún er ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.