„Guðrún Magnúsdóttir (ljósmóðir)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 19: Lína 19:


Börn þeirra Þórðar voru:  
Börn þeirra Þórðar voru:  
#[[Guðríður Þórðardóttir|Guðríður]] heimiliskennari í Eyjafjallahreppi, síðar í Eyjum, f. 31. ágúst 1873, d. í september 1921.  
#[[Guðríður Þórðardóttir|Guðríður]] heimiliskennari í Eyjafjallahreppi, síðar í Eyjum, f. 31. ágúst 1873, d. 8. september 1921.  
#Magnús, f. 20. september 1874, kvæntur í Eyjum, skildi og fór til Vesturheims.
#Magnús, f. 20. september 1874, kvæntur í Eyjum, skildi og fór til Vesturheims.
#Ísleifur, f. 29. okt. 1876, d. 3. sept. 1895.  
#Ísleifur, f. 29. okt. 1876, d. 3. sept. 1895.  
#Karólína, f. um 1884, d. 15. júlí 1886.<br>
#Karólína, f. 9. október 1881, d. 15. júlí 1886.<br>


Maki II (4. október 1890): Markús bóndi að Hamragörðum og Lágafelli, f. 25. júlí 1860 í Stóru-Hildisey, d. 31. október 1898, Þórðarson bónda í Stóru-Hildisey, f. um 1812, Guðnasonar og konu Þórðar, Margrétar Jónsdóttur húsfreyju, f. um 1820.<br>
Maki II (4. október 1890): Markús bóndi að Hamragörðum og Lágafelli, f. 25. júlí 1860 í Stóru-Hildisey, d. 31. október 1898, Þórðarson bónda í Stóru-Hildisey, f. um 1812, Guðnasonar og konu Þórðar, Margrétar Jónsdóttur húsfreyju, f. um 1820.<br>
Börn þeirra Markúsar voru:  
Börn þeirra Markúsar voru:  
#Markús, f. 25. janúar 1891, d. 9. apríl 1893.  
#Markús, f. 25. janúar 1891, d. 9. apríl 1893.  
#Karólína, f. 1892, d. 11. nóvember 1894.
#[[Þórunn Markúsdóttir (Sandprýði)|Þórunn]], f. 23. september 1892, d. 1. júní 1921, gift [[Jón Gíslason|Jóni Gíslasyni]] útgerðarmanni og verslunarmanni, síðar á [[Ármót|Ármótum]] í Eyjum, („Jóni á Ármóti”). Þau voru foreldrar [[Markús Jónsson | Markúsar]] og [[Þórarinn Markússon|Þórarins]].
#[[Þórunn Markúsdóttir|Þórunn]], f. 24. október 1894, d. 1. júní 1921, gift [[Jón Gíslason|Jóni Gíslasyni]] bónda að Lágafelli, síðar útgerðarmanni og smið á [[Ármót|Ármótum]] í Eyjum, („Jóni á Ármóti”). Þau voru foreldrar [[Markús Jónsson | Markúsar]] og [[Þórarinn Markússon|Þórarins]].
#Karólína Margrét, f. 24. október  1894, d. 11. nóvember 1894.  


{{Heimildir|
{{Heimildir|

Útgáfa síðunnar 15. mars 2016 kl. 20:41

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Guðrún Magnúsdóttir


Guðrún Magnúsdóttir fæddist 10. júlí 1851 að Dalseli í V-Eyjafjallahreppi og lézt í Eyjum 15. júní 1936.

Ætt og uppruni

Foreldrar Guðrúnar voru Magnús bóndi í Dalseli, f. 29. marz 1801, d. 21. nóvember 1869, Þórodds bónda í Dalseli, f. 1761 í Dalseli, Gissurarsonar og konu Þórodds, Guðrúnar húsfreyju, f. 1768 í Nesi í Selvogi, Sigurðardóttur. Móðir Guðrúnar Magnúsdóttur og kona Magnúsar var Guðríður húsfreyja, f. 2. maí 1812, d. 25. júlí 1884, Ólafs bónda og klukkara í Múlakoti í Fljótshlíð, f. 1776 í Deild í Teigssókn í Fljótshlíð, Árnasonar og konu Ólafs, Þórunnar húsfreyju Þorsteinsdóttur, f. 1790 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal.

Lífsferill

Guðrún lauk ljósmæðranámi í Reykjavík 7. júní 1878.
Hún var ljósmóðir í Vestur-Eyjafjallaumdæmi 10. júní 1878-30. maí 1897.
Hún flutti til Eyja 1900 og aðstoðaði skipaða ljósmóður þar til ársins 1924. Einnig stundaði hún tóvinnu, einkum prjónaskap. Hún eignaðist hlut í Fagradal, er bygging hans var hafin 1905 og bjó þar síðan.

Er hún bjó u. Eyjafjöllum kynntist hún mormónatrú eins og Eiríkur frá Brúnum Ólafsson túlkaði hana. Stóð hún mitt í þeirri orrahríð, sem varð þar við kirkju, er aðsúgur var gerður að Eiríki og varð hún honum til bjargar frá meiðslum. Var í minnum haft, hvernig söfnuðurinn lét undan síga við orð hennar. (Þessi atburður er túlkaður í Paradísarheimt Halldórs Kiljans Laxness).

Guðrún var stofnfélagi Betelsafnaðar Hvítasunnumanna í Eyjum í júlí 1926 og var mjög virk í safnaðarstarfi.

Maki I (12. júní 1873): Þórður bóndi í Syðri-Rotum í Landeyjum, síðar í Hamragörðum u. Eyjafjöllum, f. 1. júní 1846, d. 15. apríl 1887, Jónsson bónda á Borgareyrum og Ólafar Þórðardóttur.

Börn þeirra Þórðar voru:

  1. Guðríður heimiliskennari í Eyjafjallahreppi, síðar í Eyjum, f. 31. ágúst 1873, d. 8. september 1921.
  2. Magnús, f. 20. september 1874, kvæntur í Eyjum, skildi og fór til Vesturheims.
  3. Ísleifur, f. 29. okt. 1876, d. 3. sept. 1895.
  4. Karólína, f. 9. október 1881, d. 15. júlí 1886.

Maki II (4. október 1890): Markús bóndi að Hamragörðum og Lágafelli, f. 25. júlí 1860 í Stóru-Hildisey, d. 31. október 1898, Þórðarson bónda í Stóru-Hildisey, f. um 1812, Guðnasonar og konu Þórðar, Margrétar Jónsdóttur húsfreyju, f. um 1820.
Börn þeirra Markúsar voru:

  1. Markús, f. 25. janúar 1891, d. 9. apríl 1893.
  2. Þórunn, f. 23. september 1892, d. 1. júní 1921, gift Jóni Gíslasyni útgerðarmanni og verslunarmanni, síðar á Ármótum í Eyjum, („Jóni á Ármóti”). Þau voru foreldrar Markúsar og Þórarins.
  3. Karólína Margrét, f. 24. október 1894, d. 11. nóvember 1894.

Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.