Guðrún Jónsdóttir (Úthlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Guðrún Jónsdóttir frá Úthlíð, verkakona, húsfreyja fæddist 11. ágúst 1905 í Gerðakoti u. Eyjafjöllum og lést 12. júlí 1979.
Faðir hennar var Jón bóndi í Gerðakoti undir Eyjafjöllum 1910, síðar formaður og útgerðarmaður í Úthlíð, f. 7. september 1869, drukknaði 9. apríl 1916, Stefánsson bónda í Miðskála 1870, f. 1842, d. 25. maí 1906, Guðmundssonar bónda í Ysta-Skála 1945, f. 1799, Tómassonar, og konu Guðmundar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1797, Snorradóttur.
Móðir Jóns og kona Stefáns var Kristný húsfreyja á Leirum og Miðskála, f. 12. apríl 1842, d. 2. mars 1914, Ólafsdóttir bónda lengst í Berjanesi, f. 24. september 1814 í Lágu Kotey í Meðallandi, d. 20. september 1896 í Ytri-Skógum, Ólafssonar og konu hans, Ástríðar húskonu og húsfreyju víða undir Eyjafjöllum, en lengst húsfreyja í Berjanesi þar, f. 22. september 1799 í Bakkahjáleigu í Krosssókn, d. 29. apríl 1883 í Ytri-Skógum. Ólafur var seinni maður hennar.

Móðir Guðrúnar í Úthlíð og kona Jóns Stefánssonar var Þuríður húsfreyja í Gerðakoti undir Eyjafjöllum og Úthlíð í Eyjum, f. 13. desember 1867, d. 8. september 1960, Ketilsdóttir bónda í Ásólfsskála þar 1860, f. 7. ágúst 1827, d. 22. júlí 1920, Eyjólfssonar bónda á Aurgötu og Hvammi undir Eyjafjöllum, f. 1804, d. 29. maí 1842, Ketilssonar, og konu Eyjólfs, Jórunnar húsfreyju, f. 1804, Ólafsdóttur.
Móðir Þuríðar og kona Ketils var Ólöf húsfreyja í Ásólfsskála 1870, 12. október 1829, d. 29. júlí 1911, Jónsdóttir í Miðskála undir Eyjafjöllum 1835, f. 1801, Jónssonar, og barnsmóður Jóns, Höllu vinnukonu í Miðskála, f. 1. júní 1796, d. 5. mars 1879, Högnadóttur.


ctr
Þuríður Ketilsdóttir og börn hennar.
Frá vinstri í aftari röð eru Ólafía, Þuríður og Guðrún. Í fremri röð eru Björgvin og Ísleikur.

Börn Jóns Stefánssonar og Þuríðar Ketilsdóttur í Eyjum voru:
1. Björgvin Jónsson útgerðarmaður og skipstjóri í Úthlíð, f. 16. maí 1899 í Varmahlíð, d. 10. desember 1984.
2. Ísleikur Jónsson bifreiðastjóri á Heiðarbrún, f. 6. júní 1901 í Varmahlíð, d. 12. júlí 1987.
3. Ólafia Kristný Jónsdóttir húsfreyja í Langholti, f. 4. apríl 1904 í Varmahlíð, d. 10. apríl 1983.
4. Guðrún Jónsdóttir verkakona, húsfreyja, síðast í Fagurhól, f. 11. ágúst 1905 í Gerðakoti, d. 12. júlí 1979.

Móðursystkini Guðrúnar, - í Eyjum:
1. Eyjólfur Ketilsson bóndi í Mið-Skála u. Eyjafjöllum, síðar verkamaður í Eyjum, f. 10. október 1853, d. 2. júní 1947.
2. Ólöf Ketilsdóttir húsfreyja á Núpi u. Eyjafjöllum 1910 og 1920, síðar í Þorlaugargerði, f. 9. desember 1863, d. 12. maí 1959. Maður hennar var Friðjón Magnússon.
3. Ketill Ketilsson bóndi í Ásólfsskála, síðar verkamaður í Eyjum, f. 13. mars 1865, d. 23. febrúar 1948. Kona hans var Katrín Bjarnardóttir.
4. Sveinn Ketilsson verkamaður, f. 29. september 1866, d. 17. desember 1957, ókv.

Guðrún var með foreldrum sínum í Gerðakoti og fluttist með þeim til Eyja 1912.
Hún missti föður sinn, er hún var á ellefta árinu, var með móður sinni í Úthlíð, var verkakona þar 1945 og 1949.
Þau Þorgils bjuggu í Fagurhól 1958 og síðar.
Guðrún lést 1979 og Þorgils 1994.
Guðrún var barnlaus.

I. Maður Guðrúnar var Þorgils Bjarnason frá Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, f. 9. september 1905, d. 21. júní 1994.
Guðrún var barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.