Guðný Sigurmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. júlí 2012 kl. 10:23 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. júlí 2012 kl. 10:23 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Sigurmundsdóttir fæddist 7. júlí 1926 og lést 6. október, 37 ára gömul.

Þann 23. maí árið 1948 giftist Guðný Einari J. Gíslasyni. Þau bjuggu í Arnarhóli við Faxastíg. Börn þeirra urðu þrjú. Elst er Guðrún Margrét, fædd 16. desember 1949. Hún er meðferðarfulltrúi hjá Samhjálp og býr í Reykjavík og á hún tvö börn. Í miðjunni er Guðni, fæddur 23. febrúar 1953. Guðni er blaðamaður á Morgunblaðinu og býr í Breiðholti. Hann er kvæntur Guðfinnu Helgadóttur og eiga þau fjögur börn. Yngstur barna Einars og Guðnýjar er Sigurmundur Gísli, fæddur 26. september 1957. Sigurmundur rekur ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum ásamt fjölskyldu. Hann er kvæntur Unni Ólafsdóttur og eiga þau fimm börn.

Einar var forstöðumaður Betelsafnaðarins og tók Guðný virkan þátt í safnaðarstarfinu með söng og hljóðfæraleik.

Guðný skrifaði tvær skemmtilegar sögur í Blik á unglingsaldri:

Myndir