Guðný Þorkelsdóttir (Elínarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. febrúar 2015 kl. 17:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. febrúar 2015 kl. 17:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðný Þorkelsdóttir''' vinnukona fæddist 1813 á Herjólfsstöðum í Álftaveri og lést 31. maí 1873 á Ofanleiti. <br> Foreldrar hennar voru Þorkell Jónsson bóndi ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Þorkelsdóttir vinnukona fæddist 1813 á Herjólfsstöðum í Álftaveri og lést 31. maí 1873 á Ofanleiti.
Foreldrar hennar voru Þorkell Jónsson bóndi og hreppstjóri í Skálmarbæ í Álftaveri, f. í Holti í Álftaveri, skírður 20. júní 1780, d. 4. nóvember 1861 á Flögu í Skaftártungu, og fyrsta kona hans Steinunn Þorláksdóttir húsfreyja, f. 1776 á Krossalandi í Lóni, A-Skaft., d. 20. apríl 1823 í Skálmarbæ.

Guðný var með foreldrum sínum í æsku. Hún var vinnukona í Hraunbæ í Álftaveri um 1829- 1832, síðan hjá foreldrum sínum í Skálmarbæ, vinnukona í Gröf í Skaftártungu 1833-1834, á Hnausum í Meðallandi 1834-1836, aftur í Gröf til 1838.
Hún fluttist til Eyja 1838 og var vinnukona í Elínarhúsi. Hún eignaðist Gísla með frönskum skipstjóra í janúar 1839 og missti hann úr ginklofa.
Hún sneri til Lands á því ári og var vinnukona á Tjörnum undir V-Eyjafjöllum.
Guðný fluttist þá varanlega til Eyja, var vinnukona víða, t.d. á Miðhúsum 1845, í Brandshúsi 1855, í Nöjsomhed 1860, en „sjálfrar sín“ í Garðinum 1869.
Hún lést á Ofanleiti 1873, niðursetningur.

I. Barnsfaðir Guðnýjar var franskur skipstjóri.
Barn þeirra var
1. Gísli Guðnýjarson, f. 17. janúar 1839, d. 23. janúar 1839 úr ginklofa.


Heimildir