Guðmundur Vigfússon (Holti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. júlí 2006 kl. 09:44 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. júlí 2006 kl. 09:44 eftir Margret (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Vigfússon fæddist 10. febrúar 1906 og lést 6. október 1997. Foreldrar hans voru hjónin Guðleif Guðmundsdóttir frá Vesturhúsum í Vestmannaeyjum og Vigfús Jónsson í Túni í Vestmannaeyjum. Guðmundur ólst upp í Holti. Guðmundur var kvæntur Stefaníu Guðrúnu einarsdóttur. Þau eignuðust tvö börn, þau Vigfús Sverri og Erlu. Hann fluttist frá Vestmannaeyjum 1957 og hefur lengst af síðan búið í Hafnarfirði, þar af á Hrafnistu í Hafnarfirði frá 1978.

Guðmundur tók vélstjóra- og skipstjórapróf 18 ára gamall og árið 1946 "öldunginn" í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Guðmundur var formaður á Voninni VE 113.

Loftur Guðmundsson samdi formannsvísu um Guðmund:

Að veiðum Guðmund Vigfússon
virðar telja frækinn,
hleður úr græði græsta Von
garpur miðasækinn.