Guðmundur Magnússon (Goðalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. október 2013 kl. 09:42 eftir Glumur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. október 2013 kl. 09:42 eftir Glumur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Magnússon, f. 05.09.1877 - d. 21.09.1959 var sonur Magnúsar Guðmundssonar (1852 - 1892) bónda í Hrauk í Vestur Landeyjum og konu hans Bjarghildar Guðnadóttur (1855 - 1941).

Guðmundur Magnússon

Guðmundur Magnússon giftist Helgu Jónsdóttur árið 1902 og átti með henni fjögur börn. Þau eru:

Karl Guðmundsson (Reykholt) f. 04.05.1903, d. 10.05.1993 
 Jón Guðmundsson (Miðey)f. 15.07.1905, d. 04.03.1972
 Guðmunda Margrét Guðmundsdóttir (Goðaland f. 19.03.1908, d. 04.09.1996
 Dagmar Aðalbjörg Guðmundsdóttir (Goðaland) f. 21.06.1914, d. 30.01.1999

Guðmundur tók sveinspróf í trésmíði á Eyrarbakka árið 1899 og stundaði um hríð trésmíðanám í Kaupmannahöfn þar sem hann kynntist verkalýðshreyfingunni og jafnaðarstefnunni, sem hann aðhylltist ávallt að síðan. Árið 1902 kemur Guðmundur heim til Íslands og sest að í Reykjavík, en flytur með konu sinni til Vestmannaeyja árið 1908. Þar var hann byggingarmeistari og útvegisbóndi á Dvergasteini.

*Þessi grein er í vinnslu; ekki tilbúin*



Myndir


Heimildir

  • Niðjatal Goðalandsættar
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.