Guðmundur Jónasson (formaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. apríl 2024 kl. 19:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. apríl 2024 kl. 19:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Guðmundur Jónasson. Hann situr. '''Guðmundur Jónasson''' frá Hólmahjáleigu í A.-Landeyjum, bóndi, dýralæknir, bátsformaður fæddist 17. október 1893 og lést 25. febrúar 1986 í Rvk.<br> Foreldrar hans voru Jónas Jónasson bóndi, f. 20. september 1865 í Kirkjulandshjáleigu í A.-Landeyjum, d. 6. október 1935, og kona hans Ragnheiður Halldórsdóttir frá Ósabakka á Skeiðum, húsfreyja, f. 17. febrúar 1861, d...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðmundur Jónasson. Hann situr.

Guðmundur Jónasson frá Hólmahjáleigu í A.-Landeyjum, bóndi, dýralæknir, bátsformaður fæddist 17. október 1893 og lést 25. febrúar 1986 í Rvk.
Foreldrar hans voru Jónas Jónasson bóndi, f. 20. september 1865 í Kirkjulandshjáleigu í A.-Landeyjum, d. 6. október 1935, og kona hans Ragnheiður Halldórsdóttir frá Ósabakka á Skeiðum, húsfreyja, f. 17. febrúar 1861, d. 28. september 1932.

Guðmundur bjó ókvæntur í Hólmahjáleigu 1935-1953, fyrst í félagi við bróður sinn og mágkonu, frá 1940 með bústýru Guðlín Jónsdóttur, en síðast einn. Hann átti síðan heima á Núpi í Fljótshlíð, en vann mörg sumur á vistheimilinu í Breiðuvík. Hann dvaldi lengi í Hveragerði og síðast í Rvk, en átti lögheimili í Hólmahjáleigu til dánardægurs. Hann var formaður í Eyjum og við Landeyjasand, tók fyrst við formennsku af föður sínum á Svan árið 1924, var síðan formaður á Báru og síðast á nafnlausu juli. Hann var síðasti formaður við sandinn og reri síðast í apríl 1948.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.