„Guðmundur Jóhannsson (Haga)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðmundur Jóhannsson''' frá Haga í Holtahreppi, Rang., ráðsmaður, verkamaður, afgreiðslumaður fæddist þar 25. september 1894 og lést 5. desember 1993 í Rvk.<br> Foreldrar hans voru Jóhann Erlendsson frá Haga, bóndi, f. 26. júlí 1854, d. 12. janúar 1930, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Mykjunesi í Holtahreppi, húsfreyja, f. 8. desember 1860, d. 6. ágúst 1952. Guðmundur var útgerðarmaður í Eyjum um skeið upp úr 1930, bjó á Borgarhó...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Gudmundur Johannsson (Haga).jpg|thumb|200px|''Guðmundur Jóhannsson.]]
'''Guðmundur Jóhannsson''' frá Haga í Holtahreppi, Rang., ráðsmaður,  verkamaður, afgreiðslumaður fæddist þar 25. september 1894 og lést 5. desember 1993 í Rvk.<br>
'''Guðmundur Jóhannsson''' frá Haga í Holtahreppi, Rang., ráðsmaður,  verkamaður, afgreiðslumaður fæddist þar 25. september 1894 og lést 5. desember 1993 í Rvk.<br>
Foreldrar hans voru Jóhann Erlendsson frá Haga, bóndi, f. 26. júlí 1854, d. 12. janúar 1930, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Mykjunesi í Holtahreppi, húsfreyja, f. 8. desember 1860, d. 6. ágúst 1952.
Foreldrar hans voru Jóhann Erlendsson frá Haga, bóndi, f. 26. júlí 1854, d. 12. janúar 1930, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Mykjunesi í Holtahreppi, húsfreyja, f. 8. desember 1860, d. 6. ágúst 1952.

Núverandi breyting frá og með 20. apríl 2024 kl. 14:21

Guðmundur Jóhannsson.

Guðmundur Jóhannsson frá Haga í Holtahreppi, Rang., ráðsmaður, verkamaður, afgreiðslumaður fæddist þar 25. september 1894 og lést 5. desember 1993 í Rvk.
Foreldrar hans voru Jóhann Erlendsson frá Haga, bóndi, f. 26. júlí 1854, d. 12. janúar 1930, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Mykjunesi í Holtahreppi, húsfreyja, f. 8. desember 1860, d. 6. ágúst 1952.

Guðmundur var útgerðarmaður í Eyjum um skeið upp úr 1930, bjó á Borgarhól, flutti til Rvk. Hann var löngum í vegavinnu. Hann var ráðsmaður á búi Sigurþórs Jónssonar í Mjóanesi í Þingvallasveit í nokkur ár og ráðsmaður á búum á Snæfellsnesi frá 1950, á Svarfhóli og tvisvar með nokkru millibili hjá sr. Þorsteini L. Jónssyni í Söðulsholti. Hann bjó á Oddsstöðum í Kolbeinsstaðahreppi 1952-1953, átti einnig heima á Læk á Skógaströnd og á Landbrotum í Kolbeinsstaðahreppi.
Hann flutti til Rvk 1960, var þar verkamaður um skeið, var fiskafgreiðslumaður í Sandgerði í nokkur ár.
Hann dvaldi að síðustu á Grund í Rvk.
Guðmundur lést 1993.

I. Sambúðarkona Guðmundar, (skildu), var Jónína Margrét Einarsdóttir frá Kvíárholti í Holtahreppi, Rang., húsfreyja, ljósmóðir, kjólasaumameistari, f. 26. nóvember 1887, d. 28. nóvember 1959.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.