Guðmundur Þorkelsson (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. apríl 2014 kl. 21:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. apríl 2014 kl. 21:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðmundur Þorkelsson''' vinnumaður á Vesturhúsum fæddist 2. mars 1828 og lést 7. mars 1859.<br> Foreldrar hans voru [[Gyðríður Sveinsdóttir (Vesturhúsum)|Gyðríðu...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Þorkelsson vinnumaður á Vesturhúsum fæddist 2. mars 1828 og lést 7. mars 1859.
Foreldrar hans voru Gyðríður Sveinsdóttir húsfreyja í Skarðshjáleigu í Mýrdal, síðar í Eyjum, f. 1785, d. 3. janúar 1859, og síðari maður hennar Þorkell Jónsson bóndi, f. 1787, d. 12. desember 1839.

Systkini Guðmundar í Eyjum voru:
1. Sveinn Hjaltason bóndi og lóðs á Vesturhúsum, f. 3. desember 1815, d. 23. júni 1879.
2. Sigríður Hjaltadóttir vinnukona í Nýjabæ, f. 9. ágúst 1818.
3. Filippus Hjaltason vinnumaður í Nöjsomhed, f. 12. maí 1820.
4. Eyjólfur Hjaltason á Löndum, sjávarbóndi 1870, bókbindari í Kornhól, f. 19. desember 1821.
4. Jón Þorkelsson vinnumaður á Vesturhúsum, tómthúsmaður í Grímshjalli, f. 18. september 1826.

Guðmundur var andlega þroskaheftur frá fæðingu.
Hann var hjá foreldrum sínum í Skarðshjáleigu til ársins 1837, niðursetningur á Ketilsstöðum til ársins 1847, en með móður sinni í dvöl á Dyrhólum til 1848, er þau fluttust til Sveins að Vesturhúsum. Þar var Guðmundur skráður vinnumaður.
Hann lést 1859, tveim mánuðum síðar en móðir hans.


Heimildir