Guðlaug Sigurðardóttir (Selfossi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. mars 2020 kl. 15:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. mars 2020 kl. 15:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðlaug Sigurðardóttir''' húsfreyja, verslunarmaður, móttökuritari fæddist 25. desember 1937 á Hásteinsvegi 31.<br> Foreldrar hennar voru Sigurður...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, móttökuritari fæddist 25. desember 1937 á Hásteinsvegi 31.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson skipasmiður, f. 19. mars 1900 í Eystri-Klasabarða í V-Landeyjum, d. 26. nóvember 1997, og kona hans Ingunn Úlfarsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1899 í Fljótsdal í Fljótshlíð, d. 18. nóvember 1957.

Börn Ingunnar og Sigurðar:
1. Guðlaug Sigurðardóttir, f. 20. desember 1925 á Melstað, d. 9. júlí 1938.
2. Óskar Þór Sigurðsson skólastjóri, f. 25. janúar 1930 á Vestmannabraut 38 B, Rauðafelli.
3. Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja, verslunarmaður, móttökuritari, f. 25. desember 1937 á Hásteinsvegi 31.

Guðlaug var með foreldrum sínum í æsku. Hún lauk þriðja bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1953.
Hún vann við afgreiðslu hjá Bókabúð Þorsteins Johnson og í verslun Önnu Gunnlaugsson, síðar móttökuritari hjá Heilsugæslunni á Selfossi.
Þau Sigurjón giftu sig 1959, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Kirkjuvegi 37 á Selfossi, en búa nú í íbúðum aldraðra að Austurvegi 51 þar.

I. Maður Guðlaugar, (11. júní 1959), er Sigurjón Þór Erlingsson múrarameistari, bæjarfulltrúi, ljóðskáld, f. 12. október 1933. Foreldrar hans voru Jón Erlingur Guðmundsson bóndi á Galtastöðum í Flóa, f. 1. ágúst 1899 á Fjalli á Skeiðum, Árn., d. 27. maí 1985 á Selfossi, og kona hans Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. júlí 1894 í Rútsstaða-Norðurkoti í Flóa, d. 6. maí 1981 á Selfossi.
Börn þeirra:
1. Ingunn Úlfars Sigurjónsdóttir húsfreyja, læknaritari á Selfossi, f. 15. maí 1957 í Eyjum. Maður hennar Jóhann Hannes Jónsson.
2. Sigurður Sigurjónsson lögfræðingur á Selfossi, f. 26. júlí 1961. Kona hans Svandís Ragnarsdóttir.
3. Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir húsfreyja, blaðamaður, framkvæmdastjóri Rauðakrossdeildarinnar á Selfossi, f. 29. mars 1965. Maður hennar Hafsteinn Jónsson.
4. Steinunn Björk Sigurjónsdóttir stúdent, húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 12. janúar 1973 á Selfossi. Maður hennar Guðmundur Búi Guðmundsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðlaug.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.