Guðjón Eyjólfsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. ágúst 2013 kl. 17:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. ágúst 2013 kl. 17:27 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Halla og Guðjón.

Guðjón Eyjólfsson fæddist 9. mars 1872 og lést 14. júlí 1935. Foreldrar hans voru Eyjólfur Eiríksson bóndi og Jórunn Skúladóttir, hjón á Kirkjubæ. Kona Guðjóns var Halla Guðmundsdóttir frá Vesturhúsum í Eyjum. Þau hjón bjuggu á Kirkjubæ.


Heimildir

Frekari umfjöllun

Guðjón Eyjólfsson bóndi á Kirkjubæ fæddist 9. mars 1892 og lést 14. júlí 1935.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Eiríksson bóndi í Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum, síðar á Kirkjubæ, f. 6. ágúst 1835 og lést 2. febrúar 1897 og kona hans Jórunn Skúladóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 26. nóvember 1835 á Skeiðflöt í Mýrdal, d 3. júlí 1909.
Faðir Jórunnar var Skúli Markússon móðurbróðir Kristínar á Búastöðum, og Margrét Gísladóttir frá Pétursey, kona Skúla, var föðursystir Kristínar á Búastöðum.
Kona Guðjóns var Halla, f. 4. september 1875, d. 6. september 1939.
Börn Guðjóns og Höllu voru:
1. Guðmundur, f. 28. apríl 1900, drukknaði 16. desember 1924.
2. Jóhann Eyjólfur, f. 20. desember 1901, drukknaði 20. ágúst 1924.
3. Gunnar, f. 6. desember 1905, drukknaði 6. febrúar 1938.
4. Gísli, f. 20. janúar 1914, drukknaði 6. febrúar 1938.
5. Þórdís húsfreyja, f. 26. nóvember 1908, d. 2. júní 1995, kona Sigurðar Bjarnasonar.
6. Sigrún, f. 9. júlí 1907, d. 20. júní 1967.
7. Jórunn Ingunn, f. 14. febrúar 1910, d. 28. nóvember 1995, kona Guðmundar Guðjónssonar.
8. Þórarinn, f. 20. janúar 1912, d. 7. maí 1992, ókvæntur.


Heimildir


Myndir