Guðfinna Stefánsdóttir (Sléttabóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðfinna Stefánsdóttir húsfreyja á Sléttabóli fæddist 11. október 1895 og lést 5. maí 1971.
Foreldrar hennar voru Stefán Þorkelsson frá Söndum í Meðallandi, vinnumaður, f. 5. maí 1845, d. 16. nóvember 1900 og síðari kona hans Jónína Sigurbjörg Jónsdóttir frá Norðfirði, f. 24. maí 1868, d. 4. desember 1942.

Guðfinna Stefánsdóttir.

Systir Guðfinnu var Margrét Stefánsdóttir húsfreyja á Hraunbóli, f. 10. febrúar 1898, d. 18. september 1979. Hún var gift Sigurði bróður Þórðar manns Guðfinnu.

Guðfinna kom í Mýrdal frá Nesi í Norðfirði með foreldrum sínum 1900, var tökubarn í Hjörleifshöfða og síðan vinnukona þar 1900-1914.
Þá fór hún að Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum, fór til Reykjavíkur og kom þaðan að Norður-Vík og var þar vinnukona 1917-1918.
Hún var komin til Eyja 1920, var þá húsfreyja á Brimnesi. Þau voru leigjendur á Melstað 1921-1922, voru komin að Sléttabóli 1923 og þar var Guðfinna enn 1942.
Þau Þórður eignuðust 6 börn, misstu eitt þeirra 9 ára 1931.
Þórður maður hennar var formaður á Ófeigi VE-217 og fórst með honum 1. mars 1942.
Guðfinna fluttist til Eyrarbakka og lést 1971.

Maður Guðfinnu, (1920), var Þórður Þórðarson skipstjóri á Sléttabóli, f. 12. janúar 1893, drukknaði 1. mars 1942.
Börn þeirra hér:
1. Sigríður Þórðardóttir húsfreyja á Eyrarbakka, f. 24. mars 1921, d. 12. janúar 1996.
2. Ása Magnea Þórðardóttir, f. 19. maí 1922, d. 19. desember 1931.
3. Bára Þórðardóttir, f. 23. febrúar 1924, síðast á Eyrarbakka, d. 12. janúar 2001.
4. Eyþór Þórðarson vélstjóri, skjalavörður í Reykjavík, f. 4. nóvember 1925, d. 16. október 1998.
5. Stefanía Þórðardóttir verkakona á Eyrarbakka, f. 20. október 1930, d. 1. desember 2013.
6. Ási Markús Þórðarson vélstjóri, f. 22. júní 1934, d. 18. ágúst 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.