Guðbjörg Jónsdóttir (Dölum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. febrúar 2015 kl. 21:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. febrúar 2015 kl. 21:24 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðbjörg Jónsdóttir''' vinnukona í Dölum, síðar húsfreyja í Grindavík, fæddist 1811. <br> Faðir hennar var Jón prestur „mjói“ í Miðmörk, f. 9. ág...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Jónsdóttir vinnukona í Dölum, síðar húsfreyja í Grindavík, fæddist 1811.
Faðir hennar var Jón prestur „mjói“ í Miðmörk, f. 9. ágúst 1772, d. 8. júní 1843, Jónsson bónda í Hraungerði í Álftaveri, f. 1739, Jónssonar bónda í Skálmarbæ í Álftaveri, f. 1710, Stígssonar, og ókunnrar móður Jóns í Hraungerði.
Móðir sr. Jóns og kona Jóns bónda í Hraungerði var Halldóra húsfreyja, f. 1742 í Þykkvabæjarsókn, Þorsteinsdóttir bónda í Skálmarbæ í Álftaveri og víðar, f. 1711, Nikulássonar, og ókunnrar móður Halldóru.

Móðir Guðbjargar var Ingveldur húsfreyja, fyrsta kona Jóns prests, f. í september 1771, d. 2. júli 1823, Sveinsdóttir prests í Hraungerði, f. 1725, Halldórssonar á Melum í Trékyllisvík Bjarnasonar, og konu sr. Sveins Önnu húsfreyju, f. 1731, d. 22. febrúar 1797, Eiríksdóttur að Skálafelli í Suðursveit, systur Jóns Eiríkssonar konferensráðs.

Guðbjörg var hálfsystir systir Guðríðar í Dölum, konu Einars Jónssonar, en hún giftist síðar Tíla Oddssonar, og alsystir Önnu húsfreyju í Selkoti móður Gísla Stefánssonar kaupmanns í Hlíðarhúsi, og alsystir Sveins bónda á Raufarfelli, föður Sigurðar Sveinssonar í Nýborg.

Guðbjörg var með foreldrum sínum á Arnarstöðum í Flóa 1816, með föður sínum og stjúpu í Mið-Mörk u. Eyjafjöllum 1835.
Hún fluttist 26 ára frá Mið-Mörk að Dölum 1837 og var vinnukona hjá Guðríði systur sinni þar í lok ársins. Í Stakkagerði var þá Jón Jónsson 21 árs vinnumaður kominn undan Eyjafjöllum.
Guðbjörg eignaðist barnið Gísla með Jóni 1838.
Hún var í Dölum 1839.
Í lok árs 1840 var Guðbjörg komin á hitt býlið í Dölum, hafði eignast barn með mági sínum Einari Jónssyni í október.
Hún fór að Sólheimum í Mýrdal 1841 og þaðan síðar á Suðurnes. Þar var hún vinnukona á Hrauni í Grindavík 1845.
Hún giftist Þorsteini Jónssyni og þau bjuggu á hjáleigunni Einlandi þar 1850, - og 1855 með dæturnar tvær.
Þau voru í Garðhúsi í Útskálasókn 1860 með Rannveigu.

I. Barnsfaðir Guðbjargar var „Jón Jónsson ógiftur í Stakkagerði“, líklega sá, sem var þar 21 árs 1837.
Barnið var
1. Gísli Jónsson, f. 28. júlí 1838, d. 8. ágúst 1838 úr ginklofa.

II. Barnsfaðir Guðbjargar var Einar Jónsson bóndi í Dölum, systurmaður hennar.
Barnið var
2. Jón Einarsson, f. 19. október 1840, d. 28. október 1840 úr ginklofa.

III. Maður Guðbjargar var Þorsteinn Jónsson bóndi á Einlandi í Grindavík, f. 1817.
Börn þeirra hér
1. Guðríður Þorsteinsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 14. febrúar 1847, d. 23. ágúst 1907.
2. Rannveig Þorteinsdóttir húsfreyja í Garðhúsi á Reykjanesi, f. 18. ágúst 1849, d. 7. júlí 1926.


Heimildir