„Guðbjörg Gunnlaugsdóttir (Hólshúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðbjörg Gunnlaugsdóttir''' húsfreyja fæddist 27. júní 1882 í Hólshúsum í Höfnum, Gull. og lést 29. september 1940. <br> Faðir hennar var Gunnlaugur bóndi í Hólshús...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 17: Lína 17:
2. Gunnlaugur Einarsson, f. 22. apríl 1906 í Reykjavík, d. 6. ágúst 1964.<br>
2. Gunnlaugur Einarsson, f. 22. apríl 1906 í Reykjavík, d. 6. ágúst 1964.<br>
3. Óli Vestmann Einarsson prentari, f. 25. febrúar 1916, d. 19. júní 1994.<br>
3. Óli Vestmann Einarsson prentari, f. 25. febrúar 1916, d. 19. júní 1994.<br>
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
*Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
*Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
*Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.

Útgáfa síðunnar 11. mars 2013 kl. 20:46

Guðbjörg Gunnlaugsdóttir húsfreyja fæddist 27. júní 1882 í Hólshúsum í Höfnum, Gull. og lést 29. september 1940.
Faðir hennar var Gunnlaugur bóndi í Hólshúsum þar, f. 14. september 1844, d. 10. febrúar 1922, Gunnlaugsson bónda í Litlu-Hildisey í Landeyjum, f. 28. ágúst 1804 á Bryggjum í Landeyjum, d. 21. nóvember 1884, Einarssonar bónda í Litlu Hildisey, f. 1780, d. 25. september 1846 í Eystri-Hól, Árnasonar, og konu Einars Árnasonar, Oddnýjar húsfreyju, f. 1769, d. 27. febrúar 1850.
Móðir Gunnlaugs í Hólshúsum og kona Gunnlaugs Einarssonar var Guðríður húsfreyja, f. 11. nóvember 1807, d. 12. júní 1900, Magnúsdóttir bónda í Oddakoti í A-Landeyjum, f. 1759, d. 28. maí 1819 í Oddakoti, Jónssonar, og konu Magnúsar (11. nóvember 1793), Sigríðar húsfreyju, f. 1768 á Lágafelli í A-Landeyjum, d. 8. janúar 1847, Jónsdóttur.

Gunnlaugur í Hólshúsum var föðurbróðir Sigurbjargar Sigurðardóttur í Brekkuhúsi.

Móðir Guðbjargar og kona Gunnlaugs í Hólshúsum var Fríður húsfreyja, f. 16. apríl 1845, d. 11. mars 1938, Jónsdóttir bónda á Heylæk í Fljótshlíð 1850, f. 12. júní 1807, d. 9. janúar 1891, Tómassonar bónda og meðhjálpara á Teigi í Fljótshlíð 1816, f. 1769 á Heylæk, d. 15. júlí 1836, og konu Tómasar á Teigi, Guðbjargar húsfreyju, f. 1766 á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum, d. 12. apríl 1828, Nikulásdóttur.
Móðir Fríðar og síðari kona Jóns Tómassonar var Guðrún húsfreyja, f. 12. ágúst 1817, d. 12. júní 1885, Gísladóttir bónda í Bóluhjáleigu í Holtum, skírður 14. maí 1786, d. 2. maí 1858, Gíslasonar, og konu Gísla Gíslasonar, Gunnhildar húsfreyju, skírð 25. júlí 1792, d. 24. september 1848, Þorkelsdóttur.

Fríður í Hólshúsum var alsystir Guðjóns Jónssonar í Sjólyst, föður Tómasar í Höfn.

Maður Guðbjargar Gunnlaugsdóttur (1899) var Einar Ólafsson frá Litlakoti.
Þau bjuggu í Reykjavík, eru jarðsett þar.

Meðal barna þeirra voru:
1. Hólmfríður, f. 18. júlí 1899 í Hólshúsi í Höfnum, d. 1. ágúst 1963.
2. Gunnlaugur Einarsson, f. 22. apríl 1906 í Reykjavík, d. 6. ágúst 1964.
3. Óli Vestmann Einarsson prentari, f. 25. febrúar 1916, d. 19. júní 1994.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Rangvellingar. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Garður.is.