„Gróður“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
3.619 bætum bætt við ,  12. júní 2012
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(25 millibreytingar ekki sýndar frá 7 notendum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Menningarmyndir 034.jpg|thumb|400px|Sumstaðar eru grónir garðar, eins og hér við Hilmisgötu.]]
[[Mynd:Blom baldursbra.jpg|thumb|400px|Baldursbrá er á Heimaey og í flestum úteyjum.]]
 
* [[Grasnytjar]]
* [[Gróðurlendi]]
* [[Jarðvegur]]
* [[Jarðvegur]]
* [[Gróðurlendi]]
Eitt af sérkennum Vestmannaeyja er sígrænn litur gróðurs í flestum [[Landfræði eyjanna| eyjanna]]. U.þ.b. 120 plöntur eru í Eyjum og um 30 grastegundir.  Í snarbröttum úteyjunum er hvanstóð og [[baldursbrá]] eins og skógur innan um [[blöðrurót]] og [[skarfakál]].  [[lundi|Lundabyggðin]] er eins og ræktuð tún með sterkum köfnunarefnisáburði af driti fuglsins og er þar mest áberandi [[hásveifgras]] og [[vallarsveifgras]], [[hálíngresi]] og [[túnvingull]] ásamt [[vegarfi|vegarfa]] og [[haugarfi|haugarfa]].  Svolítið finnst af [[krækiber|krækiberjalyngi]]. 
 
Fjörugrös margskonar eru í og við strendurnar og má þar nefna [[söl]] og kjarna, sem nytjuð hafa verið til manneldis og handa skepnum.  Ræktun trjáa og skrautjurta hefur oft á tíðum átt erfitt uppdráttar  og er þar mestu kennt erfiðu [[veðurfar|veðurfari]], vindum og mikilli seltu.  Fyrsta tilraun til plöntunar trjáa í Vestmannaeyjum var gerð í [[Herjólfsdalur|Herjólfsdal]] 1855 með litlum árangri en í mörgum heimagörðum hefur vel tekist til.
 
Gróður fór illa í [[Heimaeyjargosið|gosinu]] árið 1973, en mörg tré í görðum  lifðu þó af og eru nú hæstu trén þar á níunda metra.
 
[[Skógræktarfélag Vestmannaeyja|Skógræktarfélag]] var stofnað árið 1931 en lognaðist út af á stríðsárunum, það var síðan endurreist árið 2000, og hafa félagsmenn meðal annars gróðursett í Hraunskógi.
Við flugstöðina er reitur frá árinu 1991 þar sem sitkagreni vex vel, en það er sú tegund sem dugar best af öllu sígrænu hér í Eyjum.
Tilraun hefur verið í gangi við Hraunhamar frá 1996 í samstarfi við Skógrækt ríkisins þar sem plantað hefur verið ýmsum tegundum og klónum af víði og ösp, þar sem verið er að athuga hvað dugar best hér í seltu og roki.
 
Trjárækt hófst í nýja hrauninu austan við bæinn árið 1999 og hafa nú með góðum árangri verið gróðursettar um þrjátíu þúsund plöntur í Hraunskógi.
Helstu tegundir eru jörfavíðir, alaskavíðir, hreggstaðavíðir, alaskaösp, sitkagreni, sitkaelri og álmur, einnig hafa verið gerðir skemmtilegir göngustígar um Hraunskóg.
 
== Plöntur ==
 
Fléttan [[bjargstrý]] (l. ''Ramalina siliquosa'') hefur fundist í Vestmannaeyjum. Í [[Herjólfsdalur|Herjólfsdal]] vaxa nokkrar sjaldgæfar plöntur, þ.á m. eru [[knjápuntur]] (l. ''Danthonia decumbens'') og [[giljaflækja]] (l. ''Vicia sepium''). [[Hnúfmosi]] (l. ''Molendoa warburgii'') hefur fundist í [[Há|Hánni]] á [[Heimaey]] og aðrir sjaldgæfir mosar eins og [[götusnúður]] (l. ''Tortula modica'') og [[garðasnúður]] (l. ''Tortula truncata''). Háin er eini fundarstaður þessa þriggja mosategunda.
 
Í bókinni ''[[Saga Vestmannaeyja|Sögu Vestmannaeyja]]'' lýsir [[Sigfús M. Johnsen]] plönturíki Eyjanna á þessa leið:
 
,,Í blómaríki eyjanna getur mest suðrænustu jurta landsins. Stúfan litar brekkurnar bláar, þegar komið er fram í ágúst, og fuglaertur lita móana á suðurhluta Heimaeyjar gula. Selgresið vex í brekkum mót suðri. Allt eru þetta sjaldgæfar jurtir hér á landi, en mjög algengar á Norðurlöndum. Þá má telja lungnajurt eða blásóley, sem ásamt strandbúa þekur fjörusandana. Blákolla, umfeðmingsgras, lifrarblóm, blágresi og mjaðarjurt á [[Dalfjall]]i, og margt fleira mætti telja. Ekki má þó gleyma hvönninni, sem fyllir allar hillur, gil og tær í fjöllunum, né burnirótinni, sem vex utan í standbjörgunum, né heldur baldursbránni, sem litar sumar úteyjarnar alhvítar á hásumri."


[[Flokkur:Stubbur]]
[[Flokkur:Gróður]]
11.675

breytingar

Leiðsagnarval