Gestur Guðmundsson (Þingholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. maí 2024 kl. 16:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. maí 2024 kl. 16:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Gestur Guðmundsson''' frá Berjadalsá á Snæfjallaströnd, N.-Ís., sjómaður, verkamaður fæddist 14. október 1885 og lést 19. febrúar 1938.<br> Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson, f. 1851, d. 17. júní 1899, og Petra Guðmundsdóttir, f. 27. apríl 1851, d. 17. júní 1888. Gestur flutti til Eyja 1911, var sjómaður, vélstjóri.<br> Þau Ástríður giftu sig 1917, eignuðust fimm börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í Þingholt|Þinghol...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gestur Guðmundsson frá Berjadalsá á Snæfjallaströnd, N.-Ís., sjómaður, verkamaður fæddist 14. október 1885 og lést 19. febrúar 1938.
Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson, f. 1851, d. 17. júní 1899, og Petra Guðmundsdóttir, f. 27. apríl 1851, d. 17. júní 1888.

Gestur flutti til Eyja 1911, var sjómaður, vélstjóri.
Þau Ástríður giftu sig 1917, eignuðust fimm börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í Þingholti við Heimagötu 2a, voru enn í Eyjum 1920, síðar í Rvk.
Gestur lést 1938 og Ástríður 1953.

I. Kona Gests, (8. apríl 1917), var Ástríður Gísladóttir, húsfreyja, f. 17. apríl 1891, d. 26. nóvember 1953.
Börn þeirra:
1. Rebekka Petrea Gestsdóttir, f. 13. júlí 1917 í Þingholti, d. 28. október 1986.
2. Andvana stúlka, f. 22. febrúar 1919.
3. Þórunn Gíslína María Gestsdóttir, f. 8. nóvember 1920 í Þingholti, d. 1. nóvember 1994.
4. Guðmundur Kristinn Gestsson, f. 14. mars 1926 í Rvk, d. 11. febrúar 1952.
5. Stefanía Björg Gestsdóttir Sommerville, f. 2. júní 1928 í Rvk, d. 11. september 2009.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.