Geirlaug Jónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. ágúst 2012 kl. 15:23 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. ágúst 2012 kl. 15:23 eftir Daniel (spjall | framlög) (Geirlaug jónsdóttir færð á Geirlaug Jónsdóttir)
Fara í flakk Fara í leit

Geirlaug Jónsdóttir var fædd í Vestmannaeyjum 20. júní 1923. Hún lést í Reykjavík 31. maí 1995.

Geirlaug Jónsdóttir

Geirlaug, sem var elst fjögurra barna þeirra hjóna Jóns Sigurðssonar og Karolínu Sigurðardóttur, giftist þann 26. desember 1945, Snorra Halldórssyni, járnsmið, f. 20. mars 1916 - d. 1. mars 1954. Geirlaug og Snorri eignuðust sex börn, Karolínu f. 12. nóvember 1944, Kristján Edwald f. 3. apríl 1946 - d. 4. janúar 1995, Jón f. 1. júní 1947, Júlíus f. 19. júní 1949, Snorra Óðinn f. 13. mars 1951 - d. 23. júlí 2008 og Berglindi f. 19. febrúar 1954.

Geirlaug var í sambúð með Jóni Ágústssyni, múrara og með honum eignaðist hún tvö börn, Elísabet Unu, f. 26. apríl 1960 og Lenu Maríu. Lena María var ættleidd af Gústaf Finnbogasyni, Njarðarstíg 5 í Vestmannaeyjum. (Hjarðarfellsætt bls. 93).

Geirlaug giftist, árið 1970, Pétri Haraldssyni vél- og rafsöðvarstjóra á Ísafirði, f. 26. júní 1933 - d. 27. janúar 2004.