Gísli Gíslason (Jónshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. júlí 2014 kl. 16:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. júlí 2014 kl. 16:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Gísli Gíslason''' vinnumaður í Jómsborg fæddist 1847 og lést 1. desember 1910.<br> Foreldrar hans voru Gísli Brynjólfsson bóndi, ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gísli Gíslason vinnumaður í Jómsborg fæddist 1847 og lést 1. desember 1910.
Foreldrar hans voru Gísli Brynjólfsson bóndi, síðar sjómaður í Móhúsum, f. 1804, drukknaði af Gauki 13. mars 1874, og Þorbjörg Bjarnadóttir húsfreyja, f. 1805.

Ættfólk Gísla í Eyjum og víðar, þ.e. afkomendur Gísla Brynjólfssona í Móhúsum voru m.a.:
1. Solveig Gísladóttir á Arnarhóli, f. 16. september 1838, d. 18. september 1923 í Eyjum.
Hún var móðir
a) Gísla Jónssonar á Arnarhóli.
2. Halldór Gíslason, f. um 1840.
3. Brynjólfur Gíslason bóndi á Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, f. 7. janúar 1844, d. 10. mars 1892.
Brynjólfur var faðir:
a) Steinunnar Brynjólfsdóttur húsfreyju í Breiðholti, f. 4. maí 1887, d. 22. júlí 1977, kona Jónatans Snorrasonar.
b) Guðlaugs Brynjólfssonar útgerðarmanns og skipstjóra, síðast í Kópavogi, f. 23. júlí 1890, d. 30. desember 1972.
c) Þorsteins Brynjólfssonar sjómanns í Þorlaugargerði 1920, síðan verkamanns, f. 7. nóvember 1883, d. 17. febrúar 1963.
d) Sighvats Brynjólfssonar tollvarðar á Hásteinsvegi 21, síðar í Reykjavík, f. 20. apríl 1880, d. 1. apríl 1953.
4. Bjarni Gíslason, f. um 1848.
5. Þorsteinn Gíslason í Móhúsum, f. 1851, d. um 1895. Hann var holdsveikur og var hjúkrað af Evlalíu Nikulásdóttur. (Sjá Blik 1969: Konan, sem vann kærleiksverkið mikla).

Gísli fluttist til Eyja 1870. Hann var vinnumaður á Gjábakka 1870, en í Jómsborg 1880.
Hann fluttist frá Jónshúsi til Utah ásamt Sigmundi syni sínum 1885.

I. Barnsmóðir Gísla var Steinunn Þorsteinsdóttir, f. 22. september 1862, vinnukona í Jónshúsi, fluttist til Vesturheims, d. 1927.
Barn þeirra var
1. Sigmundur Gíslason, f. 29. október 1883. Hann fór til Vesturheims með föður sínum 1885, d. 31. mars 1965.


Heimildir