„Fyrsti áratugurinn“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 13: Lína 13:
Matthías reisti svo viðgerðarverkstæðið Jaðar og notaði það í allt sem varðaði viðgerðir og til að auka þekkingu vélstjóra .
Matthías reisti svo viðgerðarverkstæðið Jaðar og notaði það í allt sem varðaði viðgerðir og til að auka þekkingu vélstjóra .
Verður að telja þetta framtak Matthíasar merkilegan þátt í sögu útgerðar í Vestmannaeyjum, og hefur það án efa dregið verulega úr sjóslysum við Eyjar sem því miður voru allt of mörg gegnum árin sem fyrst og fremst stafaði af hinni geysilega hörðu sjósókn á litlum bátum fyrstu áratugi vélbátanna.
Verður að telja þetta framtak Matthíasar merkilegan þátt í sögu útgerðar í Vestmannaeyjum, og hefur það án efa dregið verulega úr sjóslysum við Eyjar sem því miður voru allt of mörg gegnum árin sem fyrst og fremst stafaði af hinni geysilega hörðu sjósókn á litlum bátum fyrstu áratugi vélbátanna.
== Tilraunir til netaveiða á Unni I. ==
Árið 1908 og aftur 1910 var fyrst reynt með veiðar í þorskanet í Vestmannaeyjum og kemur hér smá frásögn frá Þorsteini í Laufási úr þeirri ferð:
<div style="background:#e0e0e0;">
:,,Þá má það einnig til tíðinda teljast árið 1908, að 11. Apríl voru steinuð niður með blámöl og lögð á "Unni I " 10 þorskanet á 20 faðma dýpi hér á "Stakkabótina". Ég þorði ekki að fara dýpra vegna vandkvæða á því að ná þeim aftur upp. Þar sem engin áhöld voru til netdráttar, ekki einu sinni netarúlla. Þar í stað var bundinn áraleggur á handrið bátsins. Það var aðeins 1 þorskur í netunum enda lítil aflavon svona grunnt um þetta leyti árs. Þá kom í ljós að netin væru alveg ónýt vegna þess að enginn snúður hafði verið tekinn af teinunum áður en þau höfðu verið feld.
:Ég hafði fengið 20 þorskanet til þessara tilrauna, og með 10 auka, þessi net voru öll svo hroðviknislega úr garði gerð að aðeins 16 möskva djúp eins og þá var notað við Faxaflóa. Svo var það í mars 1910 að ég gerði aðra tilraun og lagði þau 10 þorkanet sem ég átti og í þetta skipti fengum við 240 fiska, þorsk og ufsa, sem mátti teljast sem góð veiði fyrir utan þess hve léleg netin voru því að þau urðu alveg ónýt." (Þorsteinn:1958:156-157).</div>
Þessar fyrstu tilraunir með netaveiðar í Vestmannaeyjum misheppnuðust því alveg, enda liðu nokkur ár þar til slíkar veiðar voru notaðar aftur, eða um 1912 og 1913 þá fóru þær að bera góðan árangur.
108

breytingar

Leiðsagnarval