Forsíða

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. mars 2011 kl. 14:24 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. mars 2011 kl. 14:24 eftir Frosti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Mynd vikunnar
Grein vikunnar

Er þetta ekki í Bliki?

Málþing til heiðurs Þorsteini Þ. Víglundssyni laugardaginn 26. mars 2011.

Í mars 2011 eru 75 ár liðin frá því Þorsteinn Þórður Víglundsson hóf göngu Bliks,merkasta menningarrits úr Vestmannaeyjum. Af því tilefni mun Sögusetur 1627 og Bókasafn Vestmannaeyja standa fyrir málþingi til heiðurs Þorsteini.

Dagskráin verður í Einarsstofu, anddyri Safnahúss og hefst kl. 14 laugardaginn 26. mars og áætlað að henni ljúki um kl. 16:30.

Dagskráin verður auglýst síðar, en meðal efnis má nefna að vinir og samstarfsmenn minnast Þorsteins, kynning verður á Bliki á heimaslóð, myndasýning úr Bliki, fjallað um fyrirhugaðar breytingar á Byggðasafninu, upplestur o.fl.

Allir hjartanlega velkomnir.

Undirbúningsnefndin

Endilega skoðið Blik á Heimaslóð

Þuríður Hannesdóttir húsfreyja á Oddsstöðum, í Breiðholti og að síðustu í Reykjavík, fæddist 10. júní 1867 í Efri-Ey í Meðallandi og lést 4. apríl 1953 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Hannes Hannesson bóndi, f. 12. júlí 1834, d. 1898, og kona hans, (skildu), Þuríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. febrúar 1840, d. 2. mars 1916 í Eyjum.

Þuríður var systir Dagbjartar Hannesdóttur í Holti, f. 25. september 1880, d. 2. febrúar 1960. Lesa meira

Heimaslóð hefur nú 39.766 myndir og 15.539 greinar.