Forsíða

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. mars 2011 kl. 12:44 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. mars 2011 kl. 12:44 eftir Frosti (spjall | framlög) (Málþing um Blik)
Fara í flakk Fara í leit
Viðburður vikunnar

Blik. Fjársjóður á heimaslóð

Málþing til heiðurs Þorsteini Þ. Víglundssyni laugardaginn 26. mars 2011.

Málþing í Einarsstofu í Safnahúsinu laugardaginn 26. mars, kl. 14-16. Haldið í tilefni af því að í mars 2011 eru liðin 75 ár frá því Blik kom fyrst út.

14:00-15:00

  • Hjónanna Ingigerðar Jóhannsdóttur og Þorsteins Víglundssonar minnst í samantekt Víglundar Þorsteinssonar. Lesari Kári Bjarnason.
  • Hugleiðingar Guðmundar G. Hagalíns um Blik. Lesari Helga Hallbergsdóttir.
  • Þorsteinn I. Sigfússon prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands rabbar um afa sinn og ömmu.
  • Frosti Gíslason verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fjallar um Blik á Heimaslóð.
  • Jóhanna Ýr Jónsdóttir safnstjóri Byggðasafns Vestmannaaeyja ræðir um endurbætur á safninu.

15:00-15:20

Kaffi

15:20-16:00

Pallborð. Þorsteinn og Blik.

  • Þátttakendur í pallborði: Ragnar Óskarsson, Arnar Sigurmundsson, Trausti Eyjólfsson, Víglundur Þorsteinsson og Þorsteinn I. Sigfússon. Enda þótt ofangreindir mæti sérstaklega er allir þeir sem vilja deila sögum sínum á staðnum hvattir til þess.
  • Valin ljóð eftir Þorstein.

Að lokinni hefðbundinni dagskrá gefst þátttakendum færi á að ganga að Goðasteini sem og að sitja áfram í Safnahúsi og horfa á valdar myndir úr Bliki í 75 ár rúlla á sjónvarpsskjá (ca. 25 mín.).

  • Kynnir: Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja

Dagskráin er liður í röð menningarviðburða Söguseturs 1627 og Bókasafns Vestmannaeyja sem kostuð er af Menningarráði Suðurlands.

Allir hjartanlega velkomnir.

Endilega skoðið Blik á Heimaslóð


Grein vikunnar

Úr Blik:Sigfús Jörundur Johnsen greinarhöfundur.

Fyrsti gúmmíbjörgunarbáturinn

Áhrifamikið brautryðjandastarf

Það fer varla fram hjá nokkrum, sem les Blik að staðaldri, hve mikill fróðleikur hefur náð að varðveitast frá gleymsku á síðum ritsins um áraskeið. Þar hefur sjávarútvegur Eyjamanna ekki farið varhluta. Ég afréð þess vegna, þegar ég rakst á gamalt viðtal, er ég hafði átt árið 1954, að birta það í Bliki. Það viðtal varðar merkan þátt úr björgunarsögu byggðarlagsins okkar og svo landsins í heild.
Viðtal þetta átti ég við hinn trausta útgerðarmann, Kjartan Ólafsson frá Hrauni í Vestmannaeyjakaupstað. Lesa meira

Heimaslóð hefur nú 39.790 myndir og 15.663 greinar.