Fanný Guðjónsdóttir (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. nóvember 2016 kl. 14:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. nóvember 2016 kl. 14:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Fanný Guðjónsdóttir''' frá Oddsstöðum, húsfreyja fæddist 4. mars 1906 og lést 26. nóvember 1994.<br> Foreldrar hennar voru [[Guðjón Jónsson (Oddsstö...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Fanný Guðjónsdóttir frá Oddsstöðum, húsfreyja fæddist 4. mars 1906 og lést 26. nóvember 1994.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson bóndi og líkkistusmiður, f. 27. desember 1874, d. 25. október 1959, og fyrri kona hans Martea Guðlaug Pétursdóttir frá Þorlaugargerði, f. 1. mars 1876, d. 24. júní 1921.

Börn Guðjóns á Oddsstöðum og fyrri konu hans Marteu Guðlaugar Pétursdóttur voru
1. Kristófer, f. 27. maí 1900, d. 11. apríl 1981.
2. Pétur, f. 12. júlí 1902, d. 21. ágúst 1982.
3. Jón, f. 2. ágúst 1903, d. 12 febrúar 1967.
4. Herjólfur, f. 25. desember 1904, d. 31. janúar 1951.
5. Fanný, f. 4. mars 1906, d. 26. nóvember 1994.
6. Njáll Guðjónsson, f. 31. mars 1907, d. 16. janúar 1909 samkv. dánarskrá, en skráður tveggja mánaða gamall þar.
7. Njála, f. 22. desember 1909, d. 16. apríl 1997.
8. Guðmundur, f. 28. janúar 1911, d. 18. desember 1969.
9. Árni Guðjónsson, f. 21. júní 1912, d. 2. júní 1923.
10. Ósk, f. 15. júlí 1914, d. 1. febrúar 2006.
11. Guðrún Guðjónsdóttir, f. 12. september 1915, d. 22. nóvember 1918.

Börn Guðjóns og síðari konu hans Guðrúnar Grímsdóttur húsfreyja, f. 10. júní 1888, d. 4. maí 1981.
12. Ingólfur, f. 7. febrúar 1917, d. 16. nóvember 1998.
13. Guðlaugur, f. 2. júní 1919, d. 2. júní 2008.
14. Árni, f. 12. mars 1923, d. 16. nóvember 2002.
15. Vilborg, f. 22. ágúst 1924, d. 8. maí 2015.
Fósturbörn Guðrúnar og Guðjóns voru:
16. Hjörleifur Guðnason, f. 5. júní 1925, d. 13. júní 2007, systursonur Guðrúnar.
17. Jóna Halldóra Pétursdóttir sonardóttir Guðjóns, f. 18. ágúst 1933.

Fanný var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hennar lést, er Fanný var tæpra 15 ára. Hún var síðan með föður sínum og Guðrúnu stjúpmóður sinni.
Hún giftist Páli 1929 og bjó með honum í Háagarði við fæðingu Guðjóns á því ári og til 1934, en fluttust að Helgafellsbraut 19 og þar fæddist Jón og Guðlaug og Ásta.
Á Heiðarvegi 28 bjuggu þau frá 1942.
Fanný var umboðsmaður happdrættis SÍBS um 25 ára skeið.
Hjónin fluttust til Reykjavíkur í Gosinu 1973 og bjuggu þar í tvö ár, en fluttu þá til Eyja og bjuggu þar síðan.
Páll lést 1986. Fanný dvaldi að síðustu í Hraunbúðum og lést 1994.

Maður Fannýjar, (6. júlí 1929), var Páll Eyjólfsson verkamaður, síðar forstjóri, f. 22. september 1901, d. 4. apríl 1986.
Börn þeirra:
1. Guðjón Pálsson tónlistarmaður, f. 23. ágúst 1929 í Háagarði, d. 12. apríl 2014.
2. Helga Pálsdóttir, f. 30. mars 1931 í Háagarði, d. 6. janúar 1932 í Háagarði.
3. Eyjólfur Helgi Pálsson skólastjóri, framkvæmdastjóri, f. 20. maí 1932 í Háagarði, d. 29. október 1998.
4. Jón Pálsson sjómaður, skipstjóri, f. 18. júní 1934 að Helgafellsbraut 19, d. 22. júní 2015.
5. Guðlaug Pálsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 14. apríl 1939 á Helgafellsbraut 19.
6. Guðrún ''Ásta'' Pálsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 20. apríl 1940 á Helgafellsbraut 19.
7. Erla Pálsdóttir húsfreyja, starfsstúlka, f. 8. maí 1944 á Heiðarvegi 28.
8. Tómas Njáll Pálsson bankastarfsmaður, f. 4. september 1950 á Heiðarvegi 28.


Heimildir

Morgunblaðið 10. desember 1994. Minning.

  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.