Eyjólfur Þór Busk

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Eyjólfur Þór Busk tannlæknir fæddist 5. ágúst 1937 í Vöruhúsinu við Skólaveg 1 og lést 26. desember 2011.
Foreldrar hans voru Henning Busk mjólkurfræðingur, verkstjóri frá Jótlandi, f. 1. maí 1908, d. 28. mars 1985, og kona hans Anna Eyjólfsdóttir Busk húsfreyja, verslunarmaður, f. 20. apríl 1905 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 5. mars 1994.

Eyjólfur var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 1941 og síðan á Seltjarnarnes.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1958, lauk tannlæknaprófi (varð cand. odont.) í Rheinische Friedrich-Whilhelms-Universitet í Bonn í Þýskalandi 1964, dr. med. dent. (lauk doktorsprófi) í sama skóla 21. janúar 1977. Hann fékk tannlækningaleyfi á Íslandi 1964 og í Þýskalandi 1975.
Eyjólfur var aðstoðartannlæknir hjá Gunnari Skaptasyni og Birgi Jóh. Jóhannssyni í Rvk frá júní 1964 til janúar 1965, rak eigin tannlæknastofu í Rvk febrúar 1965 til september 1975, var aðstoðartannlæknir hjá dr. Wilde í Emden í Þýskalandi frá október 1975 til ágúst 1976, rak eigin stofu í Rvk frá október 1976 til ágúst 1977, var tannlæknir í Twisttingen í Þýskalandi frá september 1977 til september 2005.
Hann var gjaldkeri Lionsklúbbsins Fjölnis 1969-1970, formaður 1970-1971, svæðisstjóri Lions í Rvk 1971-1972 og 1972-1973. Hann var fjölumdæmisgjaldkeri og Public Relations Director Lionshreyfingarinnar á Íslandi 1973-1974, var í jólatrésskemmtinefnd TFÍ 1973-1975, formaður Lionsklúbbsins Syke í Þýskalandi 1994-1995.
Þau Ursula giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn. Ursula lést 1997.
Þau Gisela hófu sambúð 1998.
Eyjólfur lést 2011.

I. Kona Eyjólfs, (2. ágúst 1961, skildu), var Ursula Maria Busk bankastarfsmaður, síðar tannlæknir, f. 1. ágúst 1940, d. 8.mars 1997.
Börn þeirra:
1. Henning Thorsten Busk læknir, með doktorspróf, f. 4. júní 1962. Fyrrum kona hans Sandra Edda Steingrímsdóttir Busk. Sambúðarkona hans Sybille Händler.
2. Jens Ernst Busk tannlæknir, f. 24. nóvember 1965. Kona hans Jutta Scheidl.
3. Alexander Busk bankafræðingur, deildarstjóri, dósent, f. 15. maí 1971. Sambúðarkona hans Sandra Hartke.

II. Sambúðarkona Eyjólfs er Gisela Voss ritari, f. 4. október 1955.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.