Elínborg Sigbjörnsdóttir (Fagurlyst)

From Heimaslóð
Revision as of 20:09, 29 November 2018 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search
Haraldur og Elínborg Guðríður.

Elínborg Guðríður Sigbjörnsdóttir frá Ekru, húsfreyja í Fagurlyst fæddist 3. september 1911 á Ekru og lést 11. ágúst 1995 á Borgarspítalanum.
Foreldrar hennar voru Sigbjörn Björnsson sjómaður, múrari, f. 8. september 1876 að Loftssölum í Mýrdal, d. 21. maí 1962, og kona hans Þóranna Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 28. maí 1887, d. 9. júní 1920.

Börn Þórönnu og Sigbjörns:
1. Guðbjörn Jón Sigbjörnsson skipstjóri, f. 28. mars 1907, fórst 1. mars 1942. Hann var kvæntur Maríu Kristjánsdóttur húsfreyju, f. 8. september 1909, d. 23. desember 2013.
2. Elínborg Guðríður Sigbjörnsdóttir húsfreyja í Fagurlyst, f. 3. september 1911, d. 11. ágúst 1995, gift Haraldi Hannessyni útgerðarmanni og skipstjóra, f. 24. júní 1911, d. 11. maí 2000.
3. Þórarinn Ársæll Sigbjörnsson bóndi á Borgareyri í Mjóafirði eystra, f. 18. janúar 1914, d. 7. desember 1992. Kona hans var Margrét Sigríður Svava Sveinsdóttir húsfreyja frá Borgareyri í Mjóafirði, f. 27. apríl 1914, d. 18. september 2011.
Barn Sigbjörns með Kristínu Magnúsínu Pétursdóttur frá Þorlaugargerði, síðar húsfreyja á Brekku, f. 6. ágúst 1879, d. 10. október 1924:
4. Guðfinna Sigbjörnsdóttir f. 15. nóvember 1903, d. 1. maí 1967.

Elínborg var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en hún missti móður sína er hún var á níunda árinu. Hún var með föður sínum á Ekru 1920, vann um skeið á Sjúkrahúsinu, var hjálparstúlka í Fagurlyst hjá Magneu Þórðardóttur og Jóhanni Þ. Jósefssyni 1930.
Þau Haraldur giftu sig 1933, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra á þriðja ári.
Þau bjuggu á Hvoli við giftingu 1933, í Garðinum 1934 og enn 1940, voru komin í Fagurlyst 1945 og bjuggu þar til Goss. Þau bjuggu síðar á Heiðarvegi og að lokum í Birkihlíð 5.
Elínborg Guðríður lést 1995 og Haraldur árið 2000.

I. Maður Elínborgar Guðríðar, (24. október 1933), var Haraldur Hannesson útgerðarmaður og skipstjóri, f. 24. júní 1911, d. 11. maí 2000.
Börn Elínborgar og Haraldar:
1. Unnur Haraldsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1933 á Ekru, d. 23. júlí 2018.
2. Ásta Haraldsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1934 í Garðinum.
3. Hannes Haraldsson skipstjóri, f. 4. október 1938 í Garðinum.
4. Sigurbjörg Haraldsdóttir, f. 2. október 1939 í Garðinum, d. 11. júlí 1942.
5. Sigurbjörg Haraldsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1945 í Fagurlyst.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.