Einar Jónsson (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. júní 2015 kl. 21:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. júní 2015 kl. 21:40 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Einar Jónsson bóndi frá Oddsstöðum fæddist 31. október 1860 og lést 15. febrúar 1950.
Foreldrar hans voru Jón Bjarnason bóndi á Oddsstöðum, f. 20. október 1817, látinn að líkindum í Utah, og síðari kona hans Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1825, d. 23. maí 1867.

Systkini Einars í Eyjum voru:
1. Guðbjörg Bóel Jónsdóttir húsfreyja á Seyðisfirði, f. 14. mars 1853. Hún var vinnukona í Juliushaab 1876.
2. Jón Jónsson húsmaður á Kirkjubæ, síðar í Utah, f. 22. janúar 1857.

Einar var með foreldrum sínum til ársins 1867 og síðan föður sínum og systkinum til 1870.
Hann var léttadrengur á Kirkjubæ 1871 og 1872, vinnumaður þar 1873 og enn 1876, á Vesturhúsum 1877. Hans er ekki getið við húsvitjun í Eyjum næstu árin, finnst ekki brottfluttur né finnst hann á manntali.
Einar var bóndi í Halakoti í Biskupstungum 1901, í Prestshúsum á Eyrarbakka 1910, síðar verkamaður í Reykjavík.

I. Kona Einars, (1900), var Guðrún Einarsdóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1861 í Gamlabæ (Syðri-Steinsmýri) í Meðallandi, d. 17. júlí 1845.
Uppeldissonur þeirra var
1. Jóhann Axel Jóhannsson, f. 11. júlí 1900 á Nethömrum í Ölfusi, d. 14. janúar 1951.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.