Dýrfinna Gunnarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Dýrfinna Gunnarsdóttir.
Skólastjórahjónin Dýrfinna og Páll.

Dýrfinna Gunnarsdóttir húsfreyja, kennari fæddist 3. júlí 1889 á Kúfhól í A-Landeyjum og lést 29. maí 1979.
Foreldrar hennar voru Gunnar Andrésson bóndi og hreppstjóri, síðar á Hólmum, f. 31. desember 1853 á Hemlu í V-Landeyjum, d. 31. júlí 1921 á Hólmum, og kona hans Katrín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. mars 1857 á Borgareyrum u. V-Eyjafjöllum, d. 24. desember 1951.

Börn Gunnars og Katrínar í Eyjum:
1. Sigurður Gunnarsson útgerðarmaður á Hólmi, f. 18. september 1883, d. 16. janúar 1917.
2. Dýrfinna Gunnarsdóttir kennari, húsfreyja, f. 3. júlí 1889, d. 29. maí 1979.
3. Magnús Gunnarsson bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, f. 13. júlí 1896, d. 30. apríl 1973.
4. Katrín Gunnarsdóttir kennari, húsfreyja, f. 15. desember 1901, d. 13. febrúar 1996.

Dýrfinna var með foreldrum sínum á Kúfhól 1890, Hólmum 1901 og 1910.
Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1913, tók kennaranámskeið 1914. Nam við Frederiksborg Folkehöjskole í Danmörku sumarið 1920.
Dýrfinna var heimiliskennari á Þingeyri í Hún. 1913-1914, var kennari í Austur-Landeyjum 1915-1918.
Hún kenndi við Barnaskóla Vestmannaeyja 1918-1922.
Dýrfinna var ásamt Páli Bjarnasyni hvatamaður að stofnun Slysavarnardeildarinnar Eykyndils og sat í stjórn hennar.
Þau Páll fluttu til Reykjavíkur 1939. Þar rak hún smábarnakennslu í Skerjafirði 1940-1942, stundaði heimakennslu af og til. Hún kenndi stúlkum í Ungmennaf. Dagsbrún í A.-Landeyjum handavinnu einn vetur, sat í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um skeið, safnaði heimildum 1962-1969 varðandi íslenska þjóðhætti og þjóðtrú frá fyrri hluta aldarinnar fyrir Þjóðminjasafn Íslands.
Hún var heiðursfélagi Eykindils í Eyjum.

Þau Páll giftust 1921, bjuggu í skólanum 1930, en á Flötum 16, Goðalandi 1934. Þau eignuðust ekki börn, en ólu upp Hrefnu Sigmundsdóttur.
Páll lést 1938 og Dýrfinna 1979.

Maður Dýrfinnu, (14. maí 1921), var Páll Bjarnason frá Götu á Stokkseyri, skólastjóri Barnaskólans, f. 26. júní 1884 að Götu, d. 5. desember 1938.
Fósturdóttir þeirra var
1. Hrefna Sigmundsdóttir, f. 21. febrúar 1922 í Vinaminni, d. 16. apríl 2013. Foreldrar hennar voru Sigmundur Jónsson vélstjóri, smiður og Sólbjörg Jónsdóttir húsfreyja.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.