„Blik 1980/Ágrip af sögu landbúnaðar í Vestmannaeyjum, VII. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 150: Lína 150:
veður hamlaði.
veður hamlaði.


Fyrsta útsala Mjólkursamsölunnar var síðan innréttuð í skyndi í bráðabirgðahúsnæði og opnuð 15.júlí 1954. Áður um skeið höfðu verzlanir í Eyjum keypt mjólk í Reykjavík og flutt einu sinni til tvisvar í viku til Eyja ýmist í ókældri bátslest eða á þilfari. Mjólkin var því einatt léleg,
Fyrsta útsala Mjólkursamsölunnar var síðan innréttuð í skyndi í bráðabirgðahúsnæði og opnuð 15.júlí 1954. Áður um skeið höfðu verzlanir í Eyjum keypt mjólk í Reykjavík og flutt einu sinni til tvisvar í viku til Eyja ýmist í ókældri bátslest eða á þilfari. Mjólkin var því einatt léleg, þegar hún kom til Eyja, og oft hafði jafnvel sjór komizt í hana. - Mjólkurskortur var því mikill, því að heimaframleiðslan nægði aldrei og vantaði oft mikið á.
 
Meðan þessi háttur var á, var flutningsgjaldi bætt við mjólkurverðið, og mun það hafa verið 25 - 30 aurar á lítra......Mjólkursamsalan bar kostnað af flutningi
mjólkurinnar frá Selfossi til Þorlákshafnar.
 
Á árinu 1955 féllst Samsalan á að selja mjólk sama verði í Vestmannaeyjum og í Reykjavík. Var það gert fyrir tilmæli ríkisstjórnarinnar til lausnar vinnudeilu, sem þá var í Eyjum. Til skýringar má geta þess, að Vestmannaeyjar voru ekki á sölusvæði Mjólkursamsölunnar samkvæmt lögum.
 
Á árinu 1954 var keyptur húsgrunnur að Vestmannabraut 38 og byggt þar tveggja hæða hús. Var íbúð verzlunarstjóra á efri hæð, en mjólkurbúð niðri og nokkurt rými leigt Sparisjóði Vestmannaeyja til ársins 1963. Var mjólkurbúðin að Vestmannabraut opnuð fyrri hluta árs 1955...
 
Önnur útsala Mjólkursamsölunnar var byggð að Hólagötu 28 og opnuð 1958. Þriðja útsalan er nú í byggingu við Austurveg (Hér er víst átt við verzlunarhúsið, sem
Mjólkursamsalan var hluthafi í við Heimagötu, nr. 35 - 37. Þ.Þ.V.)
 
Á fyrstu árunum, sem Mjólkursamsalan rak útsðlu sína í Eyjum, gekk oft erfiðlega að halda bát í  förum milli Þorlákshafnar og kaupstaðarins allt árið. En eftir að Herjólfur hóf fastar ferðir milli staðanna í ársbyrjun 1960 og svo til Hornafjarðar aðra hvora viku, þá gengu þessir mjólkurflutningar snuðrulaust.....
 
Þetta voru nokkur söguleg atriði úr bók Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, sem varða mjólkursölu hennar í Vestmannaeyjum.
 
Árið 1953 eða árið áður en Mjólkursamsalan í Reykjavík hóf mjólkursölu í Eyjum í eigin búðum, seldi hún til Eyja 317.084 lítra af nýmjólk, 5.605 lítra af rjóma og 13.005 kg. af skyri. Síðan var þróunin þessi næstu árin:
 
tafla
 
==Heildarsala Mjólkursamsölunnar Vestmannaeyjum fyrstu 16 árin sem starfrækt þar.==
 
tafla
 
Árið 1954, fyrsta ár Samsölunnar Eyjum, var verzlun þessi rekin frá júlí til 31. desember.
 
==Bygging Mjólkursamsölunnar að Vestmannabraut 38.==
 
Ég skírskota til 30 ára sögu Sparisjóðs Vestmannaeyja, sem birt er í 30. árg. Bliks 1973. - Árið 1953 var Sparisjóðurinn 10 ára og hafði þá flækzt úr einum stað í annan í bænum á undanförnum árum. Peningastofnun þrífst ekki meó eymdarblæ yfir sér. - Ég afréð að beita mér fyrir því, að Sparisjóðurinn eignaðist eigið hús á góðum viðskiptastað í bænum.
 
Veturinn 1953 festi ég kaup á húslóðinni nr. 38 við Vestmannabraut fyrir eigið fé og hóf þar húsbyggingu vorið 1953. Þegar ég hafði lokið við að byggja grunninn um haustið, bauð ég stjórn Sparisjóðsins að kaupa af mér grunninn á kostnaðarverði, sem mig minnir að væri um kr. 41.000,oo. Því boði hafnaði sparisjóðsstjórnin. Þessi neitun hennar leiddi til bess, að Mjólkursamsalan í Reykjavík fékk keyptan húsgrunninn á kostnaðarverði með því skilyrði þó, að Sparisjóðurinn fengi þar leigt viðunandi húsnæði næstu 5 - 6 árin. - Allt féll þetta í ljúfa löð. - Kaupsamningur þessi var undirritaður 5. júlí 1954. Hófust þá þegar byggingarframkvæmdir að nýju. - Byggingarmeistari var Einar húsasmíðameistari Sæmundsson að Staðarfelli við Kirkjuveg. Í október um haustið lukum við þeim áfanga að steypa upp allt húsið. Fyrri hluta ársins 1955 hóf síðan Mjólkursamsalan síðan Mjólkursamsalan íReykjavík að selja Eyjafólki mjólk í þessu nýja húsi sínu.
 
Allt tókst þetta giftusamlega, enda við heiðarlega menn að skipta í forustuliði fyrirtækisins í Reykjavík.
 
( Í sögu Vestmannaeyja eftir Sigfús M. Johnsen, fyrrv. bæjarfógeta, er kafli um landbúnað í Vestmannaeyjum, 2. bindi, bls. 25 - 43. Af gildum ástæðum er fátt hér endursagt af því, sem þar er skráð um jarðanot og landbúnað í Vestmannaeyjum, en vísað til þess fróðleiks. Þ.Þ.V.)
 
{{Blik}}
{{Blik}}