„Blik 1980/Ágrip af sögu landbúnaðar í Vestmannaeyjum, IV. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 145: Lína 145:


En nú voru: tímar mikilla breytinga og jafnvel byltinga á næstu grösum. Seinni heimsstyrjöldin hófst haustið 1939. Meðal annars hófust þá tímar þrenginga og víðsjálni í allri verzlun og viðskiptum. Brátt þrengdi að um allan innflutning til landsins. Einnig urðu þá öll gjaldeyrisviðskipti erfiðari.
En nú voru: tímar mikilla breytinga og jafnvel byltinga á næstu grösum. Seinni heimsstyrjöldin hófst haustið 1939. Meðal annars hófust þá tímar þrenginga og víðsjálni í allri verzlun og viðskiptum. Brátt þrengdi að um allan innflutning til landsins. Einnig urðu þá öll gjaldeyrisviðskipti erfiðari.
Búnaðarfélag Vestmannaeyja átti nú orðið undir högg að sækja um gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir fóðurvðrum, áburði og grasfræi, svo að það helzta sé nefnt. Til allrar hamingju hafði félgið þá fest kaup á hinum mikilvægu og fullkomnu jarðyrkjutækjum eða stuðlað að kaupum þeirra til bæjarins.
Allt verðlag fór ört vaxandi. En söluverð framleiðendanna var fært í fjötra. Mjólkurverðið mátti ekki hækka nema með leyfi vissra stjórnvalda. Og það leyfi fékkst ekki fyrst um sinn a.m.k. - Menn missa smámsaman áhuga á rekstri þeim, sem skilar engu öðru en tapi, en kostar þó mikið strit og margskyns fyrirhðfn.
Og nú tók líka sundurþykkja að kræla á sér innan Búnaðarfélagsstjórnarinnar. Meiri hluti hennar vildi ekki láta Búnaðarfélagið reka verzlun sína lengur. Hann fékk því framgengt, að öll innflutnings- og gjaldeyrisleyfi félagsins voru afhent kaupmðnnum og kaupfélaginu í bænum til nota. Þá tóku félagsmenn í taumana og deildu hart á stjórnina. Flokkadrættir og pólitík létu á sér kræla í ríkum mæli hjá almenningi í bænum gagnvart meirihlutamönnum í búnaðarfélagsstjórninni. Klögumálin gengu á víxl og hart var deild með brigzlyrðum og buslugangi.
Þetta, mun hafa gerzt árið 1940. Næsta ár var þessu kippt í lag almenningi í bænum „til yndisauka“, með því að Búnaðarfélagið hóf verzlun sína á ný með Hannes bónda í fararbroddi. Hann þótti jafnan standa sig með afbrigðum vel í því þjónustustarfi. Og alltaf skilaði verzlun Búnaðarfélagsins arði, þó að það seldi vörur sínar undir gangverði í kaupstaðnum.
Til dæmis um vörukaup Búnaðarfélagsins árið 1944 óska ég að nefna, að þá keypti það 400 poka af útsæðiskartöflum handa félags mönnum eða 20 smálestir, 1000 kg.
af grasfræi og 2000 kg. af sáðhöfrum. Kjarnfóðurkaup þessarar verzlunar á ári hverju nam tugum tonna.
Í árslok 1946 nam skuldlaus eign Búnaðarfélags Vestmannaeyja kr. 42.197,oo. Petta þótti töluvert fé þá. Þá ber að hafa í huga, að allar eignir félagsins höfðu verið afskrifaðar.
Í árslok 1947 voru skuldlausar eignir Búnaðarfélagins metnar á kr.
53.816,68 og við árslok 1948 kr. 68.265,oo.
Og eignir Búnaðarfélags Vestmannaeyja áttu þá eftir að fara drjúgum vaxandi að verðgildi ár frá ári.
Ég greini hér þessi dæmi um hinn trausta fjárhag Búnaðarfélagsins undir stjórn þessara fulltrúa fólksins, sem áttu það að hugsjón að efla með Eyjamönnum aukinn landbúnað, ekki minnst til þess að tryggja almenningi í bænum betra heilsufar
og batnandi efnahag.
Þessara talna get ég hér til þess að sýna og sanna, hversu mikinn og heilladrjúgan ávðxt félagsstörf búnaðarfélagsstjórnarinnar báru til hagsbóta öllum almenningi í Eyjum, því að hagur Búnaðarfélags Vestmannaeyja á þessum fyrstu 30 aldursárum sínum var öllu byggðarlaginu til mikillar blessunar og
hags- og heilsubóta. Og hefi ég þá í huga hina miklu mjólkurneyzlu ungra og aldna í Eyjum á þessum árum. Blær mjólkurskortsins var fyrir löngu horfinn af barnsandlitunum. - En sagan endurtekur sig, segir máltækið. Og það gerist einmitt í Vestmannaeyjum á síðari árum þessa tímabils, sem ég fjalla
um hér í grein minni. Ég kem að því síðar, þegar ég hefi sýnt lesanda mínum og sannað honum hið mikla jarðabótaverk, sem Eyjamenn komu í framkvæmd á árunum 1924-1954 og síðar, þó að allt færi það rýrnandi ár frá ári eftir heimsstyrjöldina, þar til yfir lauk með eldsumbrotunum 1973.
==Bygging safngryfja.==
Mikilvægt verkefni búnaðarfélagsstjórnarinnar var það að stuðla að því í ríkum
mæli, að jarðyrkjumenn Eyjanna byggðu sér safngryfjur við tún sín til þess að safna í slógi og salernisáburði m.m. að vetrinum til áburðar á tún sín og í garðlönd að vorinu. Til þess að fá þessum mikilvægu þðrfum fullnægt sem mest og
bezt, festi stjórnin kaup á steyputimbri, sem síðan var lánað þeim mönnum, sem óskuðu að byggja þessar safngryfjur. Um tíma festi stjórn Búnaðarfélagsins einnig kaup á sementi, sem hún lánaði.
jarðræktarmönnum í þessu skyni. Hún tók væntanlegan jarðræktarstyrk þeirra í veð fyrir sementsláninu. Þessi umsvif Búnaðarfélagsstjórnarinnar gagnaðist mörgum
mæta vel og efldi mjög athafnir manna og framtak til að byggja safngryfjurnar, svo að áburðurinn notaðist þeim betur, en nóg var af honum í verstöðinni á vissum tíma árs, þ.e. á vertíð.
Jarðabótaskýrslur þær, sem ég birti hér á bls. 72 og bls. 74 gefa okkur nokkra hugmynd um hið mikla framtak, sem Eyjamenn inntu af höndum á þessu sviði á árunum 1926-1967. Þá er rétt að minna á það, að nýtízku flutninga tæki komu hér til sögunnar og léttu alla flutninga stórlega. Fyrsta flutningabifreiðin var flutt til Eyja í júlí 1919. Margar komu á eftir næstu árin. Gildi þeirra og
mikilvægi fór árvaxandi með aukinni vegalagningu um Heimaey, t.d. með ræktunarveginum í kringum Helgafell og Stórhöfðavegi.
==Viðkvæm vandamál.==
Eftir að landi Heimaeyjar var skipt í ræktunarskákir, þá áttu leiguliðasamningar bændanna í Eyjum við ríkisvaldið eftir að valda nokkrum erfiðleikum. Margir þeirra og svo þurrabúðarmenn í skjóli þeirra voru enn á þeirri skoðun, að frjálst væri að láta sauðfé ganga óhindrað um land Heimaeyjar svo að segja allt árið, því að túnræktar- og garðræktarmönnum bæri skylda til að girða  landspildur sínar fjárheldri girðingu.
Stjón Búnaðarfélags Vestmannaeyja neyddist til að taka þessa fjárbeitardeilu til úrlausnar, þó að það væri viðkvæmnismál og jafnvel hitamál sumra fjáreigendanna. - Eins og svo oft áður, þá reyndust framámenn Búnaðarfélags Íslands jarðræktar- og garðræktarmönnum í Eyjum áhrifaríkastir og hallkvæmastir í þeirri deilu, sem spratt af fjárbeit þessari. Hún fékk þann endi 1932, að undirritaður var samningur milli Eyjabænda og ríkisvaldsins. Stjórnarráð Íslands staðfesti hann árið eftir. Hann var efnis, að fjárbeit á landi Heimaeyjar skyldi með öllu lokið. - Fjöllin á Heimaey skyldu girt fjárheldri girðingu og allt sauðfé
manna síðan látið ganga þar til beitar. Girðingarefnið skuldbatt ríkissjóður sig að greiða og láta flytja Eyjabændum heim að kostnaðarlausu. Hins vegar skyldu svo bændur setja upp allar girðingar ríkinu að kostnaðarlausu. Þessar skuldbindingar voru undirritaðar af báðum aðilum vorið 1933. Síðan bar Eyjamönnum að annast viðhald girðinganna á eigin kostnað.
Kúaeigendum bar að beita kúm sínum innan eigin girðingar hvers og eins. Jafnframt þessu var öll hrossabeit á Eynni afráðin í girðingu sunnan Helgafells og í Herjólfsdal. Eitthvað meira af landi Heimaeyjar mun hafa verið ætlað hrossum. - Smávegis beitargjald af hverri kind skyldi síðan hver fjáreigandi greiða í einskonar girðingarsjóð til viðhalds girðingunum. Innheimtu þeirra og varðveizlu annaðast Búnaðarfélag Vestmannaeyja.
Eitt var það vandamál, sem stjórn Búnaðarfélagsins varð að takast á við fljótlega eftir stofnun þess. Það var sú gamla venja að láta hænsnin í bænum ganga laus, ef svo mætti orða það, - girða þau ekki af. Með því móti gerðu bau oft slæman usla í matjurtagörðum manna, rótuðu þar og rifu upp gróður.
Stjórn Búnaðarfélagsins vann að því að settar voru og samþykktar fastar reglur um hænsnarækt, gang þeirra og geymslu. Þær reglur þóttu koma dálítið óþægilega við ýmsa, snerta hagsmuni þeirra, en nutu þó brátt viðurkenningar alls almennings í bænum.
1.876

breytingar

Leiðsagnarval