Blik 1978/ Ráðhús Vestmannaeyja

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Efnisyfirlit 1978



Ráðhús Vestmannaeyjakaupstaðar



ctr


Ráðhús Vestmannaeyjakaupstaðar, sem var sjúkrahús Eyjabúa á árunum 1927—1973. Þetta sjúkrahús lét Gísli J. Johnsen byggja í kaupstaðnum á árunum 1926 og 1927 og afhenti það bæjarbúum til fullra nota síðari hluta ársins 1927.
Það var byggt á túni Eystra-Stakkagerðisjarðarinnar. Vestan við það var síðan Safnahúsi kaupstaðarins valinn staður. Það stendur á túni gömlu Vestra-Stakkagerðisjarðarinnar.
Litið er til norðurs og Stóra-Klif sést til vinstri á myndinni.





ctr


Leiðrétting frá árgangi 1976.
Þessi mynd af tveim bæjarhúsum á Kirkjubæjum í Eyjum birtist í Bliki 1976, bls. 175.

Þar hefur okkur orðið það á að skýra skakkt frá nöfnum húsa á myndinni. Kirkjuból er húsið til hægri, en íbúðarhús hjónanna frú Helgu Þorsteinsdóttur og Þorbjarnar bónda Guðjónssonar er til vinstri á myndinni. Þetta var það bæjarhús, er þau keyptu, þegar þau gerðust bóndahjón á Kirkjubæjum árið 1919. Síðar byggðu þau sér stórt íbúðarhús úr steisteypu á leigujörð sinni. Það hús hvarf undir hraun í janúar 1973 eins og öll önnur hús á Kirkjubæjum.