„Blik 1976/Minjaskrá Byggðarsafns Vestmannaeyja, þar sem getið er um 320 Vestmannaeyinga, III. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 32: Lína 32:
* 778. Kaffibrennslupottur, útlend framleiðsla. Hann er af stærri gerðinni. Í daglegu tali voru pottar þessir oft kallaðir brennarar. Áður en þeir komu til sögunnar (á öðrum tug aldarinnar), var algengt, að konur brenndu kaffibaunir í skúffum í bakarofni eða í matarpottum yfir eldi. Þennan brennara gaf Byggðarsafninu frú Nikulínu Halldórsdóttir. fyrrv. húsfreyja á Vilborgarstöðum.
* 778. Kaffibrennslupottur, útlend framleiðsla. Hann er af stærri gerðinni. Í daglegu tali voru pottar þessir oft kallaðir brennarar. Áður en þeir komu til sögunnar (á öðrum tug aldarinnar), var algengt, að konur brenndu kaffibaunir í skúffum í bakarofni eða í matarpottum yfir eldi. Þennan brennara gaf Byggðarsafninu frú Nikulínu Halldórsdóttir. fyrrv. húsfreyja á Vilborgarstöðum.
* 779. Kaffibrennslupottur af minni gerðinni. Þennan „''brennara''" áttu fyrrverandi búendur í Háagarði, sem var ein af Vilborgarstaðajörðunum, frú Ingigerður Jóhannsdóttir og Þ. Þ. V., en þau ráku bú í Háagarði árin 1935-1947.
* 779. Kaffibrennslupottur af minni gerðinni. Þennan „''brennara''" áttu fyrrverandi búendur í Háagarði, sem var ein af Vilborgarstaðajörðunum, frú Ingigerður Jóhannsdóttir og Þ. Þ. V., en þau ráku bú í Háagarði árin 1935-1947.
* 780. Kaffibrúsi, „''hitabrúsi''" í látúnshylki, sem var smíðað í Vélsmiðju Th. Thomsen við Urðaveg um 1920. Kristján Ingimundarson. útgerðarmaður og formaður í Klöpp (nr. 16 við Njarðarstíg) lét smíða
* 780. Kaffibrúsi, „''hitabrúsi''" í látúnshylki, sem var smíðað í Vélsmiðju Th. Thomsen við Urðaveg um 1920. Kristján Ingimundarson. útgerðarmaður og formaður í Klöpp (nr. 16 við Njarðarstíg) lét smíða hylkið. Brúsa þennan notaði Kristján mörg sumur, þegar hann stundaði lundaveiðar í Heimakletti og Miðkletti, en hann var á sinni tíð einn af kunnustu fuglaveiðimönnum hér á sinni tíð og stundaði þær veiðar fram á níræðisaldur.
hylkið. Brúsa þennan notaði Kristján mörg sumur, þegar hann stundaði lundaveiðar í Heimakletti og Miðkletti, en hann var á sinni tíð einn af kunnustu fuglaveiðimönnum hér á sinni tíð og stundaði þær veiðar fram á níræðisaldur.
hylkið. Brúsa þennan notaði Kristján mörg sumur, þegar hann stundaði lundaveiðar í Heimakletti og Miðkletti, en hann var á sinni tíð einn af kunnustu fuglaveiðimönnum hér á sinni tíð og stundaði þær veiðar fram á níræðisaldur.
* 781. Kaffibrúsi, glerjaður („emileraður"), blár að lit. Þessir kaffifærslubrúsar voru hér mjög algengir upp úr aldamótunum og fram um 1930. Sjómönnum var fært kaffi á þeim fyrstu árin eftir aldamótin, þegar þeir komu að. Það var kallað ,,''að færa í Sandinn''". Svo var það einnig um aðgerðar og beitingarmenn. Áður en þessir kaffibrúsar fluttust hingað í verzlanir, var notast við blikkbrúsa, sem oft voru smíðaðir hér heima, eða þá flöskur, sem hafðar voru í ullarsokk til þess að halda kaffinu heitu. Mörg jarðarbýlin, húsbændurnir,  áttu athvarf hjá tómthúsfólkinu niður við höfnina til þess að halda kaffi heitu handa sjómönnum og aðgerðarfólki sínu, sem þá drakk jafnan kaffið í eldhúsum tómthúsanna. Fyrir þessa þjónustu við starfsfólkið þægðu bóndahjónin tómthúsfólkinu með fugli eða búsafurðum.
* 782. Kaffikanna, borðkanna úr látúni eða málmblöndu. Könnu þessa áttu um langt árabil bóndahjónin í Stóra-Gerði, frú Sigurfinna Þórðardóttir húsfr. og Stefán skipstjóri og útgerðarmaður Guðlaugsson. Erfingjar þeirra hjóna gáfu Byggðarsafninu könnuna.
* 783. Kaffikanna, borðkanna úr leir. Þessi kanna á markverða sögu. Jóna Jónsdóttir hét hér veitingakona, sem rak matsölu um árabil, fyrst í Hótel Berg við Heimagötu (nr. 4) og síðan í  verzlunarhúsinu Drífanda við Bárustíg (nr. 2). Hún gaf Byggðarsafninu þessa könnu, sem hún sagði vera þá fyrstu, sem hún hafði eignazt, er hún hóf matsölu sína. Kannan er merkt H. B.. sem þýðir Hótel Berg, sem var húsið nr. 4 við Heimagötu.
* 784.Kaffisamstœða, kanna, sykurkar og rjómakanna. Þessir hlutir voru keyptir í einokunarverzluninni hér fyrir miðja s.l. öld og þóttu þá sérlega fallegir. Þeir voru jafnan um árabil lánaðir á háborðið, þegar veizlur voru haldnar í kauptúninu, t. d. giftingarveizlur. Upphaflega áttu hjónin í Garðfjósi, frú Sigríður Bjarnadóttir og Helgi smiður Jónsson þessa hluti (um 1840). Jónas bóndi Helgason í Nýjabæ erfði þá eftir foreldra sína og síðan frú Jóhanna húsfr. í Nýjabæ Jónasdóttir. Hún gaf þá Byggðarsafninu.
* 785. Kaffiketill, smeltur („emileraður").
* 786. Kaffiketill úr potti.
* 787. Kaffiketill.
* 788. Kaffikvörn úr hraungrýti. Kaffidrykkja hófst með íslenzku þjóðinni, áður en kaffikvarnir fluttust til landsins. Þá varð að mala kaffibaunirnar i steinkvörnum eins og kornið. Þessi hraunkvörn mun vera um 200 ára gömul. Hún fannst í jörðu á austanverðri Heimaey. Sjón er sögu ríkari.
789. Kaffikvörn úr dánarbúi hinna merku hjóna á Vilborgarstöðum, frú Guðfinnu Jónsdóttur Austmann og Árna bónda og meðhjálpara Einarssonar. Verkið í kaffikvörnina var keypt í verzlun danska einokunarkaupmannsins en kassann smíðaði bóndi sjálfur. Sigfús M. Johnsen frá Frydendal, fyrrv. bæjarfógeti hér í bæ, sonarsonur frú Guðfinnu húsfreyju á Vilborgarstöðum, gaf Byggðarsafninu kvörnina.
* 790. Kaffikvörn. Hún er úr dánarbúi læknishjónanna í Landlyst, frú Matthildar Magnúsdóttur og Þorsteins héraðslæknis Jónssonar, sem var hér læknir frá 1865-1905. Dótturdóttir læknishjónanna, frú Matthildur Agústsdóttir frá Valhöll (nr. 43 við Strandveg) gaf Byggðarsafninu kvörnina.
* 791. Kaffikvörn. Hún er úr dánarbúi hjónanna á Kirkjubóli, sem var ein af Kirkjubæjajörðunum, frú Ólafar Lárusdóttur frá Búastöðum og Guðjóns bónda Björnssonar. Dóttir hjónanna. frú Lára Guðjónsdóttir á Kirkjulandi, gaf Byggðarsafninu kvörnina.
* 792. Kaffikvörn. Hana skal skrúfa fasta, t. d. á borðrönd. Þessa kaffikvörn áttu kaupmannshjónin að Breiðabliki, frú Ásdís Gísladóttir Johnsen og Gísli J. Johnsen. Gísli kaupmaður gaf Byggðarsafninu kvörnina og sagði hana keypta sama ár og hann byggði Breiðablik, þ. e. árið 1908.
* 793. Kaffikvörn. Hún er úr dánarbúi hreppstjórahjónanna á Heiði.
frú Guðríðar Jónsdóttur frá Káragerði í Landeyjum og Sigurðar Sigurfinnssonar hreppstjóra og skipstjóra á Heiði í Eyjum.
* 794. Kaffikvörn. Þessi kaffikvörn hékk á vegg og var notuð þar. Hún var keypt hér í verzlun árið 1921. Hjónin í Nýlendu við Vestmannabraut (nr. 42), frú Jenný Jakobsdóttir og Jón Sveinsson, áttu kvörnina og gáfu hana Byggðarsafninu.
* 795. Kaffikvörn. Þessa kaffikvörn áttu hjónin frú Ingibjörg Högnadóttir frá Baldurshaga (nr. 5 A við Vesturveg) og Sigurjón skipstjóri Sigurðsson frá Brekkhúsi. Frú Ingibjörg gaf Byggðarsafninu kvörnina.
* 796. Kaffikvörn, rauð að lit, fest á vegg. Þessa kvörn áttu héraðslæknishjónin að Kirkjuhvoli, Halldór Gunnlaugsson og frú Anna Pétursdóttir Gunnlaugsson. Börn þeirra hjóna gáfu Byggðarsafninu kvörnina.
* 797. Kaffikvörn. Þessa kaffikvörn áttu hin kunnu hjón á Svalbarða, frú Anna Tómasdóttir og Bjarni Jónsson, skrifstofumaður og gjaldkeri. Þau keyptu verk kvarnarinnar á sínum tíma í Edinborgarverzlun hér, síðan smíðaði hinn viðurkenndi snillingssmiður, Matthías Finnbogason, Litluhólum. kassann úr mahoní.
* 798. Kaffikvörn.
* 799. Kaffikvörn. Þessi kaffikvörn er sögð frönsk að uppruna. Hún er
fengin úr franskri fiskiskútu. sem strandaði hér við Eyjar veturinn 1895. Hjónin frú Jórunn Skúladóttir og Eyjólfur bóndi Eiríksson bjuggu
232

breytingar

Leiðsagnarval