„Blik 1976/Kunnir ættliðir í Eyjum og fleira Eyjafólk“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 98: Lína 98:
Haustið 1857 dvaldist í Vestmannaeyjum stúlka nokkur frá Hallgeirsey í Landeyjum. Hún hét Halla Sigurðardóttir.
Haustið 1857 dvaldist í Vestmannaeyjum stúlka nokkur frá Hallgeirsey í Landeyjum. Hún hét Halla Sigurðardóttir.
Þetta haust var S. Gísli G. J. Bjarnason starfandi búðar eða verzlunarþjónn við verzlunina Júlíushaab eða Tangaverzlunina, eins og hún vai nefnd öðru nafni. Í október var efnt til ralls í Eyjum, eins og dansleikir voru þá oft nefndir þar. Þeir fóru þá oftast fram í heimahúsum hjá þeim, sem töldust búa við töluvert húsrými. Stundum voru dansleikir þessir haldnir í fiskhúsum, t. d. á haustin, þegar þau höfðu verið tæmd og fiskurinn allur fluttur út með verzlunarskipum einokunarkaupmannsins. Þannig var það, t. d. um Kumbalda, saltgeymslu og fisk
Þetta haust var S. Gísli G. J. Bjarnason starfandi búðar eða verzlunarþjónn við verzlunina Júlíushaab eða Tangaverzlunina, eins og hún vai nefnd öðru nafni. Í október var efnt til ralls í Eyjum, eins og dansleikir voru þá oft nefndir þar. Þeir fóru þá oftast fram í heimahúsum hjá þeim, sem töldust búa við töluvert húsrými. Stundum voru dansleikir þessir haldnir í fiskhúsum, t. d. á haustin, þegar þau höfðu verið tæmd og fiskurinn allur fluttur út með verzlunarskipum einokunarkaupmannsins. Þannig var það, t. d. um Kumbalda, saltgeymslu og fisk
geymsluhúsið á Skansinum, sem brann til kaldra kola aðfaranótt 8. janúar 1950. Það var byggt á seinni hluta 19. aldar og varð frægt fyrir það hlutskipti að vera leikhús og rallhús um árabil á haustin, eftir að verzlunarskipin voru farin fullfermd fiski og öðrum afurðum þar í Eyjum. Þannig stuðluðu verzlunarstjórarnir að því eftir mætti, að Eyjabúar gætu á stundum „lyft sér eilítið up“ og elskast „á laun“, sérstaklega þá unga fólkið. Þá voru „kavilerarnir“ flestir undir áhrifum áfengis, sem var selt eftir vild i einokunarverzluninni. Þar stóð tunna á stokkum. Og svo einkenndust „röllin“ af háttum þeirra og hæfni til að dansa og dilla sér og deila ástum við „hið veikara kyn“, sem þá gerði lítið að því að neyta hinna sterku drykkja. Þá mátu þær meira sóma sinn og kvenlegan yndisþokka.<br>
Það getur hafa verið að loknum dansleik í einu af „pakkhúsum“ einokunarkaupmannsins í október 1857, að Halla Sigurðardóttir frá Hallgeirsey í Landeyjum lét „fallerast“, lét undan ásækni verzlunarþjónsins í Julíusarhaabverzlun, Sigurðar Gísla Gunnars Jóhannssonar Bjarnasen, og veitti honum meira en hún sjálf hafði gott af, þar sem hún átti allt á hættu. Enda gerði hann henni barn í þessum ástarleik. Veturinn allan (1857-1858) dvaldist Halla frá Hallgeirsey síðan við störf í verstóðinni, en hvarf heim að vertíð lokinni, enda þá komin langt á leið. Hún ól barnið í júlí um sumarið (1858).<br>
Halla Sigurðardóttir ól sveinharn, sem var skírt nafni föður síns, þó að hann vildi lítið við það kannast. [[Gísli Gíslason Bjarnasen]] var nafnið á sveinbarni þessu. Litli drengurinn naut ástar og umhyggju móður sinnar og aðhlynningar hins góða fólks í Hallgeirsey næstu tvö árin. En árið 1860, þá tæpra tveggja ára, var hann fluttur út til Vestmannaeyja. Hafði honum þá verið komið í fóstur hjá bjónunum í Ottahúsi, frú [[Jórunn Jónsdóttir|Jórunni Jónsdóttur]] prests Austmanns og [[Jón Salomonsen|Jóni Salomonsen]] hafnsögumanni, en hann var sonur Jóns Salomonsen verzlunarstjóra í Kúvíkum á Ströndum og þannig ömmubróðir litla drengsins.<br>
Það var Gísla litla Gíslasyni (Bjarnasen) frá Hallgeirsey mikil gæfa að hljóta fóstur hjá frú Jórunni húsfreyju í Ottahúsi. Svo viðurkennd var kona sú fyrir manngæzku, myndarskap og mennilega hætti. Sjálfri varð henni ekki barna auðið í tveim hjónaböndum. En hún var barngóð með afbrigðum og ól upp fleiri börn en Gísla G. Bjarnasen. Hún fóstraði t. d. [[Kristín Árnadóttir|Kristínu Árnadóttur]], systur [[Ágúst Árnason|Ágústs Árnasonar]], kennara í Baldurshaga (nr.. 5A við Vesturveg). K. Á. giftist [[Jóhann Jónsson|Jóhanni Jónssyni]] frá [[Júní]]. trésmíðameistara á Brekku (nr. 4) við Faxastíg. Þau voru foreldrar Engilberts trésmíðameistara Jóhannssonar „í Smið“, eins og hann var oft nefndur, og frú [[Þorsteina Jóhannsdóttir|Þorsteinu Jóhannsdóttur]] i Þingholti og þeirra mörgu systkina.<br>
[[Engilbert Jóhannsson]] heitir nafni síðari manns frú Jórunnar, Engilberts Engilbertssonar, bróður Gísla verzlunarstjóra föður Engilberts sálaða Gíslasonar málarameistara.<br>
Einnig ól frú Jórunn upp [[Maríu Tranberg]], umkomulitla og fátæka stúlku, sem e. t. v. hefði lent á vonarvöl, ef „gæðakonan góða“ hefði ekki gert á henni miskunnarverkið.<br>
Séra [[Brynjólfur Jónsson]], sóknarprestur að Ofanleiti. fermdi Gísla Gíslason, fóstursoninn í Ottahúsi, vorið 1872. Þá var hann tæpra fjórtán ára að aldri, um haustið 5. nóvember lézt fósturfaðir hans, Jón hafnsögumaður Salomonsen.<br>
Áfram dvöldust þau saman í Ottahúsi, fósturmóðirin og fóstursonurinn, og vann hann henni eftir megni. Helzt hafði hann á hendi ýmsa snúninga við Garðsverzlun, þar sem faðirinn, S. G. G. J. Bj., var þá verzlunarstjóri.<br>
Snemma bar Gísli Gíslason  (Bjarnasen) í Ottahúsi gæfu til að meta að verðleikum manngæzku og fórnarlund fósturmóður sinnar og móðurlega umhyggju hennar. Þeir eiginleikar hans og sálarþroski urðu honum sjálfum síðar til hinnar mestu gæfu og heilla og hamingju á lífsleiðinni.<br>
Lítillar fræðslu mun Gísli Gíslason hafa notið í uppvexti sínum umfram það að læra að lesa hjá fóstru sinni og draga til stafs, því að barnaskóli var þá enginn í Vestm.eyjum. Þó er rétt að geta þess hér, að [[Bjarni E. Magnússon]], sýslumaður þeirra Eyjamanna, sá sem stofnaði Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja 1862 og svo bókasafn byggðarinnar sama ár, kenndi þá og síðar börnum og unglingum skrift og reikning heima hjá sér á vetrum, þegar honum vannst tími til þess frá embættisönnum. Ekki er mér um það kunnugt, hvort Gísli Gíslason í Ottahúsi naut kennslu sýslumannsins, en ekki þætti mér það ólíklegt, svo mikill hlýhugur og jafnvel vinátta var jafnan ríkjandi á milli frúnna Jórunnar J. Austmann og [[Hildar Thorarensen]], konu sýslumannsins. En hvort svo hefur verið eða ekki um æskunám Gísla Gíslasonar (Bjarnasen), þá átti hann þó eftir að njóta góðrar kennslu einn vetur, þegar hann var á sextánda árinu. Kennsla þessi barst honum svo að segja upp í fangið haustið 1874, þegar [[Páll Pálsson]], síðar nefndur Jökulfari. (Sjá Blik 1972), fluttist til Eyja til þess að stunda þar kennslu barna og unglinga á eigin spýtur.<br>
Páll kennari fékk einmitt inni með sjálfan sig og kennslustörf sín hjá fósturmóður Gísla Gíslasonar, og naut hann þá kennslu þar með fleiri börnum og unglingum þann vetur í Eyjum, t. d. [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussyni]] frá Búastöðum, sem var sjö árum yngri en Gísli Gíslason. Á efri árum sínum mundi Gísli Lárusson vel samnám þeirra nafnanna hjá Páli kennara Pálssyni veturinn 1874-1875.<br>
Árið 1876 giftist frú Jórunn J. Austmann öðru sinni. Seinni maður hennar var Engilbert Engilbertsson frá Syðri-Mörk undir Eyjafjöllum. albróðir Gísla Engilbertssonar verzlunarstjóra við Júlíushaabverzlunina.
   
   




{{Blik}}
{{Blik}}
232

breytingar

Leiðsagnarval