„Blik 1976/Kunnir ættliðir í Eyjum og fleira Eyjafólk“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 109: Lína 109:
Lítillar fræðslu mun Gísli Gíslason hafa notið í uppvexti sínum umfram það að læra að lesa hjá fóstru sinni og draga til stafs, því að barnaskóli var þá enginn í Vestm.eyjum. Þó er rétt að geta þess hér, að [[Bjarni E. Magnússon]], sýslumaður þeirra Eyjamanna, sá sem stofnaði Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja 1862 og svo bókasafn byggðarinnar sama ár, kenndi þá og síðar börnum og unglingum skrift og reikning heima hjá sér á vetrum, þegar honum vannst tími til þess frá embættisönnum. Ekki er mér um það kunnugt, hvort Gísli Gíslason í Ottahúsi naut kennslu sýslumannsins, en ekki þætti mér það ólíklegt, svo mikill hlýhugur og jafnvel vinátta var jafnan ríkjandi á milli frúnna Jórunnar J. Austmann og [[Hildar Thorarensen]], konu sýslumannsins. En hvort svo hefur verið eða ekki um æskunám Gísla Gíslasonar (Bjarnasen), þá átti hann þó eftir að njóta góðrar kennslu einn vetur, þegar hann var á sextánda árinu. Kennsla þessi barst honum svo að segja upp í fangið haustið 1874, þegar [[Páll Pálsson]], síðar nefndur Jökulfari. (Sjá Blik 1972), fluttist til Eyja til þess að stunda þar kennslu barna og unglinga á eigin spýtur.<br>
Lítillar fræðslu mun Gísli Gíslason hafa notið í uppvexti sínum umfram það að læra að lesa hjá fóstru sinni og draga til stafs, því að barnaskóli var þá enginn í Vestm.eyjum. Þó er rétt að geta þess hér, að [[Bjarni E. Magnússon]], sýslumaður þeirra Eyjamanna, sá sem stofnaði Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja 1862 og svo bókasafn byggðarinnar sama ár, kenndi þá og síðar börnum og unglingum skrift og reikning heima hjá sér á vetrum, þegar honum vannst tími til þess frá embættisönnum. Ekki er mér um það kunnugt, hvort Gísli Gíslason í Ottahúsi naut kennslu sýslumannsins, en ekki þætti mér það ólíklegt, svo mikill hlýhugur og jafnvel vinátta var jafnan ríkjandi á milli frúnna Jórunnar J. Austmann og [[Hildar Thorarensen]], konu sýslumannsins. En hvort svo hefur verið eða ekki um æskunám Gísla Gíslasonar (Bjarnasen), þá átti hann þó eftir að njóta góðrar kennslu einn vetur, þegar hann var á sextánda árinu. Kennsla þessi barst honum svo að segja upp í fangið haustið 1874, þegar [[Páll Pálsson]], síðar nefndur Jökulfari. (Sjá Blik 1972), fluttist til Eyja til þess að stunda þar kennslu barna og unglinga á eigin spýtur.<br>
Páll kennari fékk einmitt inni með sjálfan sig og kennslustörf sín hjá fósturmóður Gísla Gíslasonar, og naut hann þá kennslu þar með fleiri börnum og unglingum þann vetur í Eyjum, t. d. [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussyni]] frá Búastöðum, sem var sjö árum yngri en Gísli Gíslason. Á efri árum sínum mundi Gísli Lárusson vel samnám þeirra nafnanna hjá Páli kennara Pálssyni veturinn 1874-1875.<br>
Páll kennari fékk einmitt inni með sjálfan sig og kennslustörf sín hjá fósturmóður Gísla Gíslasonar, og naut hann þá kennslu þar með fleiri börnum og unglingum þann vetur í Eyjum, t. d. [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussyni]] frá Búastöðum, sem var sjö árum yngri en Gísli Gíslason. Á efri árum sínum mundi Gísli Lárusson vel samnám þeirra nafnanna hjá Páli kennara Pálssyni veturinn 1874-1875.<br>
Árið 1876 giftist frú Jórunn J. Austmann öðru sinni. Seinni maður hennar var Engilbert Engilbertsson frá Syðri-Mörk undir Eyjafjöllum. albróðir Gísla Engilbertssonar verzlunarstjóra við Júlíushaabverzlunina.
Árið 1876 giftist frú Jórunn J. Austmann öðru sinni. Seinni maður hennar var Engilbert Engilbertsson frá Syðri-Mörk undir Eyjafjöllum. albróðir Gísla Engilbertssonar verzlunarstjóra við Júlíushaabverzlunina.<br>
Árið eftir giftingu þeirra frú Jórunnar og Engilberts flytur Gísli Gíslason um set og gerðist þá „búðarloka" hjá föður sínum við Garðsverzlunina, einokunarverzlunina í Danska-Garði „á [[Kornhólsskans|Kornhólsskansi]]“.<br>
Ekki undi Gísli lengi búðarstörfunum. Hugur hans leitaði annað og hærra.<br>
Snemma á uppvaxtarárum sínum vakti Gísli Gíslason athygli á sér fyrir meðfædda listfengi á vissum sviðum: Hann var fæddur smiður, sagði fólk. Og hann vildi verða lærður trésmiður.<br>
Þessi vilji hans og þrá leiddi til þess, að hann hvarf úr Eyjum árið 1877, þá 19 ára að aldri, og fluttist til Eyrarbakka. Þar hóf hann smíðanám. En brátt varð útþráin og hugur hans til fullkomnara smíðanáms öllu öðru öflugra.<br>
Hann sigldi til Kaupmannahafnar líklega árið 1878 eða eftir eins árs dvöl á Eyrarbakka. Í Höfn réðst hann til smíðanáms. Hann vildi öðlast dönsk „snikkararéttindi“. Það var hámarkið. Það var titill álits og mikillar virðingar. Jafnframt trésmíðanáminu stundaði Gísli Gíslason Bjarnasen beykisiðn og lærði það handverk til hlítar. Hann lauk námi sínu á tilskyldum tíma og hlaut mikið lof fyrir störf sín þar með Dönum og svo námsafrek.<br>
Frá Kaupmannahöfn leitaði hann svo aftur heim til föðurtúnanna. Þá fékk hann atvinnu við smíðar suður á Reykjanesi, en þar voru þá miklar byggingar víða í framkvæmdum, því að „Suðurnesjamenn“ juku útgerð sína þá ár frá ári svo að sögur tóku að berast um mikil afrek á því sviði og þjóðnytja framtak „berserkjanna“ þar.<br>
Þarna á Reykjanesinu spunnust svo hinir örlagaríkustu þræðir í ævi hans.<br>
Eins og ég drap á, þá voru á síðasta fjórðungi 19. aldarinnar miklir atorkumenn lifið og sálin í atvinnulífinu á Suðurnesjum, mótuðu það og byggðu upp. Allt var undir þeim komið, dugnaði þeirra og kjarki. Skyldum við ekki þekkja þetta bezt í okkar byggðarlagi, Vestmannaevingar?<br>
Sum heimilin á Suðurnesjum urðu brátt landskunn fyrir atorku og framtak, myndarskap og mennilega hætti í atvinnulífinu. Sjómenn af Suðurnesjum leituðu sér atvinnu á Austfjörðum við sjósókn að sumrinu. Þeir státuðu drjúgum af forustumönnum sínum, og fiskisagan flaug.<br>
Eitt af þessum atorku og myndarheimilum var Kotvogsheimilið í Höfnum á Reykjanesi. Sama árið og Gísli fæddist í þennan heim (1858) kvæntist Ketill Ketilsson, óðalsbóndasonurinn í Kotvogi, Vilborgu Eiriksdóttur heimasætu að Litla-Landi í Ölfusi.<br>
Systir frú Vilborgar húsfreyju í Kotvogi var frú Guðrún Eiríksdóttir, kona Guðmundar Halldórssonar sjómanns í Selvogi og síðar á Hvalnesi. Guðmundur Halldórsson drukknaði skammt undan strönd Hvalness 23. maí 1868, þá 36 ára að aldri. Helga hét dóttir þeirra, þá fimm ára, er faðir hennar drukknaði.<br>
Eftir fráfall Guðmundar eiginmanns síns kom Guðrún Eiríksdóttir húsfreyja Helgu dóttur sinni í fóstur til Vilborgar systur sinnar, húsfreyju í Kotvogi. Þar ólst Helga Guðmundsdóttir upp. Hjónin í Kotvogi komu henni til nokkurra mennta og fékk hún að lesa og læra ljósmóðurfræði. þegar hún öðlaðist aldur og þroska til þess.<br>
Heima hjá fóstru sinni og frænku í Kotvogi dvaldist hún síðan, þar til hún trúlofaðist hinum kunna „snikkara“ frá Vestmannaeyjum, Gísla Gíslasyni Bjarnasen og hóf þá brátt hjúskap og búskap með honum. Þau fluttu brátt til Reykjavíkur, þar sem Helga Guðmundsdóttir fékk að stunda ljósmóðurstörf um sinn.
<br>
Lengi hafði Gísli þráð að flytjast heim til Eyja, setjast að í fæðingar og æskubyggð sinni og bera gæfu til að leggja þar hönd á plóginn um byggingar og aðrar framkvæmdir. En allt var þar í fjötrum einokunar og ásælni. Þar var þá vissulega ekki að miklu að hverfa. En þráin sú varð öllu öðru yfirsterkari og ekki vildi hin góða eiginkona hans og fórnfúsa verða þess valdandi, að hann nyti ekki starfskrafta sinna ánægður í umhverfi sínu.<br>
Árið 1886 fluttu hjónin til Vestmannaeyja. Þar fengu þau inni í Uppsölum (nr. 51) við Vestmannabraut, gömlu sýslumannsíbúðinni, sem þá var orðið eitthvert aumasta hreysi í byggðarlaginu.<br>
Nokkrum mánuðum áður en þau hjónin fluttust til Eyja, fæddust þeim tvíburar. Þetta voru meybörn. og voru systurnar skírðar Halldóra og Gíslína. Þær fæddust 12. des. 1885.<br>
Alls eignuðust hjónin Gísli og Helga átta börn og létust fimm þeirra á unga aldri.<br>
Árið 1897 andaðist Gísli Gíslason Bjarnasen ,snikkari“ aðeins 39 ára að aldri. Eftir lifði ekkjan, Helga Guðmundsdóttir frá Kotvogi, bláfátæk með þrjú börn á framfæri.<br>
Gísli Engilbertsson verzlunarstjóri
   
   


   
   
232

breytingar

Leiðsagnarval