„Blik 1976/Brjóstmyndin í Gagnfræðaskólanum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6: Lína 6:




Grein væntanleg
==Brjóstmynd af Þ. Þ.V.==
 
 
1. okt. 1974 að aflokinni skólasetningu Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum var að viðstöddum kennurum skólans, gagnfræðingum 1958-1963 og nokkrum gestum, afhjúpuð brjóstmynd af [[Þorsteinn Þ. Víglundsson|Þorsteini Þ. Víglundssyni]] skólastjóra, gerð af Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara.<br>
Gamlir nemendur Þorsteins höfðu bundizt samtökum og kusu þessar konur í nefnd til að annast framkvæmdir: [[Birgit Sigurðardóttir|Birgit Sigurðardóttur]]. [[Klöru Bergsdóttir|Klöru Bergsdóttur]] og [[Sigrún Þorsteinsdóttir|Sigrúnu Þorsteinsdóttur]].<br>
Fyrir hönd gefenda afhenti Sigrún Þorsteinsdóttir myndina skólanum að gjöf, en síðan afhjúpaði kona Þorsteins, [[Ingigerður Jóhannsdóttir]], myndina, sem hafði verið komið fyrir á stigapalli gegnt aðaldyrum.<br>
Skólastjóri þakkaði gjöfina og þá ræktarsemi sem nemendur sýndu skólanum og þann hlýhug og virðingu, sem þeir sýndu gömlum kennara sínum.<br>
Undirritaður rakti síðan í stuttu máli störf Þorsteins hér í bænum.<br>
Á silfurskjöld á fótstalli myndarinnar er letrað:<br>
 
'''ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON'''
 
skólastjóri '''G. I. V.''' 1927-1963
 
Með þakklæti og virðingu.
 
Gagnfræðingar
 
1958-59-60-61-62-63<br>
Þorsteinn hélt síðan skemmtilega ræðu. Rifjaði hann upp minningar úr starfinu með nemendum og kvað útlit sitt og heilsu bera þess bezt vitni, hve þau viðskipti hefðu gengið vel.<br>
Má þetta til sanns vegar færa, því að á Þorsteini sést lítt 76 ára aldur, áhugi og starfsþrek óbugað. Var hann lengi vel einhamur eins og segir um afreksmenn í fornum sögum.<br>
Mun, er tímar líða, starf hans í Eyjum talið hið merkasta brautryðj-andastarf.<br>
Gefendur afhentu skólanum einnig sparisjóðsbók með því fé, sem afgangs varð, og óskuðu að vöxtum yrði varið til verðlauna í íslenzku, en Þorsteinn kenndi hana alla tíð og stuðlaði að auknum þroska nemenda i því fagi með þáttum þeirra í riti sínu, Bliki.
 
''Vigfús Ólafsson, skólastjóri''
 




{{Blik}}
{{Blik}}
232

breytingar

Leiðsagnarval