„Blik 1976/Bréf til vinar míns og frænda, VI. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: '''Sér grefur gröf, þótt grafi''' Eftir að greinargerðin, sem ég sendi þér hér með í þessu vina og frændabréfi mínu, tók að birtast í blaðinu, sem ég nefndi, hófus...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 27: Lína 27:


Þegar Flokksforustan uppgötvaði, hversu auðvelt var að fá mig sektaðan, þar sem ég var dæmdur til '''AÐ GREIÐA RÍKISSJÓÐI SEKTIR''' fyrir persónulegar ærumeiðingar í minn garð þrátt fyrir upptök ráðherrans og skattstjórans að deilum þessum, þá afréð Flokksforustan, að fram skyldi haldið í sama anda í trausti á dómsvaldið í kaupstaðnum. Nokkra svölun gætu þær málsóknir og sektir veitt þeim vegna kosningaósigursins 29. janúar.<br>
Þegar Flokksforustan uppgötvaði, hversu auðvelt var að fá mig sektaðan, þar sem ég var dæmdur til '''AÐ GREIÐA RÍKISSJÓÐI SEKTIR''' fyrir persónulegar ærumeiðingar í minn garð þrátt fyrir upptök ráðherrans og skattstjórans að deilum þessum, þá afréð Flokksforustan, að fram skyldi haldið í sama anda í trausti á dómsvaldið í kaupstaðnum. Nokkra svölun gætu þær málsóknir og sektir veitt þeim vegna kosningaósigursins 29. janúar.<br>
Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar hafði ég skrifað langa grein í Framsóknarblaðið í Eyjum um forustulið Flokksins, eiginhagsmunabaráttu þess og vanstjórn, meðan þeir höfðu þar völdin, mennirnir sem skipuðu forustuna. Grein þessa kallaði ég ''Óhappamenn  -niðurrifsmenn''. Án efa átti hún nokkurn þátt i kosningasigri okkar Framsóknarmanna við bæjarstjórnarkosningarnar. Nú sá
Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar hafði ég skrifað langa grein í Framsóknarblaðið í Eyjum um forustulið Flokksins, eiginhagsmunabaráttu þess og vanstjórn, meðan þeir höfðu þar völdin, mennirnir sem skipuðu forustuna. Grein þessa kallaði ég ''Óhappamenn  -niðurrifsmenn''. Án efa átti hún nokkurn þátt i kosningasigri okkar Framsóknarmanna við bæjarstjórnarkosningarnar. -Nú sá .,upplesari skattsvikabréfsins“, sem orðinn var forustumaður Flokksins, sér slag á borði eftir ábendingu héraðsdómslögmannsins. Tínd voru upp nokkur bitur orð úr grein þessari og talin meiðyrði, sem rétt væri að fá dóm fyrir. Síðan stefndi Guðlaugur. „upplesari skattsvikabréfsins“, mér fyrir þau. Þá hófst önnur lota þessara málaferla.br>
Héraðsdómslögmaðurinn, sjálfur skattstjórinn ,sótti mál þetta fyrir „upplesarann“ og leiddi hann nánast við hlið sér inn í bæjarþingið eins og einhvern ómálga peyja. Af þeirri sjón hafði ég mikla ánægju. Það var mér vissulega gleðiefni að sjá þá saman hlið við hlið í stólunum í bæjarþingskrubbunni að Tindastóli, bæjarfógetasetrinu í Eyjum. Og mig langar til að skjóta því hérna inn í mál mitt, að það varð mitt hlutskipti að láta byggja hús í bænum, þar sem bæjarfógetaembættið fékk húsnæði við sitt hæfi, svo að við Eyjabúar þyrftum ekki lengur að blygðast okkar fyrir aðbúnað bæjarfógetaembættisins, þegar t. d. útlendingar áttu erindi til þessa æðsta embættismanns í bæjarfélaginu, fulltrúa íslenzka ríkisins. Það var árið 1964 að bæjarfógetaembættið fékk inni í byggingu Sparisjóðs Vestmannaeyja, í hinni nýju byggingu hans, fyrir atbeina minn. Mér þótti vænt um að geta komið þessu svona vel fyrir, enda voru bæjarfógetarnir sjálfir jafnan velviljaðir mér og starfi mínu og engir ofstækismenn að mínu mati. En þetta er allt önnur saga og hvarf frá efni frásagnar minnar.<br>
Þegar hér var komið sögu, hafði ég þjálfast þó nokkuð í þessari málsvarnariðju og hafði, þó að skömm sé frá að segja, býsna mikla ánægju af henni. Mér gáfust þarna tök á að sálgreina lögfræðingana og fá staðfestingu á samstöðu þeirra í málarekstri þessum gegn leikmanninum. Skerpa þeirra og gáfnafar varð mér líka ljósara en áður og listin sú að kunna að beita lögfræðilegum rökum. Þarna hafði ég líka ánægju af því að sjá héraðsdómslögmanninn í bæjarþinginu með skjólstæðing sinn, sænska konsúlinn, við hlið sér eins og svolítinn drenghnokka, sem ekki kunni fótum sínum forráð.<br>
Klögumálin gengu á víxl, eins og segir í sögunum okkar.  Þetta var raunar orðinn spennandi sjónleikur. Málin sótt og varin, færð fram sök og gagnsök, því að ég gagnstefndi [[Guðlaugur Gíslason|Guðlaugi Gíslasyni]] fyrir að lesa bréfið, skattsvikabréfið, í eyru almennings. Ég gerði kröfu til þess að hann yrði dæmdur til að leggja bréfið fram í bæjarþinginu. Þá fannst mér málsvörnin verða að kátbroslegri skrítlu undir verndarvæng héraðsdómslögmannsins, því að „upplesarinn“ var látinn leggja fram í bæjarþinginu þannig orðaða vörn gegn því, að hann gæti lagt fram „Skattsvikabréfið“, og tók dómarinn þessa vörn hans góða og gilda!:<br>
„''Við athugun kemur í ljós, að í skjölum þeim, sem ég enn á eflir frá framboðsfundinum 27. jan. s.l., fyrirfinnst ekkert bréf eða skjal, sem gæti verið það, sem um ræðir í stefnu. Ég leyfi mér því að krefjast algjörrar sýknar í máli þessu og málskostnað eftir mati dómarans.“''<br>
Í málsvörn þessara undir handleiðslu héraðsdómslögmannsins var vissulega treyst á dómarann, vinsemd hans, samúð og flokkslega fylgispekt. Og vissulega brást hann ekki. Hann tók það gott og gilt, að skattsvikabréfið fannst ekki í bréfarusli því, sem sakborningurinn átti eftir í fórum sínum frá bæjarmálafundinum. Að öðrum kosti var æru þingmannsins hætta búin. Verja þurfti ráðherrann til hins ýtrasta. Annað gátu beinlínis talist svik við Flokkinn.<br>
Í þessari lotu varð útkoman „kaup kaups“, eins og eitt bæjarblaðið í Eyjum orðaði það. Ég var dæmdur til að greiða sektir í ríkissjóð og málskostnað samtals kr. 900,00 og upplesari skattsvikabréfsins samtals kr. 1300,00. Þarna fannst fólki, að dómarinn standa sig furðu vel og betur en búizt var við.<br>
Ekki minnist ég þess. að þessar sektir væru nokkru sinni innheimtar. Gat sú vanræksla verið hlífð við Flokksforingjann, upplesara skattsvikabréfsins?
<br>
<center>Þriðja lota</center>
'''Fyrsta stefna. Hóskólapróf í lögfræði er ekki einhlítt'''
 
Þegar allir svardagar voru um garð gengnir varðandi „Faktúruna í tunnunni“, kom brauðgerðarmeistarinn aftur heim til Eyja vestan úr Stykkishólmi. Þá tók hann sætið sitt í bæjarstjórn kaupstaðarins eins og ekkert hefði í skorizt, og okkur kom þar býsna vel saman. Hann hafði verið efsti maður á lista Flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar 29. jan. (1950).<br>
Hinn 18. jan. 1951 var haldinn fundur í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Fyrir fundi þessum lá m. a. tillaga um ráðningu lögregluþjóns. Goodtemplari nokkur í bænum hafði sótt um stöðuna. Þó að hann væri bindindismaður, sem ég taldi veigamikla kosti, hafði ég ekki persónulega trú á því, að hann reyndist vaxinn lögregluþjónsstarfinu, því að meira þurfti með, svo að hann gæti innt starfið af hendi vel og sómasamlega. Ég lagðist þess vegna gegn því, að hann yrði ráðinn í stöðuna.<br>
Þá tók brauðgerðarmeistarinn að stríða mér, að mér fannst. Hann var býsna kerskinn. Hann sagði það skjóta dálítið skökku við, að ég skyldi ekki veita þessum manni brautargengi til þessa starfs, þar sem hann væri bindindismaður eins og ég og goodtemplari. Ekki kvaðst hann sjálfur vera bindindismaður, eins og ég vissi, og þó vildi hann stuðla að því með atkvæði sínu, að þessi goodtemplari fengi lögregluþjónsstöðuna. Mér varð á að svara honum á þá lund, að þess væru dæmin, þegar stjórnmálaleg hagsmunavon væri annars vegar, að jafnvel þeir sem neyttu áfengis daglega eða annan hvern dag árið í
232

breytingar

Leiðsagnarval