„Blik 1976/Bréf til vinar míns og frænda, VI. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 112: Lína 112:
Líklega var það snemma á þessu ári (1975), að dagblaðið Vísir fór hörðum orðum um vissan hæstaréttardóm. Þar komst hann m. a. svo að orði: ,,. .  Hitt er líklegra, að hér hafi embættismenn verið að sýkna embættismenn . . .“<br>
Líklega var það snemma á þessu ári (1975), að dagblaðið Vísir fór hörðum orðum um vissan hæstaréttardóm. Þar komst hann m. a. svo að orði: ,,. .  Hitt er líklegra, að hér hafi embættismenn verið að sýkna embættismenn . . .“<br>
Og svo: „Tímabært er orðið, að almennir borgarar snúist til varnar gegn embættismannakerfinu, ekki aðeins á þessu sviði, heldur ótal öðrum . . ." Eftir nokkurn tíma var ritstjórinn rekinn frá blaðinu.
Og svo: „Tímabært er orðið, að almennir borgarar snúist til varnar gegn embættismannakerfinu, ekki aðeins á þessu sviði, heldur ótal öðrum . . ." Eftir nokkurn tíma var ritstjórinn rekinn frá blaðinu.
'''Lokaþáttur þriðju lotu'''
Haustið 1951 fékk ég ársorlof frá starfi samkvæmt fræðslulögunum frá 1946. Liðið var fram í september, þegar ég fékk þetta leyfi menntamálaráðuneytisins í hendur.<br>
Ég hafði greitt allar opinberar skuldir mínar, svo sem útsvar og skatt, svo að ég gæti hindrunarlaust fengið vegabréfið til útlanda. Ég arkaði í skrifstofu bæjarfógetaembættisins og lagði fram kvittanir fyrir greiðslum þessum og æskti þess að fá vegabréfið. Þá urðu þeir eitthvað svo kindarlegir, starfsmennirnir þarna í skrifstofunni, og svöruðu engu fyrst í stað.<br>
Brátt kallaði einn starfsmaðurinn mig á eintal. Hann tjáði mér í hálfum hljóðum, að ég skuldaði sektir í ríkissjóð frá meiðyrðamáli brauðgerðarmeistarans og þeim væri bannað að afhenda mér vegabréfið fyrr en þær væru að fullu greiddar.<br>
Ég bað um viðtal við fógetann (dómarann). „Hvers vegna er mér neitað um vegabréf hér hjá ykkur?“ spurði ég. „Ógreiddar sektir,“ sagði hann. „Ég hef sagt þér það áður, bæjarfógeti, að ég greiði ekki þessar sektir öðruvísi en með tukthúsvist. Ég krefst þess að fá að sitja þær af mér strax, því að tími minn er naumur og það má ekki dragast. Vegabréf verð ég að fá, ella missi ég af orlofinu. Sé það ætlan ykkar að neita mér um vegabréfið, þá krefst ég þess að fá þá neitun skrifaða og staðfesta. Og ég endurtek þá kröfu mína, að þú fullnægir dómnum strax. Þið skuluð sannarlega hafa ánægju af því að geyma mig í fangelsinu hjá ykkur nokkra daga.“ „Við höfum enga ánægju af því,“ sagði valdsmaðurinn og var heldur svona niðurlágur.  Ég dró það í efa. En nú var ekki hryssingurinn eða andblærinn í fasi og í orðum dómarans eins og þegar ég var í réttarhöldunm fyrr á árinu.<br>
Loks bauð hann einum starfsmanni sínum að afhenda mér vegabréfið. Aldrei var framar minnzt á þessar sektir eða málskostnaðinn.<br>
Allar þessar málsóknir og allt þetta málavafstur varð mér síðar í minni eitt af þessum kátbroslegu fyrirbærum tilverunnar í kaupstaðnum á þeim árum, sem baráttan stóð sem hæst og átakamest um tilveru og þróun gagnfræðaskólans í bænum undir minni stjórn.  Ég veit, að minnin um þessi kæru málavafstursævintýri lengja líf mitt. Og einmitt vegna þeirra el ég með mér vonir um að geta gefið út eitt hefti enn af Bliki mínu, þó að aldraður sé orðinn. Þá færðu framhald þessara þátta.<br>
Ég kveð þig kærlega, góði vinur og frændi, með innilegum árnaðar óskum til þín og ungu konunnar þinnar.
Þ. Þ. V.
232

breytingar

Leiðsagnarval