„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, III. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 42: Lína 42:
Formaður Kaupfélagsins Herjólfs, héraðslæknirinn Halldór Gunnlaugsson, boðaði til almenns fundar í kaupfélaginu 18. júní um sumarið eða nokkrum dögum eftir að ungi framkvæmdastjórinn hvarf út til hennar Kaupmannahafnar. Þarna skýrði formaðurinn frá þeirri leiðinlegu staðreynd, - og var þá ekki brattur, - að honum hefði borizt bréf frá Túliníusi stórkaupmanni, þar sem hann gerði þær kröfur til Kaupfélagsins Herjólfs, að það sendi honum þá þegar kr. 12000,00 í peningum upp í andvirði hinna pöntuðu vara. Þá skyldi stórkaupmanninum þar að auki sent allt andvirði efnisins, timbursins, í hina væntanlegu byggingu Kaupfélagsins, vörugeymsluhúsið, sem byggja skyldi þá um haustið (1909), kr. 8000,00.<br>
Formaður Kaupfélagsins Herjólfs, héraðslæknirinn Halldór Gunnlaugsson, boðaði til almenns fundar í kaupfélaginu 18. júní um sumarið eða nokkrum dögum eftir að ungi framkvæmdastjórinn hvarf út til hennar Kaupmannahafnar. Þarna skýrði formaðurinn frá þeirri leiðinlegu staðreynd, - og var þá ekki brattur, - að honum hefði borizt bréf frá Túliníusi stórkaupmanni, þar sem hann gerði þær kröfur til Kaupfélagsins Herjólfs, að það sendi honum þá þegar kr. 12000,00 í peningum upp í andvirði hinna pöntuðu vara. Þá skyldi stórkaupmanninum þar að auki sent allt andvirði efnisins, timbursins, í hina væntanlegu byggingu Kaupfélagsins, vörugeymsluhúsið, sem byggja skyldi þá um haustið (1909), kr. 8000,00.<br>
Nú óska ég að birta hér dálítinn kafla orðréttan úr frumheimildinni um orð formannsins á fundinum: „Ennfremur tjáir nefndur stórkaupmaður, að ''þó'' þessir peningar verði sendir fyrirfram, og að fiskur sá, sem félagið kann að hafa á boðstólum í sumar, verði seldar öðrum en honum sjálfum, þá reikni hann sér 5% fyrir innkaup á vörum og „konto kurant“ (hlaupareikningur)  að auki miðað við hæstu vexti í National-bankanum í Kaupmannahöfn eða 1% hærri en nefndur banki reiknar sér. Þar að auki skýrir vel nefndur stórkaupmaður frá, að allir „Rabatar“ (ágóði), sem kunni að myndast af innkaupum fyrir  nefnt  kaupfélag  falli  þeim sjálfum til en  ekki  Kaupfélaginu Herjólfi, en selji þeir sjálfir fiskinn fyrir það, reikna þeir sér 2 1/2% í ómakslaun. Ennfremur ber Kaupfélaginu Herjólfi að sækja verzlunarfélagið Thor. E. Tulinius og Co. til saka í Sö- og Handelsreten í Kaupmannahöfn, ef mál rís á milli aðilanna.“
Nú óska ég að birta hér dálítinn kafla orðréttan úr frumheimildinni um orð formannsins á fundinum: „Ennfremur tjáir nefndur stórkaupmaður, að ''þó'' þessir peningar verði sendir fyrirfram, og að fiskur sá, sem félagið kann að hafa á boðstólum í sumar, verði seldar öðrum en honum sjálfum, þá reikni hann sér 5% fyrir innkaup á vörum og „konto kurant“ (hlaupareikningur)  að auki miðað við hæstu vexti í National-bankanum í Kaupmannahöfn eða 1% hærri en nefndur banki reiknar sér. Þar að auki skýrir vel nefndur stórkaupmaður frá, að allir „Rabatar“ (ágóði), sem kunni að myndast af innkaupum fyrir  nefnt  kaupfélag  falli  þeim sjálfum til en  ekki  Kaupfélaginu Herjólfi, en selji þeir sjálfir fiskinn fyrir það, reikna þeir sér 2 1/2% í ómakslaun. Ennfremur ber Kaupfélaginu Herjólfi að sækja verzlunarfélagið Thor. E. Tulinius og Co. til saka í Sö- og Handelsreten í Kaupmannahöfn, ef mál rís á milli aðilanna.“
Þegar formaðurinn hafði lesið fundarmönnum þessi kjör stórkaupmannsins, urðu fundarmenn felmtri slegnir. Hvernig gátu þeir látið sér koma til hugar önnur eins ókjör eftir alla blíðmælgina, sem ungi verzlunarskólalærði Vestmannaeyingurinn hafði notað, þegar hann var að gylla fyrir þeim hin hagkvæmu og góðu kjör, sem þessi kunni stórkaupmaður byði þeim eða mundi bjóða þeim, ef þeir létu tilleiðast að stofna til viðskipta við hann og til skulda, en margfalda um leið viðskipti félagsins með auknum vörukaupum og hagstæðum sölum á fiskafurðum? Fundarmönnum tók að súrna sáldur í andans augum. Þeir voru slegnir blygðun sökum þess, að þeir höfðu látið ginna sig svona herfilega. Trúgirni og tál. Tæld var einföld sál! <br>
Þegar formaðurinn hafði lesið fundarmönnum þessi kjör stórkaupmannsins, urðu fundarmenn felmtri slegnir. Hvernig gátu þeir látið sér koma til hugar önnur eins ókjör eftir alla blíðmælgina, sem ungi verzlunarskólalærði Vestmannaeyingurinn hafði notað, þegar hann var að gylla fyrir þeim hin hagkvæmu og góðu kjör, sem þessi kunni stórkaupmaður byði þeim eða mundi bjóða þeim, ef þeir létu tilleiðast að stofna til viðskipta við hann og til skulda, en margfalda um leið viðskipti félagsins með auknum vörukaupum og hagstæðum sölum á fiskafurðum? Fundarmönnum tók að súrna sáldur í andans augum. Þeir voru slegnir blygðun sökum þess, að þeir höfðu látið ginna sig svona herfilega. Trúgirni og tál. Tæld var einföld sál! <br>
Með einróma samþykkt fundarmanna var ungi, verzlunarlærði maðurinn úti í henni Kaupmannahöfn, þegar settur af framkvæmdastjórastöðunni. Jafnframt var einn af stjórnarmönnum félagsins ráðinn framkvæmdastjóri Kaupfélagsins Herjólfs. Það var [[Jón Einarsson]] á Gjábakka. Svo fór um sjóferð þá.<br>
Með einróma samþykkt fundarmanna var ungi, verzlunarlærði maðurinn úti í henni Kaupmannahöfn, þegar settur af framkvæmdastjórastöðunni. Jafnframt var einn af stjórnarmönnum félagsins ráðinn framkvæmdastjóri Kaupfélagsins Herjólfs. Það var [[Jón Einarsson]] á Gjábakka. Svo fór um sjóferð þá.<br>
Halldór læknir Gunnlaugsson, formaður kaupfélagsins, réði mestu um þessar samþykktir fundarmanna, enda hafði hann um sárast að binda.<br>
Halldór læknir Gunnlaugsson, formaður kaupfélagsins, réði mestu um þessar samþykktir fundarmanna, enda hafði hann um sárast að binda.<br>
Lína 66: Lína 66:
Á aukafundi í félaginu 21. sept 1910 var mjög til umræðu allur sá rógur, sem spunnizt hafði utan um starfsemi Kaupfélagsins Herjólfs á liðnu sumri. Virðist stjórnin hafa boðað til þessa fundar til þess að kveða hann niður, veita félagsmönnum svör við ýmsum spurningum, svo að þeir vissu hið sanna um rekstur þess og áhrif til hins betra í daglegum viðskiptum alls almennings í kauptúninu. Á fundi þessum hélt Magnús Guðmundsson ræðu. Óska ég að birta kafla úr henni. Á milli orðanna má álykta um uppsprettu rógsins á starf félagsins o.s.frv. Þar segir í frumheimild: „Magnús Guðmundsson talaði um nauðsyn kaupfélagsins, og hve áríðandi væri, að góður andi ríkti innan þess félagsskapar og hve mikið það hefði að segja, að menn töluðu svo vel um hann, sem hann verðskuldaði. Gat hann þess, að óhyggilegt væri fyrir einn og sérhvern að taka trúanleg orð kaupmanna um hann vegna þess, að það væri öllum vitanlegt, að þeim væri illa við slíkan félagsskap.“ — <br>
Á aukafundi í félaginu 21. sept 1910 var mjög til umræðu allur sá rógur, sem spunnizt hafði utan um starfsemi Kaupfélagsins Herjólfs á liðnu sumri. Virðist stjórnin hafa boðað til þessa fundar til þess að kveða hann niður, veita félagsmönnum svör við ýmsum spurningum, svo að þeir vissu hið sanna um rekstur þess og áhrif til hins betra í daglegum viðskiptum alls almennings í kauptúninu. Á fundi þessum hélt Magnús Guðmundsson ræðu. Óska ég að birta kafla úr henni. Á milli orðanna má álykta um uppsprettu rógsins á starf félagsins o.s.frv. Þar segir í frumheimild: „Magnús Guðmundsson talaði um nauðsyn kaupfélagsins, og hve áríðandi væri, að góður andi ríkti innan þess félagsskapar og hve mikið það hefði að segja, að menn töluðu svo vel um hann, sem hann verðskuldaði. Gat hann þess, að óhyggilegt væri fyrir einn og sérhvern að taka trúanleg orð kaupmanna um hann vegna þess, að það væri öllum vitanlegt, að þeim væri illa við slíkan félagsskap.“ — <br>
„Þorsteinn Jónsson, Laufási, skýrði frá, að hann hefði heyrt menn segja, að vörur í félaginu væru ekki ódýrari en hjá kaupmönnum. Ef svo væri, þá væri það félaginu að þakka ... og bæri að þakka því hið fallandi verð á flestum útlendum vörum hér ...“<br>
„Þorsteinn Jónsson, Laufási, skýrði frá, að hann hefði heyrt menn segja, að vörur í félaginu væru ekki ódýrari en hjá kaupmönnum. Ef svo væri, þá væri það félaginu að þakka ... og bæri að þakka því hið fallandi verð á flestum útlendum vörum hér ...“<br>
[[Mynd: 1969 b 121 A.jpg|thumb|350px|''Magnús Guðmundsson, útvegsbóndi og skipstjóri, [[Vesturhús]]um]]''. Hin 22. jan. 1911 samþykkti almennur fundur í kaupfélaginu hin nýju lög, er Sigurður hreppstjóri og Árni gjaldkeri höfðu þá lokið við að semja fyrir félagið í samvinnu og í samráði við stjórn þess, og þá fyrst og fremst formann þess, Halldór lækni. Áður en fundi lauk, var samþykkt að kosta til prentunar á lögunum. Þess vegna hefi ég þessi lög í hendi mér og óska að láta prenta hér nokkra kafla úr þeim til þess að gefa til kynna og undirstrika hugsjónir þeirra manna, sem beittu sér fyrir hagsbótastarfi Kaupfélagsins Herjólfs hf. hér í Vestmannaeyjum.
[[Mynd: 1969 b 121 A.jpg|thumb|350px|''Magnús Guðmundsson, útvegsbóndi og skipstjóri, [[Vesturhús]]um.]]'' <br>
Hinn 22. jan. 1911 samþykkti almennur fundur í kaupfélaginu hin nýju lög, er Sigurður hreppstjóri og Árni gjaldkeri höfðu þá lokið við að semja fyrir félagið í samvinnu og í samráði við stjórn þess, og þá fyrst og fremst formann þess, Halldór lækni. Áður en fundi lauk, var samþykkt að kosta til prentunar á lögunum. Þess vegna hefi ég þessi lög í hendi mér og óska að láta prenta hér nokkra kafla úr þeim til þess að gefa til kynna og undirstrika hugsjónir þeirra manna, sem beittu sér fyrir hagsbótastarfi Kaupfélagsins Herjólfs hf. hér í Vestmannaeyjum.


2. grein.
2. grein.
Lína 107: Lína 108:




<center>[[Mynd: 1974 b 38 A.jpg|ctr|400px]]</center>
<center>[[Mynd: 1974 b 38 A.jpg|ctr|500px]]</center>




Leiðsagnarval