„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 691: Lína 691:




1. fl. þorskur  ... kr. 112,00 skipp.<br>
1. fl. þorskur  ... kr. 112,00 skipp.<br>
2. fl. þorskur  ... — 112,40 —<br>
2. fl. þorskur  ... — 112,40 —<br>
Langa —  95,20 —<br>
Langa ........ —  95,20 —<br>
1. fl. ýsa —   74,80 —<br>
1. fl. ýsa ....... 74,80 —<br>
og greitt skyldi fyrir hvert pund af <br>
og greitt skyldi fyrir hvert pund af <br>
verkuðum sundmaga kr. 0,66.<br>
verkuðum sundmaga kr. 0,66.<br>


Þetta haust gerði Gísli J. Johnsen félaginu hagstæðasta tilboðið um kaup á olíu handa félagsmönnum kr. 35,00 hverja tunnu hér á staðnum. Jafnframt bauðst hann til að greiða kr. 4,00 fyrir hverja tóma olíutunnu, en öll olía var þá flutt til landsins á tunnum, eikartunnum, að miklu leyti a. m. k.
í desember 1915 hreyfði formaður félagsins, G. L., markverðu máli á almennum félagsfundi. Hann bar upp á fundinum þá hugmynd sína, hvort ekki væru tök á að stofna til hlutafélags í byggðarlaginu, sem hefði það markmið að stofna til síldveiða með snurpinót og stórum vélbátum eða vélskipum. Taldi hann, að Eyjamenn væru að dragast aftur úr um þessar framkvæmdir og veiðar. Mál þetta fékk góðar undirtektir manna og skyldi það íhugað nánar.
Sveinn P. Scheving var ráðinn til þess að veita afurðum félagsmanna móttöku í húsi félagsins og skyldi hann hafa 60 aura í kaup fyrir hverja unna klukkustund. Framkvæmdastjórinn fékk greiddar kr. 1800,00 í árskaup 1916, en þau laun voru síðar hækkuð upp í kr. 3000,00 vegna aukinna starfa.
Rétt er að minna á það, að heimsstyrjöldin fyrri var nú í algleymingi, og allt verðlag fór hækkandi ár frá ári. Til samanburðar við fyrri tölur vil ég hér geta þess, að sumarið 1916 var verð á 1. fl. Spánarfiski orðið kr. 129,00 skippundið, og kr. 125,00 af löngu, og hvert kg. af verkuðum sundmaga á kr. 1,55. Allar neyzluvörur hækkuðu gífurlega í verði.
Árið 1916 afréð stjórnin með samþykki félagsmanna að kaupa stóra húsið, sem stóð á Eiðinu, fyrir kr. 9.550,00 og flytja það síðan á starfssvæði félagsins, lóðir þess, við Sjó¬mannasund. Svo var gert og bættu þau húsakaup mjög úr húsrýmiseklu félagsins, sem þurfti mikið húsrými til geymslu á neyzluvörum, salti og ekki sízt afurðum félagsmanna.
Einnig kom Bjarmi á stofn sérstakri lifrarbræðslu til þess að vinna lýsi til útflutningsins úr lifur félagsmanna sinna. Það bræðsluhús stóð við Strandveginn, þar sem íbúðarhúsið og verzlunarhúsið Sandur stendur nú, húsið nr. 63 við Strandveg.
Vegna hinnar miklu grósku í félagsstarfinu, óskuðu fleiri útgerðarmenn að gerast félagar í Bjarma og njóta hagsmuna af starfi félagsins. í ársbyrjun 1917 sóttu 10 útgerðarmenn um inngöngu í félagið. Til svars við þeirri beiðni var samþykkt á almennum fundi í félaginu að gefa 7 af þessum 10 umsækjendum kost á að kaupa hlutabréf í félaginu. Þrem mönnum var hafnað. Þessir fengu þá að gerast félagsmenn:
1. Guðjón Eyjólfss., bóndi, Kirkjubæ <br>
2. Sigurður Hróbjartsson, Litlalandi<br>
3. Erlendur Arnason, Gilsbakka<br>
4. Jón Jónsson<br>
5. Ísleifur Sigurðsson, Ráðagerði<br>
6. Bjarni Einarsson, Hlaðbæ.<br>
7. Lárus Halldórsson, Velli.<br>
Heildarumsetning hf. Bjarma nam kr. 362.253,49 árið 1916, sem var þriðja starfsár félagsins. Af upphæð þessari nam andvirði seldra fiskafurða kr. 261.252,21. Þess er að gæta, að sumir stærstu útgerðarmennirnir og um leið aflasælustu formennirnir voru félagsmenn í Bjarma.
Vorið 1917 var allt í óvissu um framtíð alls atvinnureksturs í landinu sökum ófriðarbálsins. Þá bauðst  Bjarma 280 smálestir af salti til kaups á kr. 200,00 hverja smálest. Stjórn félagsins hafnaði þessu boði sökum þess, að allt var í óvissu um það, hvort nokkur olía fengist handa bátaflotanum á næstu misserum. Þó útlitið um atvinnureksturinn væri ískyggilegt, sóttu útgerðarmenn í Eyjum um inngöngu í Bjarma og þá að njóta allra félagsréttinda þar. Þannig stóð á því, að stjórn félagsins mælti með því öðru hvoru á almennum félagsfundum, að fleiri mönnum yrði bætt við félagalistann og fengu að skrifa sig inn í félagið. Fátt sannar betur það traust, sem félagsskapur þessi naut með Eyjamönnum undir stjórn Gísla Lárussonar, Magnúsar Guðmundssonar, Geirs á Geirlandi, Þorsteins í Laufási, Högna í Baldurshaga og Olafs Auðunssonar.
Sumarið 1917 afréð stjórnin að greiða félagsmönnum fyrir lifrina frá síðustu vertíð 54 aura fyrir hvern líter af nr. 1 og 40 aura fyrir lifur nr. 2. Það þótti býsna gott verð þá á framleiðsluvöru þessari, enda átti Bjarmi sjálfur lifrarbræðslu sína og naut þannig hæsta verðs fyrir lýsið.
Þetta sumar seldi Bjarmi saltfisk nr. 1 á kr. 170,00 skippundið og fyrir kr. 164,00 af nr. 2. Það þótti gott verð þá. Langan nr. 1 var seld þá á kr. 160,00 hvert skpd í húsi, þ. e. án umbúða. Þegar leið á sumarið, greiddist furðanlega úr öllum vandræðunum með kaup á steinolíu og salti. Útgerðarmenn höfðu til tveggja aðila að leita um olíukaupin, Hins íslenzka steinolíufélags og Landsverzlunarinnar.
Sumarið 1918 kostaði smálestin af saltinu útgerðarmanninn kr. 265,00 og kr. 305,00 það salt, sem var flutt til Eyja frá Reykjavík.
Þegar útgerðarreikningar félagsmanna í Barma voru gerðir upp eftir vertíðin 1919, kom það berlega í ljós, að þeir höfðu grætt mikið á undanförnum vertíðum og höfðu því töluvert fjármagn undir höndum. Ekki var sú góða afkoma þeirra minnst að þakka félagssamtökunum, útrýmingu milliliðanna. Nú gerðust sumir félagsmenn Bjarma stórhuga og vöktu máls á því, að þeir vildu leggja fé í togaraútgerð. Þó var það ekki hugmyndin, að Bjarmi væri beint við það mál riðinn. Formaður félagsins vakti máls á þessari hugdettu á almennum félagsfundi Bjarma 17. maí 1919. Þorsteinn í Laufási var talinn vera sá fyrsti, sem vakti máls á þessu með félagsmönnum. Talið var eðlilegast, að 5 þúsund króna hlutabréf yrði hið minnsta, sem félagsmönnum yrði gefinn kostur á að kaupa í togarahlutafélaginu. Enginn mótmælti því, og gæti það gefið svolitla hugmynd um hina traustu efnahagsafkomu þessara manna, því að 5 þúsund krónur 1919 voru ekki þá litlir peningar.
Hinn 21. júní 1919 lá fyrir stjórn¬arfundi í Bjarma sérlegt bréf. Árni J. Johnsen, eigandi húseignarinnar Frydendal býðst til að selja félaginu þessa húseign ásamt lóðarréttindum fyrir kr. 40.000,00. Frydendalur var tveggja hæða hús með íbúð eða íbúðum á efri hæð og búð á 1. hæð. Þar rak eigandinn sjálfur verzlun, þegar hér er komið sögu.
I júlí um sumarið (1919) samþykktu allir félagsmenn Bjarma, sem sátu þá almennan fund í félaginu, að kaupa Frydendal fyrir kr. 42.000,00, með því að „félaginu munaði í raun og veru lítið um 2000 kr. hækkun, ef það álitist nauðsynlegt" að kaupa húseignina. Þetta orðalag sannar enn hina sterku fjárhagsaðstöðu hf. Bjarma. Eftir að eigandi Frydendals hafði boðið Bjarma húseignina til kaups, hafði honum verið boðið í húsið kr. 42.000,00.
Var nú ætlan forustumanna samtakanna að opna búð og stofna til smásölu á vegum Bjarma. Þá hafði Bjarmi starfað í 5 ár og vörukaup félagsins og sala verið einskonar pöntunarfélagsstarfsemi. Nú loks skyldi Bjarmi opna búð.
Sumarið 1919 var stofnað „Eimskipafélag Suðurlands". Þannig skyldi bætt úr brýnni þörf um auknar samgöngur við Suðurströnd landsins. Eyjamönnum var að sjálfsögðu boðið að leggja fé í fyrirtæki þetta, kaupa hlutabréf í félaginu. Bjarmamenn vildu vissulega stuðla að auknum og bættum samgöngum og neyttu nú gróða síns undanfarin ár og afréðu að leggja í „Eimskipafélag Suð¬urlands" kr. 20.000,00. Það voru miklir fjármunir árið 1919 og Eyjamönnum í heild til verðugs sóma. Um líkt leyti gaf Bjarmi kr. 1000,00 í Ekknasjóð Eyjamanna.
Um haustið (1919) samþykkti almennur félagsfundur í Bjarma að gefa kr. 10.000,00 til Björgunarfélags Vestmannaeyja vegna kaupa þess á björgunarskipinu Þór.
Þannig má með sanni segja, að félagsmenn Bjarma hafi haft góðan vilja til að byggðarlagið nyti velgengni í félagsmálum þessum og hversu þeir höfðu notið mikils hagnaðar og hagræðis af samtökum sínum, eins og jafnan tekst, þegar vel og drengilega er á málum þeim haldið og hyggilega og heiðarlega.
Árið 1919 greiddi Bjarmi 80 aura fyrir lítirinn af lifur nr. 1 og 60 aura fyrir lifur nr. 2.
Íslandsbankaútibúið í Vestmannaeyjum var þess vissulega vitandi, að ábyrgðir í Bjarma voru einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þetta notfærði bankastofnunin sér til öryggis í viðskiptunum við Bjarma, og félagsmönnum var það traust til mikils hagræðis. Þannig lánaði bankinn félagsstjórninni kr. 120.000,00 vorið 1920. Þetta fé lánaði hún síðan félagsmönnum í Bjarma til þess að létta þeim uppgjörið við vertíðar menn sínan við vertíðarlokin. Þessa hjálp hafði stjórn Bjarma veitt félagsmönnum oftar undanfarin vor. Þannig höfðu þeir máttarminni í félagsskapnum stuðning og mikið hagræði af þeim, sem betur máttu sín fjárhagslega. Jafnframt þessu láni veitti bankinn félaginu 100 þúsund króna rekstrarlán, þar sem það hugðist nú opna smásöluverzlun.
Almennur félagsfundur var haldinn 2. ágúst 1921. Kom þar fyrst fram nokkur óánægja með reksturinn á Bjarma, og beindu félagsmenn óþægilegum spurningum til framkvæmdastjórans;
t. d.:
1. Hver var ástæðan fyrir því, að Bjarmi var einasta fisksölufélagið í bænum, sem enn lá með óseldan fisk frá fyrra ári. Kváðu ýmsir, að það mundi stafa af slóðaskap og skeytingarleysi. <br>
2. Ýmsir félagsmenn höfðu orð á því, að starfsmenn félagsins, hinir föstu, mundu óþarflega margir og ekki vel valdir, - sumir. (Vitað var, að þar voru drykkjumenn með í bland.)<br>
3. Kvartað var undan því, hversu sjaldan voru haldnir fundir í félaginu. T. d. höfðu þarna liðið 11-12 vikur milli funda. Svo strjálir fundir mundu leiða af sér hirðuleysi félagsmanna um hag félagsins og skeytingarleysi, töldu félagsmenn.<br>
Þessi aðfinnsla vakti miklar umræður á fundinum og heitar á köflum. Þó virtust allir sáttir að kalla, þegar slitið var fundi, og þótti ýmsum betur hefði úr rætzt en á horfðist um tíma á umræðu- og hitafundi þessum, því að þar voru sumir félagsmenn ómyrkir í máli. Grun hef ég um það, að sleifarlag það, er ýmsum þótti vera komið á rekstur Bjarma, hafi valdið því, að Ólafur Auðunsson gaf ekki kost á sér í stjórnina á síðasta aðalfundi. Hefur líklega heldur kosið að draga sig í hlé en vera bendlaður við óstjórn og standa í ófriði við gamla samstarfsmenn til að fá bót ráðna á henni.
Nú tók verulega að halla undan fæti í starfi og rekstri hf. Bjarma. Mest háði félaginu skorturinn á rekstrarfé, sem stafaði af því, að bæði félagsmönnum og ekki síður utanfélagsmönnum hafði verið lánað bæði veiðarfæri, salt , olía og neysluvörur. Svo þegar innheimta átti eða fá skuldirnar greiddar, fékkst ekkert greitt. Þannig skapaðist viðskiptaöngþveiti, sem sligaði félagið.
Þessi vandræði leiddu til óánægju félagsmanna og tortryggni um rekstur og hag félagsins. Afleiðingarnar urðu þær, að félagsmenn sneru bakinu við félagsskapnum og beindu viðskiptum sínum annað.
Þessari erfiðu innheimtu olli m. a. verðfall á sjávarafurðum á þessum tímum og ógætilega lánastarfsemi, of mikil bjartsýni í öllu þessu viðskipta og fjármálalífi. Hjá þeim, sem kynnist heimildunum, vaknar sá grunur, að linkind hafi nokkru valdið um slælega innheimtu, sem átti að einhverju leyti rætur að rekja til þess, að allir þekktu alla og lifðu í „landi kunningsskaparins".
Haustið 1922 varð Bjarmi að selja 1 .flokks saltfisk fyrir kr. 152,50 hvert skpd: 2. fl. fisk fyrir kr. 140,00; 1. fl. netafisk fyrir kr. 135,00; 2. fl. netafisk fyrir kr. 120,00 og 3. fl. fisk fyrir kr. 100,00 hvert skpd. Áður var fiskverðið miðað við fiskinn ópakkaðan eða stafla í húsi, en þetta verð, er ég nú greindi, var gefið fyrir fiskinn pakkaðan og kominn um borð í flutningaskipið. Hér var því um stórkostlegt verðfall að ræða miðað við það, sem áður var, þegar bezt lét.
Á stjórnarfundi 28. des. 1922 lýsti framkvæmdastjórinn og formaður félagsins, Gísli gullsmiður Lárusson, yfir því, að hann hætti störfum við félagið, er hann hefði lokið uppgjöri reikninga þess fyrir árið það ár. Jafnframt minnti hann á þá staðreynd, að hann hefði fyrir mörgum mánuðum sagt upp starfinu. Ekki gátu aðrir stjórnarmenn neitað því. Ekki hafði þá verið haldinn aðalfundur félagsins fyrir árið 1921. Hann var fyrst haldinn 4. jan. 1923. Áður hafði komið til tals á stjórnarfundi, að Bjarmi hætti störfum bæði sökum ofmikilla útistandandi skulda og svo hins, að töluverður hluti félagsmanna var hættur framleiðslu, hættur allri útgerð. Þeir töldust vera 9 eða nálægt félagsmanna. Aðrir 8 félagsmenn voru svo skuldum hlaðnir, að lítill slægur var í þeim í félagsskapnum. Mikill hiti var í sumum stofnendum Bjarma á fundi þessum sökum þess, hvernig komið var fyrir félagsskapnum. Þeir vildu sumir sækja stjórnina til saka um hinar miklu lánveitingar,sem nú ullu mestu erfiðleikunum í rekstri félagsins. Þá gátu þessir menn óttazt, að þeir yrðu að blæða fyrir hina, þar sem ábyrgðin var sameiginleg að baki félaginu.
Á þessum aðalfundi voru einnig lesnir upp reikningar félagsins síðustu 5 mánuðina eða frá 1. jan. til 1. júní 1922. Vottuðu þeir, að félagið hafði tapað kr. 20.000,00 í eignum á þessum 5 mánuðum.
Vorið 1923, er stjórnin skyldi skila framtalsskýrslum félagsins, varð hún sammála um, að sanngjarnt og rétt væri að afskrifa útistandandi skuldir félagsins um kr. 17.018,72. Það voru miklir fjármunir á þeim tímum.
Um sumarið (í júní 1923) var svo Arni Gíslason, sonur hins fráfarandi framkvæmdastjóra, ráðinn framkvæmdastjóri félagsins með því skilyrði, að hann hætti víndrykkju, er hann hét stjórninni.
Þegar hér er komið sögu, leggjast bæði stjórnarfundir og félagsfundir í Bjarma á hilluna í 15 mánuði, svo að fátt verður vitað um athafnir félagsins þann tíma eða gjörðir stjórnarinnar til viðreisnar félaginu.
Síðari hluta janúar 1925 hélt félagið aðalfund ársins 1923 og svo að nokkru leyti fyrir árið 1922. Skiptar voru þar skoðanir um framtíð félagsins. Nú var svo komið, að maðurinn, sem jafnan hafði haft minnst fylgi félagsmanna í stjórn félagsins, meðan allt lék í lyndi fyrir því, hlaut nú við kosningu í stjórn félagsins  meira  traust  en  nokkru




83

breytingar

Leiðsagnarval