„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 730: Lína 730:
Hinn 21. júní 1919 lá fyrir stjórn¬arfundi í Bjarma sérlegt bréf. Árni J. Johnsen, eigandi húseignarinnar Frydendal býðst til að selja félaginu þessa húseign ásamt lóðarréttindum fyrir kr. 40.000,00. Frydendalur var tveggja hæða hús með íbúð eða íbúðum á efri hæð og búð á 1. hæð. Þar rak eigandinn sjálfur verzlun, þegar hér er komið sögu.
Hinn 21. júní 1919 lá fyrir stjórn¬arfundi í Bjarma sérlegt bréf. Árni J. Johnsen, eigandi húseignarinnar Frydendal býðst til að selja félaginu þessa húseign ásamt lóðarréttindum fyrir kr. 40.000,00. Frydendalur var tveggja hæða hús með íbúð eða íbúðum á efri hæð og búð á 1. hæð. Þar rak eigandinn sjálfur verzlun, þegar hér er komið sögu.


I júlí um sumarið (1919) samþykktu allir félagsmenn Bjarma, sem sátu þá almennan fund í félaginu, að kaupa Frydendal fyrir kr. 42.000,00, með því að „félaginu munaði í raun og veru lítið um 2000 kr. hækkun, ef það álitist nauðsynlegt" að kaupa húseignina. Þetta orðalag sannar enn hina sterku fjárhagsaðstöðu hf. Bjarma. Eftir að eigandi Frydendals hafði boðið Bjarma húseignina til kaups, hafði honum verið boðið í húsið kr. 42.000,00.
Í júlí um sumarið (1919) samþykktu allir félagsmenn Bjarma, sem sátu þá almennan fund í félaginu, að kaupa Frydendal fyrir kr. 42.000,00, með því að „félaginu munaði í raun og veru lítið um 2000 kr. hækkun, ef það álitist nauðsynlegt" að kaupa húseignina. Þetta orðalag sannar enn hina sterku fjárhagsaðstöðu hf. Bjarma. Eftir að eigandi Frydendals hafði boðið Bjarma húseignina til kaups, hafði honum verið boðið í húsið kr. 42.000,00.
Var nú ætlan forustumanna samtakanna að opna búð og stofna til smásölu á vegum Bjarma. Þá hafði Bjarmi starfað í 5 ár og vörukaup félagsins og sala verið einskonar pöntunarfélagsstarfsemi. Nú loks skyldi Bjarmi opna búð.
Var nú ætlan forustumanna samtakanna að opna búð og stofna til smásölu á vegum Bjarma. Þá hafði Bjarmi starfað í 5 ár og vörukaup félagsins og sala verið einskonar pöntunarfélagsstarfsemi. Nú loks skyldi Bjarmi opna búð.
Sumarið 1919 var stofnað „Eimskipafélag Suðurlands". Þannig skyldi bætt úr brýnni þörf um auknar samgöngur við Suðurströnd landsins. Eyjamönnum var að sjálfsögðu boðið að leggja fé í fyrirtæki þetta, kaupa hlutabréf í félaginu. Bjarmamenn vildu vissulega stuðla að auknum og bættum samgöngum og neyttu nú gróða síns undanfarin ár og afréðu að leggja í „Eimskipafélag Suð¬urlands" kr. 20.000,00. Það voru miklir fjármunir árið 1919 og Eyjamönnum í heild til verðugs sóma. Um líkt leyti gaf Bjarmi kr. 1000,00 í Ekknasjóð Eyjamanna.
Sumarið 1919 var stofnað „Eimskipafélag Suðurlands". Þannig skyldi bætt úr brýnni þörf um auknar samgöngur við Suðurströnd landsins. Eyjamönnum var að sjálfsögðu boðið að leggja fé í fyrirtæki þetta, kaupa hlutabréf í félaginu. Bjarmamenn vildu vissulega stuðla að auknum og bættum samgöngum og neyttu nú gróða síns undanfarin ár og afréðu að leggja í „Eimskipafélag Suð¬urlands" kr. 20.000,00. Það voru miklir fjármunir árið 1919 og Eyjamönnum í heild til verðugs sóma. Um líkt leyti gaf Bjarmi kr. 1000,00 í Ekknasjóð Eyjamanna.
Lína 760: Lína 760:
Um sumarið (í júní 1923) var svo Arni Gíslason, sonur hins fráfarandi framkvæmdastjóra, ráðinn framkvæmdastjóri félagsins með því skilyrði, að hann hætti víndrykkju, er hann hét stjórninni.
Um sumarið (í júní 1923) var svo Arni Gíslason, sonur hins fráfarandi framkvæmdastjóra, ráðinn framkvæmdastjóri félagsins með því skilyrði, að hann hætti víndrykkju, er hann hét stjórninni.
Þegar hér er komið sögu, leggjast bæði stjórnarfundir og félagsfundir í Bjarma á hilluna í 15 mánuði, svo að fátt verður vitað um athafnir félagsins þann tíma eða gjörðir stjórnarinnar til viðreisnar félaginu.
Þegar hér er komið sögu, leggjast bæði stjórnarfundir og félagsfundir í Bjarma á hilluna í 15 mánuði, svo að fátt verður vitað um athafnir félagsins þann tíma eða gjörðir stjórnarinnar til viðreisnar félaginu.
Síðari hluta janúar 1925 hélt félagið aðalfund ársins 1923 og svo að nokkru leyti fyrir árið 1922. Skiptar voru þar skoðanir um framtíð félagsins. Nú var svo komið, að maðurinn, sem jafnan hafði haft minnst fylgi félagsmanna í stjórn félagsins, meðan allt lék í lyndi fyrir því, hlaut nú við kosningu í stjórn félagsins  meira  traust  en  nokkru
Síðari hluta janúar 1925 hélt félagið aðalfund ársins 1923 og svo að nokkru leyti fyrir árið 1922. Skiptar voru þar skoðanir um framtíð félagsins. Nú var svo komið, að maðurinn, sem jafnan hafði haft minnst fylgi félagsmanna í stjórn félagsins, meðan allt lék í lyndi fyrir því, hlaut nú við kosningu í stjórn félagsins  meira  traust  en  nokkru sinni fyrr. Það var Ólafur Auðunsson í Þinghól. Nú höfðu loks opnazt augu félagsmanna fyrir hyggindum hans og gætni um öll lánaviðskiptin. Nú loks var þeim það ljóst, að betur væri komið hag félagsins, ef hann hefði ekki verið borinn ráðum í stjórn þess og á almennum fundum þess, þegar Bjarmi hóf hin víðtæku lánaviðskipti sín. Sumir þeir félagsmenn, sem hæst höfðu haft áður og mest áhrifin í félagsskapnum, höfðu nú loks misst álit og fylgi félagsmanna. Sumir félagsmenn töldu það helzt til seint.
 
í ágústmánuði 1925 var fenginn verzlunarmaður utan af landi til þess að gera upp reikninga Bjarma fyrir árið 1924, þegar sýnt þótti, að það uppgjör yrði ekki af hendi innt það ár. Sá maður var Hjálmur Konráðsson, verzlunarmaður.
Nú dundu yfir stjórn K.f. Bjarma víxlakröfur og stefnur vegna skulda félagsins við bankastofnanir og einstaklinga — kröfur, sem það hafði ekki getað fullnægt sökum fjárskorts vegna hinna miklu útistandandi verzlunarskulda, sem ekki fengust greiddar. Persónulega voru stjórnarmenn kaupfélagsins ábyrgir fyrir töluverðum hluta af víxlunum.
 
í sambandi við öll þessi viðskiptavandræði afréð stjórnin að skipta um framkvæmdastjóra í félaginu. — Hjálmur Konráðsson var ráðinn framkvæmdastjóri K/f Bjarma í október 1925. - Þá taldist félagið tæpast eiga fyrir skuldum eða vera eignalaust. Þó gat Hjálmur ekki tekið við framkvæmdunum eða beitt sér að þeim fyrr en hann hafði lokið við að gera upp reikninga félagsins, og var þá Magnúsi bónda Guðmundssyni á Vesturhúsum, ritara félagsins frá stofnun þess, falið að ráða fram úr skuldakröggunum og hindra, að gengið yrði að félaginu. Á aðalfundi félagsins í október 1925 sýndi það sig, að Ólafur Auðunsson og Magnús Guðmundsson nutu mests trausts félagsmanna til að bjarga Bjarma frá gjaldþroti eða dauða. Varð nú Ólafur formaður félagsins og Magnús ritari stjórnarinnar eins og alltaf áður.
 
Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í Goodtemplarahúsinu á Mylluhól, eins og flestir eða allir aðalfundir þess, var afráðið og samþykkt, að afskrifa af töpuðum skuldum nálega 20 þúsundir króna. Jafnframt var samþykkt, að hlutabréfin gömlu, sem um tíma, meðan reksturinn stóð í blóma, höfðu margfaldast í verði, hengju enn í nafnverði, sem var kr. 200,00.
Á aðalfundi Bjarma 1925 hafði verið samþykkt að breyta lögum félagsins og móta það samvinnufélag samkvæmt gildandi landslögum um þau. Þessu var komið í framkvæmd á aðalfundinum 1926. Þá lagði stjórnin fram frumvarp til nýrra félagslaga, sem var samþykkt. Þar með var Hf. Bjarma breytt í K/f Bjarma og hlutafjáreign hvers félagsmanns breytt í stofnfjáreign. Stjórnina skipuðu í hinu nýja kaupfélagi þeir 01-afur Auðunsson, Þorsteinn Jónsson, Kristján Egilsson, Stað, Stefán Guðlaugsson, Gerði, og Magnús Guðmundsson.
Eftir því sem fiskverð hafði verið og virtist ætla að verða, afréð stjórn Kaupfélagsins Bjarma að greiða fyrir fisk á vertíð 1927 sem hér segir: Fyrir þorsk nr. 1 kr. 97,00 hvert skippund; fyrir þorsk nr. 2 kr. 88,00; fyrir netafisk nr. 1 kr. 91,00 og fyrir allan þorsk nr. 3 kr. 79,00 hvert skpd. Lifrarverðið var þetta: Fyrir lifrarlítir nr. 1 kr. 0,40 og nr. 2 kr. 0,30.
Ef þetta verð er borið saman við afurðaverðið á styrjaldarárunum, kemur í ljós geysilegt verðfall á öllum sjávarafurðunum frá þeim árum.
Veldur hver á heldur, stendur þar. Eftir að Hjálmur Konráðsson hafði veitt Hf. Bjarma forstöðu í 1 ár, tók fjárhagur þess að rétta við, svo að um munaði. Félagsmenn fengu 7% ágóðahlut af öllum keyptum vörum.
Þá var afgangurinn af hagnaðinum kr. 16.979,23, sem samþykkt var að leggja í húsbyggingarsjóð félagsins. En alls reyndist hagnaðurinn af rekstri kaupfélagsins árið 1927 kr. 36.839,43.
 
Frá því að Hf. Bjarma var breytt í kaupfélag, hafði verið á döfinni undirbúningur að búðarbyggingu við Miðstræti. En þegar til kom, vildi byggingarnefnd kaupstaðarins ekki leyfa lægra hús þar en tvær hæðir. Þetta verzlunarhús Hf. Bjarma átti að standa svo að segja rétt suður af Frydendal. Tveggja hæða hús svo nálægt Frydendal var talið spilla því húsi, skyggja á sól og fl.
 
Stjórn kaupfélagsins afréð því að flytja verzlunarhús sitt Frydendal um rúma breidd sína suður að Miðstrætinu. Þetta verk tóku tveir iðnaðarmenn í kaupstaðnum að sér að framkvæma, þeir Magnús Ísleifsson trésmíðameistari í London og Einar Magnússon járnsmíðameistari í StóraHvammi við Kirkjuveg.
Þetta stórvirki var framkvæmt haustið 1928. Þegar svo lokið var við að flytja þetta tveggja hæða hús, hófst bygging búðar vestan við það og áföst því. Sú búð var mótuð einnar hæðar hús og jafnbreið sjálfu húsinu eða 7 metrar og 8 metra löng. Húsameistararnir Magnús Ísleifsson og Jóhann Jónsson á Brekku við Faxastíg áætluðu, að viðbygging þessi kostaði fullgerð 7-8 þúsundir króna.
Árið 1928 nam verzlunarhagnaður kaupfélagsins samtals kr. 52.947,50. Nú gerðist stjórn félagsins stórhuga, er svo vel gekk reksturinn, og ræddi um að reisa félaginu nýtt salt og fiskgeymsluhús.
En útlit viðskipta- og atvinnulífs ins breyttist mjög til hins verra, þegar leið á árið 1929. Heimskreppan mikla var í aðsigi.
Það voru ekki aðeins félagsmenn Kf. Bjarma, sem fundu á sérgróskuna í félagsskapnum. Bæjarbúar í heild fundu hana og margir sóttust eftir að verða félagsmenn með öllum óskertum félagsréttindum í Kf. Bjarma. Auðvitað var það fyrst og fremst kaupfélagsstjórinn og störf hans, sem áunnu félaginu allt þetta álit og traust og svo styrk og heiðarleg forustu Ólafs Auðunssonar og félaga hans. Fast var í taumana haldið og hvergi rasað um ráð fram.
Á aðalfundi 5. maí 1930 varð félagsmönnum það ljóst, að Kf. Bjarmi hafði ágóða eftir reksturinn 1929, sem nam hvorki meira né minna en kr. 52.822,59. Það voru miklir fjármunir á þeim tímum.
En á árinu 1930 tók fiskur mjög að lækka í verði á heimsmarkaðnum. Heimskreppan mikla var að færast í aukana. Þess vegna urðu öll viðskipti viðsjárverð, ekki sízt hjá fyrirtækjum, sem lánuðu stórfé í vörum út á hinn óskotna ref, afurðir, sem áttu verðgildi sitt undir duttlungum og veðrabrigðum í viðskiptalífinu á heimsmarkaðnum.
Kreppan sagði fljótt til sín í öllum rekstri Bjarma. Verðfall fisksins olli því, að útgerðarmenn náðu hvergi nærri saman endum í framleiðslustarfi sínu, afurðirnar hrukku ekki fyrir kostnaði. Þannig hlóðust skuldirnar upp hjá þeim bæði í Bjarma og annars staðar. Þó sýndu reikningar félagsins töluverðan hagnað af rekstrinum 1930 eða kr. 36.572,24. Þess er að gæta, að í veikri von sumra stjórnarmanna er gert ráð fyrir því, að útistandandi skuldir greiðist að mestu leyti, en svo kom fljótt skarð í allan þennan pappírsgróða, ef ég mætti nefna hann svo, þegar stjórnin neyddist til að afskrifa svo og svo mikið af útistandandi skuldum árlega, þar til gefizt var upp við reksturinn, lauparnir lagðir upp, með því að hagnaðurinn af rekstrinum fór minnkandi ár frá ári og á sama tíma uxu afskriftir hinna útistandandi skulda eða eigna, sem hurfu í kreppuna.
í nóvember fór Hjálmur kaupfélagsstjóri til Reykjavíkur vegna vanheilsu, er hann hafði átt við að búa um nokkurt skeið. Hann var lagður þar inn á sjúkrahús til uppskurðar. Hann andaðist aðfaranótt 17. desember 1933.
Að Hjálmi Konráðssyni þótti mikill mannskaði hér í bæ. Kolka læknir skrifaði um hann. Þar standa þessi orð: „Hjálmur heitinn var einn þeirra manna, sem maður fékk því meiri mætur á, sem maður kynntist honum betur. Vinir hans geta því einir skilið til fulls, hvert tjón er í fráfalli hans."
Hafi félagsmönnum Kf. Bjarma ekki skilist til þessa, hvert traust og hald kaupfélagsstjóri eins og Hjálmur heitinn var því, þá hafa vissulega opnast augu þeirra fyrir því, er hann var allur. Hjálmur Konráðsson var Skagfirðingur, fæddur að Syðravatni þar í sýslu 23. nóvember 1895 og því 38 ára, er hann lézt.
Eftir fráfall kaupfélagsstjórans réð stjórnin Sigurð Ólason framkvæmdastjóra Kf. Bjarma.
Félagið hafði ætlað að stofna til útgerðar, til þess að auka rekstur sinn í þeirri von, að tök yrðu á að standa undir skuldabyrðunum og standa af sér áföll kreppunnar. í þessu skyni lét það byggja sér bát úti í Danmörku.
í janúarmánuði (1934) lagði bátur þessi af stað til íslands. Báturinn fórst á leiðinni nálægt Mandal í Noregi að talið var. Þar með hætti stjórn Bjarma að hugsa til útgerðar á vegum þess. Hún venti nú kvæði sínu í kross: Á almennum fundi í félaginu 7. febrúar 1934 hreyfði formaður félagsins, Ólafur Auðunsson, þeirri hugmynd að kjósa þá þegar skilanefnd, sem ynni að því að gera félagið upp, með því að skortur á veltufé stæði því gjörsamlega fyrir allri starfrækslu. Um þessa hugmynd urðu skiptar skoðanir á fundinum. Þó varð hún til þess, að félagsmenn tóku að hugleiða málið.
 
Hinn 15. febrúar var aftur haldinn almennur félagsfundur um framtíð Bjarma. Á þeim fundi var samþykkt tillaga formanns um að slíta félaginu. Voru 16 félagsmenn með tillögunni en 1 á móti. Enn var kallað á al¬mennan félagsfund 19. febrúar. Voru þá enn tekin til meðferðar félagsslitin. Þá skrifuðu 27 félagsmenn undir þá ósk að slíta félaginu en 5 mótmæltu því.
í skilanefnd Bjarma sátu þessir menn: Jón Hallvarðsson, fulltrúi bæjarfógeta sem lögfræðilegur ráðunautur nefndarinnar, Ólafur Auðunsson, Magnús Guðmundsson, Sigurður Ólason og Sigfús Scheving.
 
Þannig luku þessi merku félagssamtök starfsferli sínum. Með sanni verður sagt, að þau um eitt skeið sáu fagran fífil á ferli sínum. Jafnframt sannaðist á samtökum þessum máltækið kunna og sanna, að vandi er að gæta fengins fjár og sterk bein þarf til að þola góða daga. Ekki þurfa þeir þeirra sízt við, sem stjórna eiga og starfrækja fjárrík fyrirtæki.
 
 
== 4. Kaupfélagið Fram ==
 
 
 
   
   


83

breytingar

Leiðsagnarval