„Blik 1974/Bréf til vinar míns og frænda, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 341: Lína 341:
Ég óska að skjóta því hér inn í mál mitt, að ég hef stundum haft ánægju af að lesa ræður Meistara
Ég óska að skjóta því hér inn í mál mitt, að ég hef stundum haft ánægju af að lesa ræður Meistara
   
   
Jóns. Þær eru kjarnyrtar og hugsunin skír og afdráttarlaus. Þar er fast að orði kveðið. Á einum stað ræðir hann um átökin miklu um mannssálina, hugsun mannsins og tilveru, átökin milli alföðurins og óvinarins mikla, sem Meistarinn nefnir hinu grófasta nafni, svo að tilheyrendur hans, bændafólkið, færi ekki villt um það, hvað hann ætti við. - Átök þessara tveggja afla um sálarlífið mitt og tilveru í kaupstaðnum minnti mig að ýmsu leyti á átökin, sem Meistari Jón ræðir um í ræðum sínum. En nú var meginatriðið óreynt: Hvaða áhrif hafði þetta persónulega níð og þessi heiftúðlegi atvinnurógur á framkomu nemenda minna gagnvart mér og agann í skólanum? Stefnan var öðrum þræði sú að tortíma honum. Áhrifin hlutu að koma brátt í ljós. - Ég var við öllu búinn.
Og ég minnist næstu daga og vikna með ánægju. Aldrei höfðu nemendur mínir verið mér betri og ljúfari í samvinnu. Þetta var reynsla mín yfirleitt af Eyjafólki, þegar á reyndi. Það ól með sér dómgreind á vissum sviðum. Það lét ekki blekkjast af þvílíkum skrifum. Þar ályktuðu óvildarmenn mínir skakkt um hug þess og hjartalag. Allur þorri þessa fólks hafði skömm á skrifum þessum og andlegum göslahætti skriffinnans. Það átti eftir að sannast áþreifanlega.
Kristján Linnet var þá bæjarfógeti í Vestmannaeyjum. Hann var oft orðheppinn náungi og skrifaði mikið í bæjarblöðin. Hann er kunnur gamanvísnahöfundur undir nafninu Ingimundur.
Eftir að hafa lesið þessa grein Sigurðar S. Schevings skrifaði bæjarfógeti: ,Sigurður S. Scheving er einhver allra efnilegasti lærisveinn, sem Gunnar Ólafsson konsúll hefur átt um dagana og hinn líklegasti til að taka upp hið pólitíska gróðurstarf hans." - Svona var guð víðar en í Görðum í Eyjunum þá.
Og svo hélt S. S. S. áfram að skrifa samkvæmt pöntun.
Eins og ég drap á, þá beitti ég mér fyrir stofnun iðnskóla hér í bæ haustið 1930. (Sjá skýrslu um hann á öðrum stað hér í ritinu). Að námskeiði þessu loknu afhenti ég hinu nýstofnaða Iðnaðarmannafél. Vestmannaeyja skólann til reksturs, svo sem ég gat um.
Eftir að hafa rekið iðnskólann einn vetur uppgötvuðu iðnmeistararnir, að erfitt mundi fjárhagslega að reka skólann svo vel væri nema einhver sérstök fjáröflunarráð yrðu fundin.
Þingmaðurinn útvegaði iðnaðarmönnum ríkisstyrk til reksturs skólanum. En sá styrkur hrökk skammt. þar sem greiða þurfti alla kennslu við skólann fullu verði.
Þá var gripið til þess ráðs að afla skólanum nemenda utan alls iðnnáms og láta þá greiða drjúg skólagjöld til þess að létta rekstur skólans. Þarna sáu ofsóknarmenn mínir og gagnfræðaskólans sér slag á borði: Hefja áróður fyrir eflingu Kvöldskóla iðnaðarmanna, eins og hann var kallaður, til þess að afla aukinna skólagjalda og draga um leið unglinga frá að sækja gagnfræðaskólann. Þarna voru sem sé slegnar tvær flugur í einu höggi. Það er háttur búmanna!
Svo hófst áróðurinn:
Kvöldskóli iðnaðarmanna (Víði, 12. sept. 1933):
„. . . óskandi að sem flestir bæjarbúar stæðu saman að því að efla þetta skólahald. Með skilningi og áhuga ætti stofnun þessi að geta orðið lyftistöng fyrir menntun þessa bæjar . . ." Sem sé kvöldskólinn!
Og svo sama dag: „Víðir vill eindregið benda unga fólkinu á að athuga auglýsingu hér í blaðinu um Kvöldskóla iðnaðarmanna .. . Mun óhætt að treysta því, að til þess skóla verði vandað eftir föngum . . ., því að vitanlegt er það, að ekki geta unglingarnir eða unga fólkið betur varið frístundum sínum á kvöldin en að auka við þekkingu sína. Að ganga í kvöldskólann er gott ráð til þess."
Og svo var samvinnuskólapilturinn látinn halda áfram að skrifa.
Hinn 19. september (1933), þegar unglingarnir sóttu um skólavist í gagnfræðaskólanum sem örast, skrifaði S. S. S.: „Síðan Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja var stofnað, hafa iðnaðarmenn sýnt þann virðingarverða dugnað að halda uppi skóla fyrir iðnnema. Hefur skóli þessi verið mjög gagnlegur og virð-ingarverður, enda alltaf gengið vel að undanskildum einum vetri, sem hann fór út um þúfur, en þann vetur var Þ. Þ. V. skólastjóri hans. Nú hefur þessi skóli fært út kvíarnar. Virðist hann nú geta verið ákjósanlegur skóli fyrir unglinga, sem vildu leita sér framhaldsmenntunar. Herra kennari, Halldór Guðjónsson, mun veita skólanum forstöðu, og er það næg trygging fyrir því, að þarna mun vera um ágætisskóla að ræða. Ættu bæjarbúar að virða þessa viðleitni og senda unglingana í þennan skóla (Leturbreyting er greinarhöfundar, þ. e. Sigurðar S. Schevings, samvinnuskólapilts). Finnst mér sjálfsagt, að þessi skóli kæmi til að geta leyst af Gagnfræðaskólann í vetur og að bærinn veitti honum ókeypis húsnæði í staðinn."
Svo mörg voru þau orð. Þarna fékk ég þakklæti fyrir það að stofna iðnskóla í bænum. - Ég beið eftir því, að iðnaðarmenn í kaupstaðnum hrektu þessa lygi Sigurðar um stjórn mína á hinum nýstofnaða iðnskóla, sem ég afhenti þeim að starfi og prófi loknu. En sú von mín brást, enda voru þeir flestir á bandi Flokksins.
Þannig var alið á unglingunum í kaupstaðnum næstu 19 árin eða þar til ég hafði fengið byggt gagnfræðaskólahúsið og fengið skólanefndina til að fullnægja nýju fræðslulögunum frá 1946 um framlengingu skólaskyldunnar í bænum gegn vilja skólastjóra barnaskólans, sem þá var einnig H. G.
Árangurinn af öllum þessum áróðri varð sá, að Kvöldskóli iðnaðarmanna fékk töluverðan hluta þeirra unglinga, sem yfirleitt áttu erfiðara með nám, voru treggáfaðri, þó að það væri vitanlega ekki án undantekninga. Þeir greiddu skilvíslega skólagjöldin sín, og þar með var markinu náð.
Þegar samvinnuskólapilturinn hóf atvinnuróginn gagnvart mér 1933, tók Páll Bjarnason skólastjóri drengilega svari mínu og vítti piltinn fyrir níðskrif sín og rætni. ekki sízt sökum þess, að níðskrif hans snertu hin viðkvæmustu málin, þar sem voru uppeldismál æskulýðsins í bænum. Þar sagði skólastjóri m. a.: „Greinarhöfundur fer mörgum hörðum orðum um Þorstein Þ. Víglundsson, skólastjóra, kennslu hans og þekkingu. Ekki er mér kunnugt, á hvern hátt hann hefur kynnt sér það mál, en mjög eru ummæli hans ólík vottorði því, sem Kennaraskólinn gaf sama manni fyrir fáum árum, og ólíklegt að honum hafi förlazt mikið um þekkingu þessi ár, sem hann hefur kennt. Prófdómarar s.l. vor hafa gefið vottorð um árangur kennslunnar .. ." Margt fleira sagði skólastjóri mér til gengis og velfarnaðar og starfi mínu til framdráttar. Eins og ég hefi tekið fram, þá rak ég skólann enn í húsi barnaskólans, þar sem við Páll unnum saman hvern dag.






{{Blik}}
{{Blik}}
83

breytingar

Leiðsagnarval