„Blik 1967/Byggðarsafn Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 76: Lína 76:


[[Ragnar Ásgeirsson]] (sign)
[[Ragnar Ásgeirsson]] (sign)
=== Náttúrugripasafn Eyjabúa ===
Sérstök deild í Byggðarsafni Vestmannaeyja er náttúrugripasafn Eyjabúa. Það safn á fleiri tegundir fiska en nokkurt annað náttúrugripasafn í landinu eða um 90 tegundir. Flestir eru fiskarnir settir upp að þýzkri og sænskri fyrirmynd, steyptir í gifs og klæddir í roð sitt, sem hefur þá verið gert ólífrænt. Þannig virðast fiskarnir geymast vel og lengi. Nokkrar fiskategundir eru geymdar í formalíni. Stærsti fiskur safnsins er túnfiskur, 270 sm. langur. Sumar fiskategundir safnsins hafa aldrei sézt fyrr hér á landi.
Þetta náttúrugripasafn á nú um 80% allra skeljategunda, sem fundizt hafa við Ísland og yfir 70% af íslenzkum kuðungum. Fyrir nokkrum árum voru þessi dýr svo að segja ókunn almenningi á þessu landi. Aðeins örfáar algengustu tegundirnar þekktar. Eyjabúar hafa sjálfir lagt fram fé úr eigin vasa til þess að efla vöxt og viðgang þessa safns.
Ragnar ráðunautur Ásgeirsson, bróðir forsetans okkar, hefur um árabil ferðast um landið og aðstoðað þá menn, sem unnið hafa að stofnun og skipulagningu byggðasafna. Hinnmikli áhugi hans og góðvild til þessa starfs hefur skapað honum einskonar sjálfkjör á þessu sviði.
Á s. l. ári heimsótti Ragnar ráðunautur Byggðarsafn Vestmannaeyja okkur til mikillar ánægju og nota við starfið. Eftir dvöl sína hér skrifaði ráðunauturinn bæjarstjórn Vestmannaeyja bréf það, er hér birtist og ég óska að Blik geymi fyrir okkur.<br>
Vm. 30.11 1966.<br>
[[Þorsteinn Víglundsson|Þ. Þ. V.]]




{{Blik}}
{{Blik}}
11.675

breytingar

Leiðsagnarval