Blik 1965/Vestmannaeyjabyggð fyrir 50 árum, mynd

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Efnisyfirlit 1965



Vestmannaeyjabyggð
fyrir 50 árum


ctr


(Notið „View“ og „Zoom“, - stækka má eftir þörfum (Heimaslóð.is)).

Nr. 1: Frystihús Ísfélags Vestmannaeyja er var byggt á Nýjabæjarhellu 1908. Fyrsta vélknúna frystihúsið á landinu. Til hægri við frystihúsið eru Vesturpallakrærnar, en til vinstri eru Austurpallakrærnar. Milli Frystihússins og Eystri palla hét Hella. Þar var uppsátur nokkurra áraskipa, meðan þau voru hér í notkun. En eftir það voru settir þar upp skjögtbátar. Fyrir neðan Frystihúsið var lón um fjöru í hringlagaðri klapparkvos. Hét það Nýjabæjarlón. Þar var oft þveginn saltfiskur fyrir síðustu aldamót, og sátu menn við fiskþvottinn alskinnklæddir. Létu þeir þá fiskinn liggja á vinstra lærinu og nudduðu hann síðan með rónum sjóvettling, ef enginn var burstinn. Að og frá lóninu var fiskurinn borinn á handbörum. —
Nr. 2: Pallakró Gísla Magnússonar, útgerðarmanns. —
Nr. 3: Nausthamar. —
Nr. 4: Austurbúðarbryggja. —
Nr. 5: Svarta húsið (þrætueplið). Á móti því, austan við Bæjarbryggjuna er Geirseyri (með þrem gluggaborum á norðurhlið).
Nr. 6: Edinborgarbryggjan (Gíslabryggjan). —
Nr. 7: Nausthamarsskúr, sem var notaður við afgreiðslu skipa. —
Nr. 8: Nýborg til hægri og Mandalur til vinstri. —
Nr. 9: Sólheimar. —
Nr. 10: Frydendalur. —
Nr. 11: Goodtemplarahúsið (á Mylnuhól). —
Nr. 12: Stakkahlíð, — nú Lyfjabúðin — Arnarholt. —
Nr. 13: Símstöðvarhúsið. —
Nr. 14: Breiðablik. —
Nr. 15: Barnaskólahúsið Borg, byggt 1904. —
Nr. 16: Gamla barnaskólahúsið, byggt 1883 (Dvergasteinn). —
Nr. 17: Beint upp af tölunni 48, Heiðarhvammur við Helgafellsbraut.
Nr. 18: Ásbyrgi. —
Nr. 19: Hólstún (Austan Breiðabliks). —
Nr. 20: Svalbarð. —
Nr. 21: Vegamót. —
Nr. 22: Til vinstri er Godthaab, en til hægri Edinborgarpakkhús. —
Nr. 23: Verzlunarhús Edinborgar eða G.J. Johnsen. —
Nr. 24: Fiskaðgerðarhús Gísla J. Johnsen (Eilífðin) með timburgeymslu á loftinu. Fast við það að austan er saltgeymsluhús. Þar var einnig timburgeymsla á loftinu. Áfast við það að norðan eru beitu- og aðgerðarskúrar. —
Nr. 25: Stakkagerði eystra. —
Nr. 27: Hvítingar, hinn forni þingstaður Vestmannaeyja. Vestan við töluna sér á hvíta burst. Það er Borg, gömul baðstofubygging í Stakkagerðistúni. —
Nr. 28: Til hægri er Kirkjuhvoll Halldórs læknis Gunnlaugssonar. Til vinstri er Litlaland.
Nr. 29: Kirkjuland. —
Nr. 30: Holt, en til vinstri við það stendur Hoffell. —
Nr. 31: Talan er á Kirkjuveginum en fyrir ofan hana er Staðarfell. —
Nr. 32: Langi-Hvammur. —
Nr. 33: Dalur. —
Nr. 34: Grund. —
Nr. 35: Neðan við töluna — í jaðri hennar er Hlíðarhús. —
Nr. 36: Hóll. —
Nr. 37: Hrafnagil. Austan við það er Garðsauki. —
Nr. 38: Sælundur til vinstri við töluna og Berg fyrir neðan hana. (Hefur nú verið fært).
Nr. 39: Bárugata. Til hægri við töluna er kálgarður og svo Hólshús austar. —
Nr. 40: Fagridalur og Garðar. —
Nr. 41: Vík, íbúðarhús Gunnars Ólafssonar, rautt að lit. —
Nr. 42: Stakkagerðistún. —
Nr. 43: Fyrir sunnan og austan töluna er Vestra-Stakkagerði, en fyrir norðan og vestan hana er Hlíð (Skólavegur).
Nr. 44: Þykkvibærinn. —
Nr. 45: London. —
Nr. 46: Fyrir ofan töluna til vinstri er Nýibær. Þar austur af sjást Ólafshús. —
Nr. 47: Fyrir neðan töluna sést smíðaskúr við Helgafellsbraut, fyrir ofan sést Gerði. —
Nr. 48: Hagi. —
Nr. 49: Steinar. Fyrir neðan töluna sést húseignin Sæberg. —
Nr. 50: Jómsborg.