„Blik 1965/Séra Jón Þorsteinsson, prestur að Kirkjubæ, fyrri hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 4: Lína 4:




[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:
<center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:</center>
 
 
<big><big><big><big><big><center>Séra Jón Þorsteinsson</center></big></big> </big>
<center>prestur að Kirkjubæ</center>
<center>í Vestmannaeyjum</center></big></big>
<center>(fyrri hluti)</center>
 


=Séra Jón Þorsteinsson=
==prestur að Kirkjubæ==
==í Vestmannaeyjum==
:(fyrri hluti)
<br>
<br>
[[Mynd: 1965 b 4.jpg|left|thumb|400px|''Eldri steinninn, sem fannst 20. maí 1924. Hann er geymdur á fornminjasafninu í Reykjavík.'']]  
[[Mynd: 1965 b 4.jpg|left|thumb|400px|''Eldri steinninn, sem fannst 20. maí 1924. Hann er geymdur á fornminjasafninu í Reykjavík.'']]  
<big>
<big>
<br>
<br>
Það var árið 1924, 20. maí, að [[Magnús Eyjólfsson á Kirkjubæ|Magnús bóndi Eyjólfsson]] á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] var að pæla matjurtagarðinn sinn, sem var norðarlega í Kirkjubæjahverfinu. Rak bóndi þá reku sína í flatan stein, sem lá naumlega rekustungu undir yfirborði moldarinnar. Áður hafði Magnús orðið var við stein þennan, er hann pældi garðinn sinn, en þá var dýpra á honum. Nú skóf Magnús moldina ofan af steininum með þeirri ætlan að fjarlægja hann úr garðinum. Þá kom í ljós, að steinninn var úr móbergi og á honum var krot, sem benti til þess, að um mannaverk væri að ræða.  <br>
Það var árið 1924, 20. maí, að [[Magnús Eyjólfsson á Kirkjubæ|Magnús bóndi Eyjólfsson]] á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] var að pæla matjurtagarðinn sinn, sem var norðarlega í Kirkjubæjahverfinu. Rak bóndi þá reku sína í flatan stein, sem lá naumlega rekustungu undir yfirborði moldarinnar. Áður hafði Magnús orðið var við stein þennan, er hann pældi garðinn sinn, en þá var dýpra á honum. Nú skóf Magnús moldina ofan af steininum með þeirri ætlan að fjarlægja hann úr garðinum. Þá kom í ljós, að steinninn var úr móbergi og á honum var krot, sem benti til þess, að um mannaverk væri að ræða.  <br>
Ýmsir málsmetandi menn í Eyjum voru nú kallaðir til að líta á steininn og athuga hann. Meðal þeirra var [[Gísli Lárusson|Gísli gullsmiður Lárusson]], bóndi í [[Stakkagerði-Vestra|Stakkagerði. Hann var þekktur að miklum áhuga á sögulegum minjum í Eyjum, sögu þeirra og örnefnum. Þeim safnaði hann um eitt skeið og varð mikil hjálparhella dr. Þorkeli Jóhannessyni, prófessor, þegar hann tók að safna örnefnum í Eyjum. <br>
Ýmsir málsmetandi menn í Eyjum voru nú kallaðir til að líta á steininn og athuga hann. Meðal þeirra var [[Gísli Lárusson|Gísli gullsmiður Lárusson]], bóndi í [[Stakkagerði-Vestra|Stakkagerði]]. Hann var þekktur að miklum áhuga á sögulegum minjum í Eyjum, sögu þeirra og örnefnum. Þeim safnaði hann um eitt skeið og varð mikil hjálparhella dr. Þorkeli Jóhannessyni, prófessor, þegar hann tók að safna örnefnum í Eyjum. <br>
Athugun á steini þessum leiddi það í ljós, að hér var fundinn legsteinn, er reistur hafði verið á gröf séra Jóns Þorsteinssonar píslarvotts, er hinir afríkönsku ræningjar myrtu 17. júlí 1627, fyrsta daginn, sem þeir frömdu mannránið mikla hér í Eyjum. <br>
Athugun á steini þessum leiddi það í ljós, að hér var fundinn legsteinn, er reistur hafði verið á gröf séra Jóns Þorsteinssonar píslarvotts, er hinir afríkönsku ræningjar myrtu 17. júlí 1627, fyrsta daginn, sem þeir frömdu mannránið mikla hér í Eyjum. <br>
Sex dögum eftir að steinninn fannst, eða 26. maí, var hann tekinn úr moldinni í samráði við þjóðminjavörð, sem þá var Matthías Þórðarson, og fluttur niður í bæ. Þar var hann hafður til sýnis almenningi í skrifstofu [[Kaupfélagið Bjarmi|kaupfélagsins Bjarma]]. Dagana 7. og 8. ágúst um sumarið dvaldist þjóðminjavörður hér í Eyjum. Var þá grafin gröf, þar sem steinninn fannst. Hún var höfð 1x2,25 m. að ferhyrningsmáli. Þegar komið var 1 m niður í moldina, fundust mjög fúnar leifar af kistu og mannsbeinum. Kistan hafði verið smíðuð úr eik. Talin var hún líkleg til að vera kista séra Jóns píslarvotts. Vottur örfúinna beina sást í eikarkistunni, en ekkert bein var svo heillegt, að lögun þess sæist. Helzt virtist mega greina hægri framhandlegg. Af höfði fundust engar leifar. Eftir að kistan hafði verið hjúpuð hvítum dúk, var hún aftur hulin moldu og gröfin fyllt. (Sjá blaðið Þór 1924). <br>
Sex dögum eftir að steinninn fannst, eða 26. maí, var hann tekinn úr moldinni í samráði við þjóðminjavörð, sem þá var Matthías Þórðarson, og fluttur niður í bæ. Þar var hann hafður til sýnis almenningi í skrifstofu [[Kaupfélagið Bjarmi|kaupfélagsins Bjarma]]. Dagana 7. og 8. ágúst um sumarið dvaldist þjóðminjavörður hér í Eyjum. Var þá grafin gröf, þar sem steinninn fannst. Hún var höfð 1x2,25 m. að ferhyrningsmáli. Þegar komið var 1 m niður í moldina, fundust mjög fúnar leifar af kistu og mannsbeinum. Kistan hafði verið smíðuð úr eik. Talin var hún líkleg til að vera kista séra Jóns píslarvotts. Vottur örfúinna beina sást í eikarkistunni, en ekkert bein var svo heillegt, að lögun þess sæist. Helzt virtist mega greina hægri framhandlegg. Af höfði fundust engar leifar. Eftir að kistan hafði verið hjúpuð hvítum dúk, var hún aftur hulin moldu og gröfin fyllt. (Sjá blaðið Þór 1924). <br>
Lína 23: Lína 24:
Ýmsir Eyjabúar skrifuðu um fund þennan og töldu jafnvel, að forsjónin sjálf hefði með honum minnt Eyjabúa á, að nú bæri þeim að minnast rækilega séra Jóns Þorsteinssonar, prestsins mæta, sálmaskáldsins og píslarvottsins, er 300 ár væru liðin frá því hann var veginn, sem sé eftir þrjú ár (17. júlí 1927). <br>
Ýmsir Eyjabúar skrifuðu um fund þennan og töldu jafnvel, að forsjónin sjálf hefði með honum minnt Eyjabúa á, að nú bæri þeim að minnast rækilega séra Jóns Þorsteinssonar, prestsins mæta, sálmaskáldsins og píslarvottsins, er 300 ár væru liðin frá því hann var veginn, sem sé eftir þrjú ár (17. júlí 1927). <br>


[[Mynd: 1958 b 90.jpg|ctr|400px]]
[[Mynd: 1965 b 6 A.jpg|ctr|400px]]


''Minnisvarðinn, sem Gísli J. Johnsen lét reisa á gröf<br>
''Minnisvarðinn, sem Gísli J. Johnsen lét reisa á gröf<br>
''séra Jóns Þorsteinssonar og afhjúpaður var 17. júli 1927.''
''séra Jóns Þorsteinssonar og afhjúpaður var 17. júli 1927.''<br>
''Teikning eftir [[Trausti Eyjólfsson|Trausta Eyjólfsson]].''  


Einn var sá Eyjabúi, sem gerði meira en ræða um þetta og skrifa um fundinn. Það var [[Gísli J. Johnsen]], útgerðarmaður m.m. að [[Breiðablik]]i. Hann hafði samráð við þjóðminjavörð um gerð á nýjum bautasteini til minningar um prestinn, en gamli steinninn var fluttur í Þjóðminjasafnið í Reykjavík og er þar til sýnis almenningi. Nýja steininn fékk Gísli gjörðan í Reykjavík. Hann gjörði Magnús Guðnason steinsmiður. Steinninn kostaði kr. 300,00, sem Gísli greiddi úr eigin vasa. Síðan sendi hann steininn til Eyja og fól Eyjabúum að koma honum fyrir á Kirkjubæ. <br>
Einn var sá Eyjabúi, sem gerði meira en ræða um þetta og skrifa um fundinn. Það var [[Gísli J. Johnsen]], útgerðarmaður m.m. að [[Breiðablik]]i. Hann hafði samráð við þjóðminjavörð um gerð á nýjum bautasteini til minningar um prestinn, en gamli steinninn var fluttur í Þjóðminjasafnið í Reykjavík og er þar til sýnis almenningi. Nýja steininn fékk Gísli gjörðan í Reykjavík. Hann gjörði Magnús Guðnason steinsmiður. Steinninn kostaði kr. 300,00, sem Gísli greiddi úr eigin vasa. Síðan sendi hann steininn til Eyja og fól Eyjabúum að koma honum fyrir á Kirkjubæ. <br>
Séra [[Jes A. Gíslason]], mágur Gísla J. Johnsen og verzlunarstjóri hans, hafði mest fyrir því að láta gera stall undir steininn og steypa í kring um hann. Allt hefur það verk verið unnið á kostnað Gísla J. Johnsens. Ekki er annað vitað a.m.k. Steinninn var síðan afhjúpaður á 300 ára dánardegi séra Jóns 17. júlí 1927. Fjölmenntu þá Eyjabúar að Kirkjubæ. Þar flutti séra Jes ræðu og afhenti Eyjabúum bautasteininn til eignar og varðveizlu. Þar hefur hann nú staðið í 38 ár. <br>
Séra [[Jes A. Gíslason]], mágur Gísla J. Johnsen og verzlunarstjóri hans, hafði mest fyrir því að láta gera stall undir steininn og steypa í kring um hann. Allt hefur það verk verið unnið á kostnað Gísla J. Johnsens. Ekki er annað vitað a.m.k. Steinninn var síðan afhjúpaður á 300 ára dánardegi séra Jóns 17. júlí 1927. Fjölmenntu þá Eyjabúar að Kirkjubæ. Þar flutti séra Jes ræðu og afhenti Eyjabúum bautasteininn til eignar og varðveizlu. Þar hefur hann nú staðið í 38 ár. <br>


:::::::::::—————
<center>—————</center>
 


Nálægt miðri 16. öldinni bjuggu bóndahjón í Höfn í Melasveit er hétu Torfi Brandsson og Ásta Eiríksdóttir. Húsfreyjan var dóttir séra Eiríks Jónssonar, sem var prestur í Skálholti 1530—1536 og fékk þá Gilsbakka. Þar var hann prestur í 6 ár eða til ársins 1542, er hann fékk Reykholt. <br>
Nálægt miðri 16. öldinni bjuggu bóndahjón í Höfn í Melasveit er hétu Torfi Brandsson og Ásta Eiríksdóttir. Húsfreyjan var dóttir séra Eiríks Jónssonar, sem var prestur í Skálholti 1530—1536 og fékk þá Gilsbakka. Þar var hann prestur í 6 ár eða til ársins 1542, er hann fékk Reykholt. <br>
Lína 45: Lína 48:
Árið 1600 fluttist því séra Jón frá Húsafelli og mun þá fyrst í stað hafa leitað heim að Höfn með konu og barn til foreldra sinna. Um haustið þetta ár eða vorið eftir fékk séra Jón Torfastaði í Biskupstungum og fluttist þangað árið 1601. <br>
Árið 1600 fluttist því séra Jón frá Húsafelli og mun þá fyrst í stað hafa leitað heim að Höfn með konu og barn til foreldra sinna. Um haustið þetta ár eða vorið eftir fékk séra Jón Torfastaði í Biskupstungum og fluttist þangað árið 1601. <br>


:::::::::::—————
<center>—————</center>
 


Þegar um miðja 16. öldina tók konungsvaldið mjög að þrengja kosti Vestmannaeyinga. Árið 1558 gerðist maður nokkur, [[Simon Surbeck]], kaupmaður í Eyjum og umboðsmaður konungsvaldsins. Þá hófst þar danskt einræði og einokunarverzlun. Simon Surbeck var ágengur í meira lagi. Hann skaraði ótrauður eld að sinni köku og konungs og svipti Eyjabændur ýmsum réttindum, sem þeir höfðu haft frá ómunatíð. <br>
Þegar um miðja 16. öldina tók konungsvaldið mjög að þrengja kosti Vestmannaeyinga. Árið 1558 gerðist maður nokkur, [[Simon Surbeck]], kaupmaður í Eyjum og umboðsmaður konungsvaldsins. Þá hófst þar danskt einræði og einokunarverzlun. Simon Surbeck var ágengur í meira lagi. Hann skaraði ótrauður eld að sinni köku og konungs og svipti Eyjabændur ýmsum réttindum, sem þeir höfðu haft frá ómunatíð. <br>
Lína 96: Lína 100:
Allt í einu veitti fólkið því eftirtekt, að blóð lak niður í hellinn um rauf þessa. Í ljós kom, að ræningjarnir höfðu þegar myrt gamla manninn þarna á hellisþakinu og það var blóð hans, sem nú lak niður um þakraufina. Ekki þurftu ræningjarnir lengi að leita til þess að finna hellismunnann. <br>
Allt í einu veitti fólkið því eftirtekt, að blóð lak niður í hellinn um rauf þessa. Í ljós kom, að ræningjarnir höfðu þegar myrt gamla manninn þarna á hellisþakinu og það var blóð hans, sem nú lak niður um þakraufina. Ekki þurftu ræningjarnir lengi að leita til þess að finna hellismunnann. <br>
Frá þeim hörmulega atburði segir í Tyrkjaránssögu á þessa lund: <br>
Frá þeim hörmulega atburði segir í Tyrkjaránssögu á þessa lund: <br>
„Þann 18. dag julii voru illvirkjarnir uppi með sólu að gagnleita um eyna, um fjöll og byggðir, og fluttu þá enn fólk til skipanna. En í fyrstu, þá varð vart við ófriðinn, flýði sá annar prestur, sem var það merkilega skáldmenni séra Jón Þorsteinsson, burt af sínu heimili Kirkjubæ í urð nokkra undir einum hamri í helli einn með sinni kvinnu Margrétu og dóttur og syni, ásamt öðru heimkynni og hjúum. Og sem hann var þar kominn, las hann og prédikaði fyrir sínu fólki og huggaði það. Síðast las hann litaniuna¹. Á meðal þessa fólks var einn, sem var próventumaður. Sá hét Snorri Eyjólfsson. Hann vildi ekki inn ganga í hellinn, heldur var hann sífelldlega úti fyrir hellisdyrunum, þó séra Jón honum inn skipaði. Og innan stundar gekk prestur fram í hellinn. Sá hann þá, hvar blóðlækir runnu inn um hellisþakið. Gekk prestur þá út og sá, hvar Snorri lá höfuðlaus fyrir hellismunnanum. Höfðu þá ræningjarnir séð hann og skutu af honum höfuðið, og hefur hann verið þeim skálkum svo sem ávísan til hellisins. Gekk þá séra Jón inn aftur, segjandi þennan atburð, skipaði og áminnti alla að biðja almáttugan guð sér til hjálpar, því nú mætti það sjá, hvar komið væri og hver óþjóð að því drifi. Strax eftir þetta stefndu þessir blóðhundar að hellinum, svo hann heyrði þeirra fótadunk. Þá mælti hann: „Þar koma þeir, Margrét! með sínu fótasparki. Nú skal ég óskelfdur í móti þeim ganga. Hún bað hann guðs vegna ekki frá sér fara. En sem þau voru að tala, komu þessir blóðhundar þangað að hellisdyrunum og ætla að rannsaka hellirinn, en presturinn gekk út í móti þeim. Nú sem þeir sjá hann, mælti einn þeirra: „Því ertu hér, séra Jón? Skyldir þú nú ekki vera heima í kirkju þinni?“ Prestur svaraði: „Ég hefi verið þar í morgun.“ Þá er talið, að morðinginn hafi sagt: „Þú skalt ekki vera þar á morgun.“ Skipti þá ekki fleiri orðum. Morðinginn hjó beint í hans höfuð. Presturinn breiddi út sínar hendur og mælti: „Ég befala mig mínum guði. Þú mátt gera það hið frekasta.“ Níðingurinn hjó þá annað högg. Við þessi höfuðsár mælti séra Jón: „Ég befala mig mínum herra Jesu Christo.“ Hér jafnframt skreið Margrét, kvinna prestsins, að þess morðingja fótum og hélt um þá, meinandi hann mundi heldur mýkjast, en þar var engin vægð á ferðum. <br>
„Þann 18. dag julii voru illvirkjarnir uppi með sólu að gagnleita um eyna, um fjöll og byggðir, og fluttu þá enn fólk til skipanna. En í fyrstu, þá varð vart við ófriðinn, flýði sá annar prestur, sem var það merkilega skáldmenni séra Jón Þorsteinsson, burt af sínu heimili Kirkjubæ í urð nokkra undir einum hamri í helli einn með sinni kvinnu Margrétu og dóttur og syni, ásamt öðru heimkynni og hjúum. Og sem hann var þar kominn, las hann og prédikaði fyrir sínu fólki og huggaði það. Síðast las hann litaniuna<nowiki>*</nowiki>. Á meðal þessa fólks var einn, sem var próventumaður. Sá hét Snorri Eyjólfsson. Hann vildi ekki inn ganga í hellinn, heldur var hann sífelldlega úti fyrir hellisdyrunum, þó séra Jón honum inn skipaði. Og innan stundar gekk prestur fram í hellinn. Sá hann þá, hvar blóðlækir runnu inn um hellisþakið. Gekk prestur þá út og sá, hvar Snorri lá höfuðlaus fyrir hellismunnanum. Höfðu þá ræningjarnir séð hann og skutu af honum höfuðið, og hefur hann verið þeim skálkum svo sem ávísan til hellisins. Gekk þá séra Jón inn aftur, segjandi þennan atburð, skipaði og áminnti alla að biðja almáttugan guð sér til hjálpar, því nú mætti það sjá, hvar komið væri og hver óþjóð að því drifi. Strax eftir þetta stefndu þessir blóðhundar að hellinum, svo hann heyrði þeirra fótadunk. Þá mælti hann: „Þar koma þeir, Margrét! með sínu fótasparki. Nú skal ég óskelfdur í móti þeim ganga. Hún bað hann guðs vegna ekki frá sér fara. En sem þau voru að tala, komu þessir blóðhundar þangað að hellisdyrunum og ætla að rannsaka hellirinn, en presturinn gekk út í móti þeim. Nú sem þeir sjá hann, mælti einn þeirra: „Því ertu hér, séra Jón? Skyldir þú nú ekki vera heima í kirkju þinni?“ Prestur svaraði: „Ég hefi verið þar í morgun.“ Þá er talið, að morðinginn hafi sagt: „Þú skalt ekki vera þar á morgun.“ Skipti þá ekki fleiri orðum. Morðinginn hjó beint í hans höfuð. Presturinn breiddi út sínar hendur og mælti: „Ég befala mig mínum guði. Þú mátt gera það hið frekasta.“ Níðingurinn hjó þá annað högg. Við þessi höfuðsár mælti séra Jón: „Ég befala mig mínum herra Jesu Christo.“ Hér jafnframt skreið Margrét, kvinna prestsins, að þess morðingja fótum og hélt um þá, meinandi hann mundi heldur mýkjast, en þar var engin vægð á ferðum. <br>
Hjó þá fordæðan þriðja höggið. Þá sagði presturinn: „Það er nóg, herra Jesú! Meðtak þú minn anda.“ Hafði hann þá í sundur klofið hans höfuð. Lét hann svo líf sitt. Hans kvinna tók trafið af höfði sér og batt um þess framliðna höfuð, en þeir hröktu þær mæðgur frá líkamanum og hans son með því fleira fólki, er þar var, bundu og ráku til Dönsku-húsa. Hafði ein lítil smuga verið þar hærra uppi í hamrinum fyrir ofan hellinn, sem þetta fólk var í. Þar leyndust inni tvær konur. Þær heyrðu og sáu alla þessa atburði.“ <br>
Hjó þá fordæðan þriðja höggið. Þá sagði presturinn: „Það er nóg, herra Jesú! Meðtak þú minn anda.“ Hafði hann þá í sundur klofið hans höfuð. Lét hann svo líf sitt. Hans kvinna tók trafið af höfði sér og batt um þess framliðna höfuð, en þeir hröktu þær mæðgur frá líkamanum og hans son með því fleira fólki, er þar var, bundu og ráku til Dönsku-húsa. Hafði ein lítil smuga verið þar hærra uppi í hamrinum fyrir ofan hellinn, sem þetta fólk var í. Þar leyndust inni tvær konur. Þær heyrðu og sáu alla þessa atburði.“ <br>
Þessi frásögn í Tyrkjaránssögu ber það með sér, að ruglað er saman dögum að því er snertir morðið á prestinum. Það er vitað, að hann var myrtur daginn, sem ræningjarnir gengu á land á Heimaey, þ.e. 17. júlí. Séra Ólafur Egilsson getur þess, að maddama Margrét hafi á ræningjaskipinu bent sér á ódæðismanninn, sem myrti séra Jón mann hennar. Aðrar heimildir gefa í skyn, að Íslendingur sá, sem sagt er, að vísað hafi ræningjunum á lendinguna við Ræningjatangann, hafi mælt þau orð við prestinn, sem hér eru hermd og síðan myrt hann. Á sá Íslendingur að hafa verið í Eyjum áður og staðið þar í útistöðum við séra Jón. Þá á morðið að hafa verið hefnd og svölun. <br>
Þessi frásögn í Tyrkjaránssögu ber það með sér, að ruglað er saman dögum að því er snertir morðið á prestinum. Það er vitað, að hann var myrtur daginn, sem ræningjarnir gengu á land á Heimaey, þ.e. 17. júlí. Séra Ólafur Egilsson getur þess, að maddama Margrét hafi á ræningjaskipinu bent sér á ódæðismanninn, sem myrti séra Jón mann hennar. Aðrar heimildir gefa í skyn, að Íslendingur sá, sem sagt er, að vísað hafi ræningjunum á lendinguna við Ræningjatangann, hafi mælt þau orð við prestinn, sem hér eru hermd og síðan myrt hann. Á sá Íslendingur að hafa verið í Eyjum áður og staðið þar í útistöðum við séra Jón. Þá á morðið að hafa verið hefnd og svölun. <br>
Hvað sem rétt er um þessar frásagnir, þá verður sjálfsagt þeirri spurningu seint svarað: Hvers vegna hnepptu ræningjarnir ekki séra Jón Þorsteinsson í ánauð eins og séra Ólaf á Ofanleiti í stað þess að myrða hann? <br>
Hvað sem rétt er um þessar frásagnir, þá verður sjálfsagt þeirri spurningu seint svarað: Hvers vegna hnepptu ræningjarnir ekki séra Jón Þorsteinsson í ánauð eins og séra Ólaf á Ofanleiti í stað þess að myrða hann? <br>
Maddama Margrét var flutt til Algeirsborgar og seld þar mansali ásamt þeim tveim börnum þeirra hjóna, Margréti og Jóni (yngra), er hjá þeim voru í Rauðhelli. Prestsfrúin mun ekki hafa lifað mörg ár í þrældómi. Hún leið miklar andlegar þjáningar og nauð, en hélt til síðustu stundar trú sinni og rækti hana í leyndum. <br>
Maddama Margrét var flutt til Algeirsborgar og seld þar mansali ásamt þeim tveim börnum þeirra hjóna, Margréti og Jóni (yngra), er hjá þeim voru í Rauðhelli. Prestsfrúin mun ekki hafa lifað mörg ár í þrældómi. Hún leið miklar andlegar þjáningar og nauð, en hélt til síðustu stundar trú sinni og rækti hana í leyndum. <br>
¹ <small> Ákall til guðs um vernd og frelsun. Við guðþjónustur er litanian höfð að víxlbæn milli prestsins og safnaðarins (söngflokksins).</small>
<nowiki>*</nowiki> <small> Ákall til guðs um vernd og frelsun. Við guðþjónustur er litanian höfð að víxlbæn milli prestsins og safnaðarins (söngflokksins).</small>




Leiðsagnarval