„Blik 1962/Saga leiklistar í Vestmannaeyjum, I. kafli, III. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 72: Lína 72:
::''og hélt hann hefði séð sig sjálfan.“
::''og hélt hann hefði séð sig sjálfan.“


Á leikárinu 1906—07 var leikritið Hermannaglettur eftir Hostrup sýnt í Kumbalda við feikna mikla aðsókn og frábærar undirtektir. Þá léku þau Guðrún Frederiksen, Edv. Frederiksen, [[Jóhann Jónsson (Brekku)|Jóhann Jónsson]] á Brekku, [[Jóhannes Hannesson á Miðhúsum|Jóhannes Hannesson]], [[Miðhús]]um, Gísli Lárusson, Stakkagerði og Halldór Gunnlaugsson, hinn nýi héraðslæknir Eyjanna, sem kom til starfs hér 1906 í júnímán. Er sagt að þeir hafi túlkað mjög skemmtilega sannar glettur, þeir Frederiksen og Halldór, og Jóhannes verið mjög skemmtilegur Mads, þótt stór væri. (Fáir stærri menn í þorpinu). <br>
Á leikárinu 1906—07 var leikritið Hermannaglettur eftir Hostrup sýnt í Kumbalda við feikna mikla aðsókn og frábærar undirtektir. Þá léku þau Guðrún Frederiksen, Edv. Frederiksen, [[Jóhann Jónsson (Brekku)|Jóhann Jónsson]] á Brekku, [[Jóhannes Hannesson (Miðhúsum)|Jóhannes Hannesson]], [[Miðhús]]um, Gísli Lárusson, Stakkagerði og Halldór Gunnlaugsson, hinn nýi héraðslæknir Eyjanna, sem kom til starfs hér 1906 í júnímán. Er sagt að þeir hafi túlkað mjög skemmtilega sannar glettur, þeir Frederiksen og Halldór, og Jóhannes verið mjög skemmtilegur Mads, þótt stór væri. (Fáir stærri menn í þorpinu). <br>
Skömmu eftir þetta var svo leikið „Kvöldið fyrir kóngsbænadaginn“. Það var leikið í Kumbalda og þótti takast mjög vel. Er talið fullvíst, að þar hafi Halldór Gunnlaugsson stjórnað leik og enda leikið sjálfur, er og sagt að hann hafi verið lífið og sálin í leiðbeiningum, og hefir það gert sitt til þess að vel mætti fara. <br>
Skömmu eftir þetta var svo leikið „Kvöldið fyrir kóngsbænadaginn“. Það var leikið í Kumbalda og þótti takast mjög vel. Er talið fullvíst, að þar hafi Halldór Gunnlaugsson stjórnað leik og enda leikið sjálfur, er og sagt að hann hafi verið lífið og sálin í leiðbeiningum, og hefir það gert sitt til þess að vel mætti fara. <br>
Síðla hausts 1908 eða nálægt hátíðum var leikritið Skugga-Sveinn leikinn í Kumbalda við mikla aðsókn eins og áður. Hlutverkaskipan var sem hér segir: <br>  
Síðla hausts 1908 eða nálægt hátíðum var leikritið Skugga-Sveinn leikinn í Kumbalda við mikla aðsókn eins og áður. Hlutverkaskipan var sem hér segir: <br>  
Lína 78: Lína 78:
Skugga-Svein    lék    [[Guðmundur Felixson]]. <br>
Skugga-Svein    lék    [[Guðmundur Felixson]]. <br>
Lárenzíus, Guðjón Jónsson, Oddsst. <br>
Lárenzíus, Guðjón Jónsson, Oddsst. <br>
Ástu, [[Oddný Jónasdóttir]], Vilborgarstöðum. <br>
Ástu, [[Oddný Jónasdóttir (Vilborgarstöðum)|Oddný Jónasdóttir]], Vilborgarstöðum. <br>
Harald, Jóhann Þ. Jósefsson, Fagurlyst. <br>
Harald, Jóhann Þ. Jósefsson, Fagurlyst. <br>
Ögmund, Ólafur Sigurðss., Strönd. <br>
Ögmund, Ólafur Sigurðss., Strönd. <br>
Lína 143: Lína 143:
Hitt er svo annað mál, — hvort skólabörn hafi það mikinn tíma afgangs frá lestri skólabóka, að þau treysti sér til að bæta á sig lærdómi hlutverka í leikriti. <br>
Hitt er svo annað mál, — hvort skólabörn hafi það mikinn tíma afgangs frá lestri skólabóka, að þau treysti sér til að bæta á sig lærdómi hlutverka í leikriti. <br>
Sem fyrr getur var árið 1909 að ýmsu leyti merkilegt ár í sögu leiklistar hér í Eyjum. Það ár var Kvenfél. Líkn stofnað að tilhlutan Halldórs Gunnlaugssonar héraðslæknis. Ég hef áður getið fjárhæðar þeirrar, er hann afhenti félaginu á stofnfundinum frá leikflokki Eyjanna, frá starfsemi hans tvö undanfarin ár. Eins og nafn kvenfélagsins bendir til, er það fyrst og fremst líknarfélag. Fáum hefir verið kunnara um þörfina fyrir líknandi hendur og fjárhagslegan stuðning við fátæka meðal almennings, en einmitt lækninum. Hverjum var betur trúandi til þeirra líknarstarfa en einmitt kvenfólkinu. Líknandi eiginleikar eru því meðfæddir. <br>
Sem fyrr getur var árið 1909 að ýmsu leyti merkilegt ár í sögu leiklistar hér í Eyjum. Það ár var Kvenfél. Líkn stofnað að tilhlutan Halldórs Gunnlaugssonar héraðslæknis. Ég hef áður getið fjárhæðar þeirrar, er hann afhenti félaginu á stofnfundinum frá leikflokki Eyjanna, frá starfsemi hans tvö undanfarin ár. Eins og nafn kvenfélagsins bendir til, er það fyrst og fremst líknarfélag. Fáum hefir verið kunnara um þörfina fyrir líknandi hendur og fjárhagslegan stuðning við fátæka meðal almennings, en einmitt lækninum. Hverjum var betur trúandi til þeirra líknarstarfa en einmitt kvenfólkinu. Líknandi eiginleikar eru því meðfæddir. <br>
Læknirinn sá einnig, að til þess að félagið gæti fylgt stefnuskrá sinni, yrði það að afla sér fjár á einhvern raunhæfan hátt. Meðlimagjöldin voru lág og hrukku skammt, ef til fjárhagslegs stuðnings við aðra kæmi. Halldór hafði hugsað málið og hann fann líka leiðina til tryggrar fjáröflunar. Hann hafði sem sagt unnið mjög mikið að leikstarfseminni undanfarin ár, eða frá því að hann flutti til Eyja. Hann hafði kynnzt þeirri starfsemi vel og séð, að hún var rétta leiðin, — sú leið, sem kvenfélagið átti að feta til þess að afla sér starfsfjár. Leiðin var örugg og jafnframt mikið menningaratriði fyrir þorpsbúa, sem sýnt höfðu, að þeir voru fróðleiks- og menntaþyrstir. Halldór hvatti þessvegna kvenfélagið eindregið til leiksýninga á vegum þess og hét því allri sinni aðstoð í framkvæmdinni og leiðbeiningum, bæði á leiksviði og utan þess, eftir því sem embættisstörf hans frekast leyfðu. Í kvenfél. ríkti mikill áhugi, enda var það lífsspursmál fyrir starfshugsjón þess. Tillögu læknisins var því tekið með fögnuði og samþykkt sem sjálfsögð fjáröflunarleið. Konurnar hétu því, að fá eiginmenn sína og vini í lið með sér. Þær voru margar hverjar sviðsvanar og menn þeirra sumir vel þekktir leikarar hér. Það var ekki látið sitja við orðin ein, heldur hafizt handa um útvegun á leikfólki. Síðan hófust æfingar á nýjum leikritum hér. Samkv. bókum Líknar voru fyrst sýnd leikritin „Villidýrið“ eftir E. Bögh; og „Bezt sem vitlausast“ (höfundur ókunnur), og „Apakötturinn“ eftir Heiberg. Ekki verður um það efazt, að Halldór læknir hafi útvegað leikritin og séð um og leiðbeint um sviðssetningu þeirra. Af bókum kvenfél. Líkn verður ekki séð, hvert þessara þriggja leikrita hefir verið fyrst tekið til sýningar, en eftir innfærslum teknanna virðist Apakötturinn hafa verið fyrst leikinn, þá Villidýrið og svo Bezt sem vitlausast. Ekki verður það heldur séð, hverjir hafi skipað hlutverkin, en að öllum líkum hafa það verið konur úr kvenfélaginu, eiginmenn þeirra eða vinir og velunnarar þess. Þó hefi ég heyrt þessa helzt tilnefnda í Apakettinum, Iversen: Guðjón Guðjónsson, Frú Sörensen: Sigurborg verzlunarstúlka hjá G.J. Johnsen, Óli gamli: leikinn af [[Guðjón Jósefsson í Fagurlyst|Guðjóni Jósefssyni]], Margrét: Guðbjörg Gísladóttir, og unga manninn Lindal: [[Kristján Gíslason frá Hlíðarhúsi|Kristján Gíslason]]. <br>
Læknirinn sá einnig, að til þess að félagið gæti fylgt stefnuskrá sinni, yrði það að afla sér fjár á einhvern raunhæfan hátt. Meðlimagjöldin voru lág og hrukku skammt, ef til fjárhagslegs stuðnings við aðra kæmi. Halldór hafði hugsað málið og hann fann líka leiðina til tryggrar fjáröflunar. Hann hafði sem sagt unnið mjög mikið að leikstarfseminni undanfarin ár, eða frá því að hann flutti til Eyja. Hann hafði kynnzt þeirri starfsemi vel og séð, að hún var rétta leiðin, — sú leið, sem kvenfélagið átti að feta til þess að afla sér starfsfjár. Leiðin var örugg og jafnframt mikið menningaratriði fyrir þorpsbúa, sem sýnt höfðu, að þeir voru fróðleiks- og menntaþyrstir. Halldór hvatti þessvegna kvenfélagið eindregið til leiksýninga á vegum þess og hét því allri sinni aðstoð í framkvæmdinni og leiðbeiningum, bæði á leiksviði og utan þess, eftir því sem embættisstörf hans frekast leyfðu. Í kvenfél. ríkti mikill áhugi, enda var það lífsspursmál fyrir starfshugsjón þess. Tillögu læknisins var því tekið með fögnuði og samþykkt sem sjálfsögð fjáröflunarleið. Konurnar hétu því, að fá eiginmenn sína og vini í lið með sér. Þær voru margar hverjar sviðsvanar og menn þeirra sumir vel þekktir leikarar hér. Það var ekki látið sitja við orðin ein, heldur hafizt handa um útvegun á leikfólki. Síðan hófust æfingar á nýjum leikritum hér. Samkv. bókum Líknar voru fyrst sýnd leikritin „Villidýrið“ eftir E. Bögh; og „Bezt sem vitlausast“ (höfundur ókunnur), og „Apakötturinn“ eftir Heiberg. Ekki verður um það efazt, að Halldór læknir hafi útvegað leikritin og séð um og leiðbeint um sviðssetningu þeirra. Af bókum kvenfél. Líkn verður ekki séð, hvert þessara þriggja leikrita hefir verið fyrst tekið til sýningar, en eftir innfærslum teknanna virðist Apakötturinn hafa verið fyrst leikinn, þá Villidýrið og svo Bezt sem vitlausast. Ekki verður það heldur séð, hverjir hafi skipað hlutverkin, en að öllum líkum hafa það verið konur úr kvenfélaginu, eiginmenn þeirra eða vinir og velunnarar þess. Þó hefi ég heyrt þessa helzt tilnefnda í Apakettinum, Iversen: Guðjón Guðjónsson, Frú Sörensen: Sigurborg verzlunarstúlka hjá G.J. Johnsen, Óli gamli: leikinn af [[Guðjón Jósefsson í Fagurlyst|Guðjóni Jósefssyni]], Margrét: Guðbjörg Gísladóttir, og unga manninn Lindal: [[Kristján Gíslason (Hlíðarhúsi)|Kristján Gíslason]]. <br>
Í „Villidýrinu“ hef ég helzt heyrt talað um þau [[Aage L. Petersen|Petersen]] símstj., sem lék Villidýrið, Guðbjörgu Gísladóttur konu hans, Theódóru Gísladóttur, Stakkagerði, og [[Steingrímur Magnússon (Miðhúsum)|Steingrím Magnússon]] á Miðhúsum, er þá var verzlunarmaður hjá Bryde. Leikrit þetta er eftir Erik Bögh. (Frásögn Stgr. Magnússonar nú í Rvík, en þetta hefir þá verið síðasta hlutverk Theodóru, þar eð hún fór til U.S.A. sumarið 1909). <br>
Í „Villidýrinu“ hef ég helzt heyrt talað um þau [[Aage L. Petersen|Petersen]] símstj., sem lék Villidýrið, Guðbjörgu Gísladóttur konu hans, Theódóru Gísladóttur, Stakkagerði, og [[Steingrímur Magnússon (Miðhúsum)|Steingrím Magnússon]] á Miðhúsum, er þá var verzlunarmaður hjá Bryde. Leikrit þetta er eftir Erik Bögh. (Frásögn Stgr. Magnússonar nú í Rvík, en þetta hefir þá verið síðasta hlutverk Theodóru, þar eð hún fór til U.S.A. sumarið 1909). <br>
Í Bezt sem vitlausast veit ég ekki um hlutverkaskipun, nema þau Petersen, sem lék Schwanner ofursta, og Guðbjörgu konu hans, er lék þjónustustúlkuna. Auk þess léku að sagt er [[Ágústa Eymundsdóttir]] og Árni Gíslason o.fl. Kostnaður við að koma þessari leikstarfsemi kvenfélagsins á stað hefir verið nokkur, einkum vegna leiksviðskostnaðar svo sem leiktjalda, ljósaumbúnaðar, efnis til gervisgerða o.m.fl. En sýningar félagsins báru sig vel fjárhagslega. <br>
Í Bezt sem vitlausast veit ég ekki um hlutverkaskipun, nema þau Petersen, sem lék Schwanner ofursta, og Guðbjörgu konu hans, er lék þjónustustúlkuna. Auk þess léku að sagt er [[Ágústa Eymundsdóttir]] og Árni Gíslason o.fl. Kostnaður við að koma þessari leikstarfsemi kvenfélagsins á stað hefir verið nokkur, einkum vegna leiksviðskostnaðar svo sem leiktjalda, ljósaumbúnaðar, efnis til gervisgerða o.m.fl. En sýningar félagsins báru sig vel fjárhagslega. <br>

Leiðsagnarval