„Blik 1953/Framfarafélag Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 135: Lína 135:


24. sept. 1893 hélt Framfarafélagið 3. fund sinn. Aðalumræðuefni fundarins var það. hvernig hefta mætti uppblástur landsins inni á Flötum og í Sandskörðum, svo og annars staðar, þar sem sand- og moldarrof ykjust og jarðspjöll færu vaxandi. Rætt var um að sá melfræi í sandinn, girða rofin af og banna að rífa rætur eða rofalíur úr bökkum, því  að það yki uppblástur landsins.
24. sept. 1893 hélt Framfarafélagið 3. fund sinn. Aðalumræðuefni fundarins var það. hvernig hefta mætti uppblástur landsins inni á Flötum og í Sandskörðum, svo og annars staðar, þar sem sand- og moldarrof ykjust og jarðspjöll færu vaxandi. Rætt var um að sá melfræi í sandinn, girða rofin af og banna að rífa rætur eða rofalíur úr bökkum, því  að það yki uppblástur landsins.
Umbætur.
 
== Umbætur ==
.
Þá var rætt um að gera brú eða veg við Stokkalón')
Þá var rætt um að gera brú eða veg við Stokkalón')
''((1) Stokkalón og [[Stokkhella]] var þar sem nú er austasta (gamla)'' [[Bæjarbryggja|bæjarbryggjan]].)
''((1) Stokkalón og [[Stokkhella]] var þar sem nú er austasta (gamla)'' [[Bæjarbryggja|bæjarbryggjan]].)
Lína 141: Lína 143:
fram að Stokkhellu til þess að létta fiskdrátt, fiskþvott og e. t. v. uppskipun, ef svo bæri undir. Einnig var til umræðu breytingar og umbætur á fjósum og bætt áburðarhirðing. Hallkvæmast þótti í þeim efnum að steypa áburðarforir eða safngryfjur.
fram að Stokkhellu til þess að létta fiskdrátt, fiskþvott og e. t. v. uppskipun, ef svo bæri undir. Einnig var til umræðu breytingar og umbætur á fjósum og bætt áburðarhirðing. Hallkvæmast þótti í þeim efnum að steypa áburðarforir eða safngryfjur.
Á 4. fundi félagsins 15. október sama ár var fundarmönnum, sem voru 7, kynntar reglur um styrkveitingar úr landssjóði til búnaðarfélaga. Rætt var á fundi þessum um búnaðarmál og samþykkt tillaga þess efnis, að leggja mesta áherzlu á jarðabætur, svo sem túnasléttun, gerð safngryfja og aukna áburðarsöfnun.
Á 4. fundi félagsins 15. október sama ár var fundarmönnum, sem voru 7, kynntar reglur um styrkveitingar úr landssjóði til búnaðarfélaga. Rætt var á fundi þessum um búnaðarmál og samþykkt tillaga þess efnis, að leggja mesta áherzlu á jarðabætur, svo sem túnasléttun, gerð safngryfja og aukna áburðarsöfnun.
Á fundinum voru skiptar skoðanir um það, hvernig verja skyldi félagsgjaldinu það ár til framfara landbúnaðinum í Eyjum. Þrír fundarmanna vildu kaupa vagn til sameiginlegra afnota félagsmönnum, en aðrir vildu verja félagstekjun-um til kaupa á jarðyrkjuverk-færum, „sléttunarverkfærum".
Á fundinum voru skiptar skoðanir um það, hvernig verja skyldi félagsgjaldinu það ár til framfara landbúnaðinum í Eyjum. Þrír fundarmanna vildu kaupa vagn til sameiginlegra afnota félagsmönnum, en aðrir vildu verja félagstekjunum til kaupa á jarðyrkjuverkfærum, „sléttunarverkfærum".
Sýslumaðurinn, Jón Magnússon: hafði gefið félaginu peninga og sýnt þannig hug sinn til félagsins og framfaramála í Eyjum.
Sýslumaðurinn, Jón Magnússon: hafði gefið félaginu peninga og sýnt þannig hug sinn til félagsins og framfaramála í Eyjum.
5. fundur félagsins var haldinn 3, desember um haustið. Fundarmenn voru 10.
5. fundur félagsins var haldinn 3, desember um haustið. Fundarmenn voru 10.
Á fundi þessum benti formað-
Á fundi þessum benti formaðurínn, Sigurður Sigurfinnsson, á, hve nauðsynlegt það væri, að sem flestir félagsmenn inntu af hendi jarðabætur, sem verðskulduðu styrk úr landssjóði.
Vinnum saman.
Sigfús Árnason, Löndum, vakti máls á því, hve nauðsynlegt það væri, að félagsmenn ynnu hver hjá öðrum, þegar svo bæri undir, og var gjörður góður rómur að því á fundinum.
 
== Tryggingarfélag ==
.
Á fundi þessum hreyfði Sigurður Sigurfinnsson fyrst því athyglisverða máli, að Framfarafélagið stofnaði „ábyrgðarsjóð'" nautgripa hér í Eyjum. Fundurinn kaus þriggja manna nefnd til þess að semja reglur um þetta væntanlega trygginga félag nautgripa hér og hlutu kosningu upphafsmaður tillögunnar, Sigurður Sigurfinnsson, og með honum Gísli Engilberts son og Sigfús Árnason. Á næsta fundi, sem haldinn var eftir viku (10.des.), lagði formaður fram frumvarp til laga handa „nautgripa og ábyrgðarfélagi Vestmannaeyja'". Því næst var ályktað að kalla alla nautgripaeigendur í Eyjum á fund til að sofna félagið.
Að viku liðinni (17. des.) var enn haldinn fundur í Framfarafélaginu.  Sátu þann  fund
8 félagsmenn og nokkrir utanfélagsmenn. Þar voru lesin upp lögin fyrir hið væntanlega nautgripa og ábyrgðarfélag, þau rædd og gerðir við þau viðaukar. Skaðabætur fyrir nautgripi skyldu nema allt að 1/3 af virðingarverði, ef lóga þyrfti gripunum vegna veikinda eða annarra óhappa. Þessir menn voru kosnir í fyrstu stjórn ábyrgðarfélagsins: Sigurður Sigurfinnsson, formaður, Jón Jónsson (hreppsstjóri?) varaformaður og gjaldkeri Jóhann Bjarnasen.
Allar kýr félagsmanna skyldu vera tryggðar hjá félaginu frá  1. janúar 1894.
Á fyrsta starfsári Framfarafélagsins voru keypt  6 „sléttunarjárn".
 
== Fórnfýsi og framtak ==
.
29. apríl 1894 hélt Framfarafélagið 8. fund sinn, sem var aðalfundur. Allir félagsmennirnir, 13 að tölu, sátu fundinn. Skoðunarmenn félagsins, Jón Jónsson, hreppsstjóri í Dölum, og Guðmundur Þórarinsson bóndi að Vesturhúsum, gáfu skýrslu um unnar jarðabætur félagsmanna á s. 1. ári og önnur störf til framfara. Samþykkt. var að greiða þeim eina krónu hvorum fyrir skoðunarstörfin. Næstu fimm árin voru þetta laun þeirra hvert ár fyrir skoðunarstörfin. Þá voru launin tvö¬földuð (2 kr.) og héldust það meðan félagið var við lýði.
Á næsta fundi (9.) að mánuði liðnum (27. maí) ályktuðu fundarmenn að leggja mest kapp á þúfnasléttun og hleðslu grjótgarða á næsta hausti og auka áburðarefnin svo sem frekast væri unnt.
 
== Fyrsti handvagninn ==
Á 10. fundi félagsins, 7. október um haustið, tilkynnti formaður, að félagið hefði hlotið kr. 67,10 úr landssjóði út á jarðabætur félagsmanna, og voru þá 229 dagsverk talin styrkhæf af 271 dagsverki, sem skoðunarmenn félagsins töldu félagsmenn hafa unnið. Samþykkt var á fundi þessum að kaupa vagn handa félagsmönnum til afnota. Vagn þessi var síðan keyptur um haustið og kostaði 40 krónur. Það mun vera fyrsti handvagninn, sem keyptur er til Eyja. Til þess tíma þekktust ekki not af vögnum hér í Eyjum. Hestar voru notaðir til burðar. Fólk, konur sem karlmenn, bar mikið á bakinu, oft í svokölluðum skrínum, sem voru títt með sérstöku lagi eða af sérstakri gerð. Fiskur var dreginn úr sandi á þar til gerðum krókum. tveir fiskar í hvorri hendi.
Vagninn var síðan lánaður félagsmönnum fyrir 4 aura gjald á klukkustund fyrsta árið. Næsta ár var það gjald tvöfaldað hjá félagsmönnum. Utanfélagsmenn gátu fengið vagninn lánaðan fyrir 16 aura gjald á vinnustund. Árið 1895 keypti félagið annan handvagn.
 
== Verðlaun og styrkir ==
Á 14. fundi félagsins 1. des. þetta haust var samþykkt að veita félagsmönnum framvegis verðlaun fyrir vel byggð fénaðarhús og heyhlöður með járnþaki. Þá var gerð þar fyrsta samþykkt um styrki út á fjós.  Gísli Stefánsson og Sigurður Sigurfinnsson hlutu fyrstu verðlaun. Afráðið var að veita félagsmönnum 20 aura styrk út á hvert jarðabótadagsverk og greiða þeim 1/10 af virðingarverði fénaðarhúsa með járnþaki.
Á 17. fundi félagsins, sem haldinn var 15. nóv. 1896, voru 16 menn á fundi af 22. sem þá töldust vera í félaginu.
 
== Byggjum íshús ==
.
Formaður kvartaði yfir því, hve lítið væri unnið að jarðabótum það haust og hvatti til framtaks. Þá hreyfði formaður félagsins því nýmæli, að hér yrði byggt íshús og grennslaðist eftir, að hverju leyti félagið gæti tekið þátt í því fyrirtæki. Lagði hann til. að gerð yrði áætlun um byggingarkostnaðinn. Að loknum nokkrum umræðum var Sveinn Jónsson smiður kjör
232

breytingar

Leiðsagnarval