„Blik 1936, 3. tbl./Sjómannskonan“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 58: Lína 58:


''[[Sigurbjörn Sveinsson|Sigurbjörn Sveinsson]]''.
''[[Sigurbjörn Sveinsson|Sigurbjörn Sveinsson]]''.
{{Blik}}

Útgáfa síðunnar 22. september 2009 kl. 13:50

Blik 1936, 3. tbl.

SJÓMANNSKONAN

Ein í svölum aftanblænum

úti sjómannskonan stóð;

mann sinn á hún úti á sænum,

ötull fiskar hann á lóð;

fjögur á hún börn í bænum,

björt á svip og æskurjóð.


Ef ad vindur ólmur þýtur,

eða dökknar himinninn,

svefns né værðar vart hún nýtur,

var svo og í þetta sinn.

Andvarpandi upp hún lítur:

»Æ, hve syrtir, drottinn minn!«


Öldur dans með ströndum stíga,

stormur þeytti lúður sinn.

Og í hafið hlaut ad síga

hlaðinn fiskibáturinn.

Bylgjur rísa, bylgjur hníga,

beljar næturvindurinn.


Ein í svölum aftanblænum

ekkjan föl og döpur stóð.

Fjøgur á hún børn í bænum,

bjørt á svip og æskurjóð.

Er sem hver ein alda á sænum

ymji henni sorgarljóð.


Sigurbjörn Sveinsson.